Heima er bezt - 01.10.1960, Page 36

Heima er bezt - 01.10.1960, Page 36
468. Ég læðist út úr klefanum og fram í lampabyrgið. Þaðan get ég séð Láka gegnum glufu. Hann stendur í hólfinu og tekur á móti þungri og ryðgaðri akk- eriskeðjunni, á að stjórna falli hennar, svo hún leggist ekki í eina hrúgu. 469. Og allt í einu hefur kettingin hrokkið upp úr vindufalsinu, og akk- erið dregur hana nú upp úr hólfinu með ægilegum hraða. Hér er regluleg lífshætta á ferðum fyrir aumingja Láka, sem á sér einskis ills von. 470. Láki er í yfirvofandi hættu. Kett- ingin þeytist fram og aftur, og þungir járnhlekkirnir slást sitt á hvað, og hann þeytist hálfrotaður út í horn á byrginu. Ég hleyp til hans og dreg hann i skyndi inn í lampabyrgið. 471. Láki nær sér þó aftur og segir: „Þakka þér fyrir. Það mátti ekki tæpara standa. Hefðir þú ekki komið, væri al- veg úti um mig. En hver ertu annars, og hvaðan ertu kominn?" 472. Ég segi honum i stuttu máli að ég hafi hitt móðurbróðir hans og síðan að ég hafi laumast um borð. Nýliðinn heyr- ist skyndilega kalla: „Hvernig fór fyrir þér Láki? Ertu lifandi?“ 473. Að vörmu spori er hann kominn ofan til okkar. „Jæja„ þú ert þá hér, Óli. Það er ágætt. Við siglum af stað eftir ör- litla stund. Hlustið þá vel eftir þegar ég blístra og stökkvið þá útbyrðis." 474. Já, eina ráðið til að bjarga sér úr þessu ævintýri er að fleygja sér útbyrðis og synda í land. Við bíðum í áköfum spenningi hins rétta tímamerkis. Og svo er allt í einu blístrað uppi á þilfari skipsins. 475. Láki hefur fært sig úr utanhafn- arfötunum, og þar sem ég er sundfærari en hann, hef ég bundið þau á bakið á mér. Við þjótum eins og kettir upp á þiljur, stökkvum upp á lunninguna og fleygjum okkur í sjóinn. 476. Þetta gerist svo skjótt og óvænt, að enginn skipsmanna áttar sig á því né reynir að stöðva okkur. En þegar við erum komnir spölkorn áleiðis til lands, heyrum við skipstjórann hrópa: „Bíðið! Þið skulið ekki sleppa svo létt!“

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.