Heima er bezt - 01.10.1960, Side 34

Heima er bezt - 01.10.1960, Side 34
armæðusvipur á kerlingargarminum,“ sagði Hartmann. „Lízt þér ekki sem bezt á húsakynnin. Ég var nú búinn að segja þér, að þau væru ekki eins hvítskúruð gólfin og á Hofi. Það eru nú svo sem engin undur þó það sé ekki hlýtt inni, þar sem fullar þrjár vikur eru síðan bær- inn var yfirgefinn. Ég verð nú sjálfsagt ekki lengi að koma kabyssunni upp, þá fer að hlýna. Það hefði ekki alltaf verið funheitt á þér í vetur ef mín hefði ekki notið við eins og fyrri.“ „Ég er blóðhrædd um að það séu flær í þessum bálk- um,“ sagði Arndís. „Þar byrjarðu nú með bölvaða hræðsluna við allt. Ég spyr ekki að. Reynið þið að hafa ykkur úr reiðföt- unum og taka eitthvað til höndunum. Skárri er það bölvuð eymdin í ykkur.“ „Ég þori hvergi að leggja barnið frá mér,“ sagði Asdís. „Reyndu að leggja hann þarna á einhvern bálkinn. Alér sýnist þú ekki mjög hetjuleg með allan dugnaðinn. Ekkert betri en gamla móðursýkisrolan,“ sagði Hart- mann. „Það er nú eins og það er vant með kvenfólkið ef það leikur ekki allt í lyndi sígur það saman í eymd- arkeng,“ bætti hann við. „Það er bezt að koma vélinni upp strax,“ sagði Krist- ján. „Það er sárkalt inni. Mömmu verður kalt ef hún fer úr reiðfötunum.“ Það var ekki lengi verið að því að koma upp vélinni og kveikja upp í henni. Þá fór fljótlega að hitna. Næst var að taka heyið burtu og brenna því frammi í hlóða- eldhúsi. Sækja nýtt hey út í tóft og láta í rúmin. Það var tekið af fyrningum gamla bóndans. Kristján lét sjálfur rúmfötin sín í annað rúmið, sem var fyrir innan þilið. Ásdís ætlaði sér að sofa í hinu. Gamla konan spurði son sinn eftir, hvort bústýran ætti ekki að sofa í rúminu á móti honum. „Þið sofið þarna pabbi og þú. Hér verður engin bú- stýra önnur en þú.“ Hún hvíslaði því að Ásdís hefði ætlað sér að sofa þar með drenginn. „Hún getur sofið þarna sem hann liggur núna. Það er rétt hjá vélinni. Þeim verður notalegt þar,“ sagði hann. Þá dreif Hartmann sængurfötin þeirra í rúmstæðið, en lét sængurfatapoka Ásdísar við hennar rúm. Hana sveið í kverkarnar og tárin þrengdu sér fram í augna- krókana. Hún anzaði ekki þegar karlinn spurði hana hvort hún væri ekki ánægð með hlýjuna. Svo gæti hún opnað gluggakytruna þá fyki óloftið út. „Hvernig er með þig, Ásdís, ætlarðu ekki að láta mig hafa kaffi áður en ég fer út eftir að sæltja kýrnar?“ spurði hann að endingu og strauk sveitt andlitið, því hann var búinn að bera allt af kerrunni. „Þú hefur getað hellt á könnuna og getur það líklega enn þá,“ svaraði hún afundin. „Ég hef nú verið annað að starfa, get ég sagt þér,“ sagði hann. „Það hefur hvorki þú eða aðrir gengið bet- ur fram við flutninginn en ég.“ „Það væri það réttasta sem ég gæti gert að fara al- farin héðan,“ hélt Ásdís áfram. „Ég sé að hann ætlar að verða jafn andstyggilegur við mig hér og hann var á Hofi.“ „Hvað er svo sem fokið í þig allt í einu. Hefurðu ekki alltaf hlakkað til að komast frá Hofi og Geirlaugu gömlu og komast hingað í sjálfsmennskuna. Það var víst óþarfa krókur sem þú tókst á þig að fara hingað inn, hefði verið ólíkt þægilegra að fara fram með fjall- inu frá Hofi,“ rausaði hann. „Ég býst ekki við að Kristján hafi neitt á móti því að þú farir, eða hefur hann kannske ekki hvað eftir annað reynt að ýta þér burtu?“ „iMér datt ekki í hug að hér væru þessir bölvaðir hundakofar," hélt Ásdís áfram. „Ég vildi láta hann vera kyrran á Hofi og drífa kerlinguna burtu. Það var heldur blómlegra þar.“ „Þú ert svipuð flestum kynsystrum þínum þykist ég heyra, ert mjúk og malar ánægjulega meðan vel logar, en þegar glóðin fer að kulna kemur fýlan og duttlungarnir fljótlega í ljós.“ Ásdís var farin fram áður en hann endaði ræðuna. Hún kom aftur með kaffikvörnina og fór að mala á könnuna. Kristján kom inn með borðið úr maskínu- húsinu á Hofi og kom því fyrir undir glugganum að sunnanverðu, en það var alltof stórt. „Svona sæktu pörin Ásdís og kringlur kom ég með í gær,“ skipaði gamli maðurinn. „Það veitir ekki af að fá með þegar maður er í þessu ati.“ Gamla konan kom með kleinur og jólabrauð. Geir- laug hafði bakað það fyrir heimilið. Það var eins og allt annað af henni blessaðri. Svo var sezt kringum borðið og drukkið kaffi í fyrsta skipti á nýja heimil- inu, en enginn var þó með ánægjusvip. Þá heyrðist gengið um fram í bænum. Hvað var nú þetta. Ætluðu nágrannarnir að fara að heimsækja það strax, hugsuðu allir. Það var barið í baðstofuhurðina. Ásdís rauk upp úr sæti sínu og reif opna hurðina, og gömul kona há og grönn með mikið, grátt hár, tvívafið um höfuðið, kom inn á gólfið. „Sælt veri fólkið,“ sagði hún hálf hikandi, því hún fann að allra augu hvíldu á henni. „Ég heiti Valborg Hannesdóttir.“ Svo heilsaði hún öllum með handa- bandi. „Þetta mun vera húsbóndinn," sagði hún þegar hún heilsaði Kristjáni. Hann játaði því. „Og er þá þetta húsmóðirin,“ sagði hún og leit á Ásdísi, sem var farin að brosa. „Nei,“ flýtti Kristján sér að svara. „Þetta er bara vinnukona og þetta er móðir mín. Líklega verður það helzt hún, sem telst húsmóðir hér.“ „Og þessi einarðlegi maður er faðir þinn. Ég sá hann hérna í vetur.“ „Já það er hann,“ sagði Arndís og hellti kaffi í bolla handa gestinum. Hartmann stóð upp svo hún gæti sezt á kassann, sem hann notaði sem stól. (Framhald). 406 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.