Heima er bezt - 01.10.1960, Síða 35
HEIMA_______________
BEZT BÓKAH I LLAN
Halldór Kiljan Laxness: Paradísarheimt. Reykjavík
1960. Helgafell.
I þessari síðustu skáldsögu sinni hefur Nóbelsskáldið tekið til
meðferðar brottflutning Islendinga til Mormónalandsins Utah og
hin fyrstu kynni þeirra af landi og fólki þar vestra. Söguhetjan,
Steinar bóndi í Hlíðum, ber mikinn svip hins kunna tnanns, Eir-
íks á Brúnum, og fleiri menn mun rnega kenna þar. Höfundur
fer, eins og vænta má, með viðfangsefni sitt af miklum hagleik, og
má skynja þar aðrar sögur um örlög manna og þjóða að baki
þeirra atburða, sem þarna eru raktir, og eru þeir þó í sjálfu sér
ærið nóg söguefni. Þó er sem sagan falli nokkuð, eftir að hún
berst vestur í Utah, og mætti ætla að það kæmi til, að höf. er ekki
jafngagnkunnugur landi og þjóð og hér heima. Og eftirminnileg
verður lokamynd sögunnar, þegar Steinar bóndi er kominn heim
að Hlíðum og tekinn að reisa við hrunda veggi og garða og þykir
það meira skipta en það, að hann hefur á ferðum sínum lieimt
Paradís og fundið sannleikann. En er þetta ekki sá algildi sann-
leikur, að hver maður á sína Paradís við hjartastað þjóðar sinnar
og lands, þar sem rætur hans og forfeðranna hafa staðið um
aldir?
Stefán Júlíusson: Sólarhringiu. Reykjavík 1960. Menn-
ingarsjóður.
Stefán Jónsson hefur sýnt það fyrir löngu, að hann kann vel
að skyggnast um hugarfar unglinga. Hér er viðfangsefni hans
vandræðadrengur, sem lendir í augnablikshrösun og kemst undir
hendur lögreglunnar. Á hinu leitinu er svo hjálparstarfsemi
manns úr barnaverndarnefnd. Á einum sólarhring rifjar dreng-
urinn upp liðnu árin, og um leið kynnist lesandinn því, hvar veil-
an liggur og hvað hefur leitt hann á glapstiguna. Ferli drengsins er
lýst af næmum skilningi og samúð, sem sá einn getur gert, sem
þekkir þessa hluti af vettvangi lífsins. Þá mætti viðhorf og starfs-
aðferð barnaverndarmannsins verða nytsöm lexía öllum þeim,
sem fást við vandamál barna og unglinga. En bókin er ekki fyrst
og fremst kennslubók í meðferð vandræðabarna, hún er lifandi
og skemmtileg skáldsaga, því að Stefán kann þá list að halda les-
andanum föstum við efnið.
Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis. Akureyri
1960.
Fyrir 60 árum síðan kom út dálítið kver með þessu nafni hér á
Akureyri. Prestafélag Hólastiftis var þá nýstofnað og kynnti sig
alþjóð með því. Naumast mun ritið hafa náð mikilli útbreiðslu,
en vel má minnast þess, að þar var fyrst prentað hið mikla kvæði
Matthíasar um Hólastól. Nú hefur Prestafélag Hólastiftis tekið
upp þráðinn að nýju með myndarlegu riti, sem í raun réttri er
afmælisrit félagsins, en þó ætlað að framfhald geti á orðið, ef lánið
er með. Um rit þetta er það skemmst að segja, að það er fallega
úr garði gert að ytri sýn, prýtt fjölda mynda, og efnið er í senn
fróðlegt og fjölbreytt. Þarna eru athyglisverðar minningargreinar
um látna forvígismenn prestastéttarinnar, m. a. Friðrik Rafnar
vígslubiskup og Helga Konráðsson prófast. Síra Benjamín Krist-
jánsson skrifar merka grein um fæðingarstað Jóns Arasonar bisk-
ups, og síra Kristján Búason um kröfur nútímans til prestanna.
Þá eru og í heftinu ljóð og margt fleira. Rit þetta á erindi til
allra, sem hugsa um kirkjuleg mál eða unna íslenzkum fræðum,
og sameinar það þannig hinar ágætustu erfðavenjur íslenzku
kirkjunnar. Þess er að vænta, að því verði svo vel tekið, að fé-
lagið sjái sér fært að halda því áfram til hagsbóta málefnum
kirkju og kristni. St. Std.
Bréfaskipti
Guðlaug Magnúsdóttir, Fagurhlíð, Landbroti, V.-Skaft.,
óskar eftir að komast í bréfaskipti við pilta á aldrinum 15—
17 ára. Æskilegt að mynd fylgi.
Sesselja Pálsdóttir, Silfurgötu 30, Stykkishólmi, óskar eftir
bréfaskiptum við pilt og stúlku á aldrinum 12—13 ára. Mynd
fylgi.
Sigurhanna Ólafsdóttir, Gilsbakka, Arnarneshreppi, Eyja-
firði, óskar eftir að skrifast á við pilta á aldrinum 14—20 ára.
Mynd fylgi.
Steindór Einarsson, Þverá pr. Eskifjörður, S.-Múl., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 18—20 ára.
Þorsteinn Steingrímsson, Akri, Skefilsstaðahreppi, Skaga-
fjarðarsýslu, óskar eftir að komast í bréfasamband við stúlku
á aldrinum 20—25 ára. Mynd fylgi.
Sigvaldi Ingimundarson, Svanshóli, Bjarnarfirði, Stranda-
sýslu, óskar eftir að skrifast á við unglinga á aldrinum 15—
16 ára.
Eiríkur Þorvaldsson, Völlum, Reykjadal, S.-Þing., óskar
eftir að komast í bréfasamband við fólk á aldrinum frá þrí-
tugti til fertugs.
Ingibjörg Egilsdóttir, Máná, Tjörnesi, S.-Þing., óskar að
komast í bréfasamband við pilta og stúlkur á aldrinum 15—
16 ára.
Guðrún Helgadóttir, Stafni, Reykjadal, S.-Þing., óskar eftir
bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 16—18 ára.
Hulda Guðmundsdóttir, Neðri-Fitjum, Víðidal, V.-FIún.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur 13—15 ára
Mynd fylgi.
Margrét Sigurðardóttir, Neðri Fitjum, Víðidal, V.-Hún.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur 12—14 ára.
Mynd fylgi.
Guðbrandur Ingólfsson, Neðri-Fitjum, Víðidal, V.-Hún.,
óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur og pilta 12—14 ára.
Mynd fylgi.
Kristin Hallgrímsdóttir, Grunnavík, N.-ís., óskar eftir bréfa-
sambandi við pilta og stúlkur á aldrinum 16—24 ára.
Torfhildur Hólm Torfadóttir, Hala, Suðursveit, A. Skaft.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—18 ára.
Hulda Garðarsdóttir, Norðurveg 4, Hrísey, Eyjafirði, ósk-
ar eftir að skrifast á við pilta á aldrinum 17—19 ára.
Sigriðíir Magnúsdóttir, Brekkugötu 5, Hrísey, Eyjafirði,
óskar eftir að skrifast á við pilta á aldrinum 16—18 ára.
Heima er bezt 407