Heima er bezt - 01.02.1961, Qupperneq 11
STEINDOR STEINDORSSON FRA HLOÐUM:
Pættir
um
;k
sKosa
;k
sKogræ
INNGANGUR.
„Baðstofa og eldiviðurlí.
E'l inhvern tíma í bernsku minni las ég greinarstúf
j eftir Guðmund Björnsson landlækni. Hét hann
j Baðstofa og eldiviður. Þótt ég væri þá barn að
aldri, og skilningur minn á því lesna af skom-
um skammti, festist meginefni greinarinnar svo í huga
mér, að ég hef aldrei gleymt henni síðan. Höfundur
segir þar frá því, er forfeður vorir komu til landsins,
og „reistu þar byggðir og bú“. Á bæjum sínum gerðu
þeir skála milda og hátimbraða, og þar voru langeldar
kyntir á vetrum, enda var þá skammt að sækja elds-
neytið í skógana, sem klæddu landið. Á hverjum bæ
var einnig baðstofa, lítið hús, þar sem menn fengu sér
gufubað eftir þörfum og löngun hvers og eins, enda
var hreinlæti þá í hávegum haft. En tímarnir hðu. Skóg-
urinn eyddist fyrr en varði, svo að ekki var lengur
unnt að kynda langeldana. Fólkið fluttist þá úr skálun-
um inn í baðstofurnar, því að minna þurfti við, til að
hita þær sæmilega. Síðan hefur baðstofa verið heitið á
vinnustofu og svefnhúsi fólksins á íslenzkum sveitabæj-
um. En viðinn þraut loks með öllu. Það var ekki einu
sinni unnt að hita baðstofuna. Þar sat fólkð og hafði
ylinn hvert af öðru. Vandkvæði reyndust einnig að fá
eldsneyti til þess að sjóða matinn. Þá fann einhver upp
á því snjallræði að þurrka sauðatað til eldsneytis. Síðan
heitir það og annað, sem brennt er, eldiviður. Út úr
þessum tveimur orðum las hinn vitri maður, Guðmund-
ur Björnsson, þátt úr harmsögu íslenzku þjóðarinnar.
Á síðastliðnu ári átti Skógræktarfélag íslands 30 ára
afmæli. Mig hafði langað til, að láta „Heima er bezt“
leggja fram einhvern skerf, til að minna á þau tíma-
mót, og það viðfangsefni, sem félagsskapur sá hefur
með höndum, Því að ég tel skógræktarmálið eitt af
mikilvægustu viðfangsefnum vorum nú í dag. í nokkr-
um þáttum vil ég stikla á stóru um sögu íslenzkra skóga
og skógræktar, og drepa á samhengi þeirrar sögu við
sögu þjóðarinnar sjálfrar. Viða verður farið hratt yfir,
en þó er von mín, að einhver megi fá ljósari skilning á
þessu máli eftir en áður.
I. HARMSAGA SKÓGANNA.
1. Landið allt viði vaxið.
Sú hefð hefur komizt á fyrir löngu, að nefna fyrsta
hluta þjóðveldistímans „gullöld íslendinga“. Enda þótt
sú nafngift sé sprottin af fornaldardýrkun hinnar róm-
antísku stefnu, og hafi verið notuð sem vígorð í vakn-
ingarbaráttu íslendinga, þá er nokkur sannleikur í henni
fólginn. Fyrsta öld Islands byggðar var á marga lund
gullöld hjá því sem síðar varð, enda þótt oss hefði þótt
margt vanta, sem vér teljum nú til lífsins gæða. Ung og
framgjörn þjóð bjó þá í nýnumdu landi og undi þar
meira frelsi en annars var títt. Landkostir voru miklir
af hendi náttúrunnar, svo að fólkið gat raunverulega
lifað í allsnægtum, meðan þeim var eigi spillt. Friðun
landsins um þúsundir ára, allt frá því það losnaði úr
dróma ísaldarjökulsins, hafði valdið því, að gnótt var
fanga til lands og sjávar. Vötn og sjór var fullt af fiski.
Eggver voru hvarvetna við strendur landsins, selalátur
í hverjum firði að kalla mátti, og hvalir syntu upp í
landsteina og strönduðu í fjörunum á ári hverju. Og
síðast en ekki sízt, landið var „skógi vaxið milh fjalls
og fjöru“. Og í skjóli skóganna dafnaði hvers kyns góð-
gresi, svo að fénaður gekk þar að mestu sjálfala, þar
sem bæði var gnótt haglendis og skjól gott fyrir næð-
ingum og harðviðrum vetrarins. Hinir framgjömu
höfðingjar landsins hýstu bæi sína stórmannlega. Að
vísu þurftu þeir að sækja stórviði til útlanda, þar sem
ekki náðist til rekaviðar, en mikill styrkur var að inn-
lendum skógviði til allrar smærri húsagerðar, og enginn
þurfti að kvíða kuldanum, þótt vetur gengi í garð.
Gnótt eldiviðar var til að kynda langeldana, og við yl
þeirra og bjarmann af skini þeirra voru sögur sagðar og
drápur kveðnar í íslenzkum bæjum, þar sem höfðingjar
héldu uppi sömu reisn og þeir bezta vissu erlendis.
Það má leiða að því gild rök, að dýrasta eign hinnar
ungu bændaþjóðar í nýnumdu landi var skóglendið.
Það er meira að segja vafasamt, hvort forfeður vorir
hefðu hætt á það ævintýri að nema þetta afskekkta út-
hafsland, ef þeir hefðu komið að því skóglausu að kalla,
og melar og sandar hefðu blasað við augum líkt og nú
er. Skógurinn veitti þeim eldsneyti, nokkum við til
húsagerðar, efni til viðarkola, sem hagnýtt voru til
járnvinnslu, og skjól og fóður handa búfénaði, sem í
fyrstu mun hafa verið látinn umhirðulítill. Þetta eru
ómótmælanlegar staðreyndir.
Sumir hafa dregið í efa þá staðhæfingu, að megin-
hluti landsins hafi verið skógi vaxinn á landnámsöld og
framan af þjóðveldistímanum. En hægt er að færa fram
fjöldamörg rök fyrir því, að rétt muni vera frá hermt,
og að meginhluti alls láglendis, og upp eftir hlíðum
líkt og grös ná, hafi landið þá verið skógi klætt. Fyrst
má þar nefna heimildir fornrita vorra. Skóga er þar
Heima er bezt 47