Heima er bezt - 01.02.1961, Síða 8

Heima er bezt - 01.02.1961, Síða 8
Farartálmi ferðamannsins. Áin flœðir vítt yfir stórgrýtta malaraura. um. Átti ég eftir að þigg'ja niargan greiða á heimili hans og Þórunnar konu hans. Eftir ágæta næturhvu'ld og notalegar \-eitingar lögð- um við svo af stað. Þá var austanstormur og rigning. Stefndum við að Sóiheimum og bar hratt yfir, þareð undan veðri var að sækja. Brátt var komið að Sólheim- um. Hittum við þar rnenn að máli og æsktum hesta og fylgdar út yfir hið illræmda vatnsfall, Jökulsá. Sól- heimingar sögðu olckur, að ekki væri til neins að líta að ánni að svo stöddu, því að mesta flug væri í henni. Ekki var það á okkar færi, ókunnugra strákanna, að bera brigður á þennan dóm þeirra góðu og gætnu manna, og sáum við þess vegna þann kost beztan að þiggja framboðin húsaskjól og góðan beina, þott langt væri til kvölds. Daginn eftir var komið þurrt og gott veður. Lögð- um við því af stað á Sólheimasandinn, og tveir Sól- heimabændur okkur til fylgdar. Þegar við komum að Fúlalæk gaf aldeilis á að líta. Kolmórauður jökulgorm- ur veltist fram með feikna boðaföllum og nokkrum jakaburði. „Jæja, ekki þarf lengi að dvelja hér,“ sagði annar fylgdarmaðurinn, „er ykkur sá einn kostur að snúa aftur til bæja, því að enginn leggur í ána í þessurn ham.“ \Tið léturn okkur þetta að kenningu verða og snerum heirn til bæja, en þeir Sólheimingarnir riðu niður með ánni og eitthvað austur með sjónurn. Þeir ætluðu að skyggnast um eftir líki manns, sem fórst í Jökulsá fyrr um veturinn, en það var enn ófundið. — Við ferðalang- amir komum svo aftur upp að Sólheimum og sögðum frá hvernig óhemjan hún Jökulsá hefði nú látið. Heimamenn hugguðu okkur með því, að áin yrði betri morguninn eftir, því að veður væri að batna og létta til. Eftir hádegi þennan dag komu fimm Mýrdælingar út að Sólheimum. Þeir voru að leggja af stað í útver. Allir voru þeir ríðandi, og átti einn þeirra að reka hestana til baka. Þeir fréttu nú hvernig ástatt var með Jökulsá, og þeim þess vegna sjálfgert að enda dagleiðina að Sólheimum. Um þessar mundir var þar margbýli og svo mun sennilega enn, og því nægur húsakostur fyrir alla þessa strandaglópa austan að. Og ekki skorti þar hjartarúm fólksins. Það vildi allt fyrir okkur sem bezt gera. Að hiorgni næsta dags var komið bjart veður með dálitlu frosti. Var þá fljótt búizt til ferðar. Þótti okkur þremenningunum gott að slást í för með þeim Mýr- dælingunum. Þeir voru svo drenglundaðir að bjóða okkur að reiða pokana okkar. Kváðust þeir varla fara hraðar yfir en það að við gætum fylgzt með þeim. Þeir ætluðu á hestunum eitthvað út undir Fjöll, þ. e. Eyja- fjöll. — Við þáðum þetta góða boð þeirra og var mikill munur að ganga án byrðar. Þegar við komum að Jökulsá \rar svipur hennar mjög breyttur frá því deginum áður. Nú var vatn hennar svo mjög þorrið, að vel og greiðlega gekk að komast vfir hana. Þar með vorurn við komnir á rangæska grund, sem um þessar mundir var snæviþakinn sandur. Mýrdælingarnir fóru þá að ríða skjögt. Reyndum við, sem gangandi vorum, að fylgja þeini og gekk það sæmi- lega fyrst í stað. Þegar kom að Skógaá var hún auð og ekki djúp, og sama mátti segja um hinar árnar undir Eyjafjöllunum, þó voru þær flestar töluvert spilltar og miklu dýpri en venjulega. Ekki bar á þreytu hjá þeim félögum mínum, og voru þeir skrefadrjúgir og sporléttir. Eg var aftur á móti skrefstuttur og ekki hlaupalega vaxinn og átti þess vegna erfitt með að halda í við þá. Þó var annað verra. Nærbuxur mínar voru úr vaðmáli. Við bleytuna urðu þær rnjög harðar, og saumarnir særðu mig mikið, svo að gangurinn varð mér erfiður. Þegar komið var út yfir Holtsá stigu Mýrdæling- arnir af hestunum og fylgdarmaðurinn sneri til baka með þá. Varð þá meiri jöfnuður á farartækjum okkar, þegar allir voru gangandi. Afrifurnar gerðu mér sem sagt mjög erfitt að fylgja félögum mínum, og hef ég Frá Vik í Mýrdal. Reynisfjall og Drangarnir. 44 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.