Heima er bezt - 01.02.1961, Side 2

Heima er bezt - 01.02.1961, Side 2
Sunclrung eða sameining Fátt er það í heimsfréttunum undanfarnar vikur, sem vakið hefur meiri athygli og umtal en valdataka John F. Kennedys hins nýj a forseta Bandaríkjanna. Svo mjög eru nú örlög þjóðanna tengd hver öðrum, að engin þjóð getur látið sér á sama standa, hver fer með æðstu völd í hinu mikla, vestræna ríki, og markar stjórnar- stefnu þess hverju sinni. Þar skiptir ekki máli, hvort þjóðin hallar sér til austurs eða vesturs. Ekki er heldur við það að dyljast, að mikill fjöldi manna í lýðfrjálsum ríkjum skoðar Bandaríkin, sem traustasta vígi lýðfrelsis og mannréttinda í heiminum, en jafnframt er ekkert ríki jafn hatað af fylgjendum einræðisaflanna. Það er því ekki að undra þótt mönnum hvarvetna um heim þyki miklu skipta, hver stendur þar við stjómvölinn. Vér Islendingar erum í hópi þeirra þjóða, sem allt eiga undir því, að friður fái haldizt og mannréttindi og sjálfsákvörðunarréttur þjóða séu í heiðri höfð. Lega landsins, menning vor, saga og félagsleg þróun skipar oss að vísu í hóp hinna vestrænu lýðræðisþjóða, enda gerir meiri hluti þjóðarinnar sér Ijóst, að á engan hátt verður hagsmunum vorum betur borgið en í samvinnu við þær. En jafnljóst er það einnig, að af því leiðir ekki, að vér tökum öllu, sem frá þeim kemur sem einhverj- um guðsdómi, sem ekki megi gagnrýna, né sjáum eng- ar veilur í fari þeirra. En sízt af öllu getum vér tekið því með tómlæti, hver meginstefna hinna vestrænu ríkja sé, en það vitum vér, að Bandaríkin eiga drýgsta þátt- inn í að móta hana. Þess vegna hefur íslenzka þjóðin fylgzt með forsetaskiptunum af miklum áhuga. Ræða sú, er hinn nýi forseti hélt við valdatöku sína, var um flest athyglisverð, enda margt verið um hana sagt nær og fjær. Af henni stafaði meiri persónuleika, og mér liggur við að segja að hún væri mannlegri, en títt er um slíkar ræður, sem oft reynast vera vélrænar að hugsun og formi. Almennt hefur ræðunni verið fagnað úti um heimsbyggðina, og þykjast sumir sjá að hún boði friðvænlegri tíma en verið hafa undanfarin misseri. En annars voru það ekki heimsmálin, sem ég ætlaði að gera hér að umtalsefni, heldur einungis ein ummæli úr áðurnefndri ræðu. Ummæli, sem snerta alla, þar skiptir ekki máli, hvar þau eru sögð né til hverra töluð. En þetta voru orðin: Látum oss leita þeirra verkefna, er sameina oss í stað þess að fást sífellt við þau vanda- málin, sem sundra oss. Enda þótt þetta sé talað, sem stefnuyfirlýsing á al- þjóðavettvangi, þar sem oft virðist svo, sem hvert til- efni, er gefst sé notað til að sundra, þá eru ummæli þessi eigi síður boðskapur til vor allra, hvort sem vér erum ríkir eða snauðir, umkomulausir eða valdamiklir, hvar í flokki, sem vér stöndum. Og sennilega ætti engin þjóð fremur en vér íslendingar að taka oss þann boð- skap til athugunar og eftirbreytni. Þjóð vor er ein hin minnsta sjálfstæða þjóð í heimi. Frá náttúrunnar hendi á hún flestum þjóðum við meiri örðugleika að stríða, veldur þar urn lega landsins, en þó ef til vill enn meira stærð þess og strjálbýli. Þetta tvennt, annars vegar harðbýlt land og torsótt yfirferð- ar en hins vegar fámenn þjóð, sem heldur uppi menn- ingarríki, gerir miklar kröfur til þegnanna. Af þeim þarf ekki einungis að krefjast mikilla afkasta, svo að efnahagur þjóðarinnar falli ekki í rústir, heldur eigi síður mikillar staðfestu og siðferðisþroska. Að sjálfsögðu hljóta skoðanir manna og lífsviðhorf að vera skipt þótt í fámenni sé. Frjáls hugsun er aðals- merki frjálsborins manns, og frá öndverðu hefur ís- lenzk þjóð leitazt við að vera samfélag frjálsborinna manna. Þegar sem mest syrti að á liðnum öldum lifði alltaf í glæðum þeirrar hugsjónar. En þótt menn deili á, má gera það á ýmsa vegu. Andvígir flokkar og stétt- ir deila um margt, en eiga þó alltaf einhver sameigin- leg sjónarmið, og það ekki sízt í jafnfámennu þjóð- félagi og voru. Smæsta þjóð heimsins hefur ekki efni á að deila innbyrðis um þá hluti, sem allir í raun réttri vilja. í stjórnmálum vorum og víðar á opinberum vett- vangi, rekum vér oss á, að þar er oftsinnis efnt til deilna að ástæðulitlu. Smáatriði, sem menn eru ósamþykkir um, eru blásin út, enda þótt enginn sem lítill ágrein- ingur væri um það, sem er mergurinn málsins. Sjónar- mið sérhagsmuna flokka eða einstaklinga eru látin ráða í stað tillits til þjóðarheildarinnar. Minnihlutar viður- kenna ekkert í stefnu meirihluta, þótt þeir sjálfir myndu framkvæma hið sama, ef þeirra væri valdaað- staðan. Þannig rekum vér oss hvarvetna á, að líf vort bæði í stjórnmálum, atvinnu- og efnahagsmálum snýst að langmestu leyti um málefnin sem sundra, en lítil eða engin tilraun er gerð til þess að leiða hugina saman út frá hinum málunum, sem menn geta verið sammála um, og skapa mættu framkvæmdir báðurn aðilum til hagsbóta. Ef til vill liggur þetta í þjóðareðlinu, þótt oftar virðist sem að kolunum sé blásið af þeim mönn- 38 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.