Heima er bezt - 01.02.1961, Page 12

Heima er bezt - 01.02.1961, Page 12
mjög oft getið, og sannar það, að á þeim stöðum hefur skógur vraxið, þegar sögumar voru ritaðar. Víða eru nú blásnir melar á þeim stöðum, sem sögur vorar segja, að flokkar manna hafi falið sig í skóginum. Við það má síðan bæta fjölda mörgum skjalfestum heimildum seinni alda um skóga, sem nú eru löngu eyddir. Annað sönnunargagn er sá aragrúi af örnefnum í öllum hér- öðum landsins, sem benda til skóga, og síðast en ekki sízt þær skógarleifar, sem enn finnast. Það væri annars skemmtilegt viðfangsefni að setja á landsuppdrátt alla þá staði, sem heimildir segja til um að skógur hafi vaxið fyrrum. Ef menn sæju það allt þannig á einu blaði myndu þeir tæplega efast lengur. í hinni ágætu ritgerð um Skógana í Fnjóskadal dreg- ur Sigurður Sigurðsson upp mynd af hvernig umhorfs hafi verið þar í dalnum á landnámstíð: „Dalurinn hefur allur verið viði vaxinn frá árósum inn til afdala. Á una- irlendinu hefur verið stórvaxinn skógur af björk og reynivið 25—35 álna háum. í Dalsmynninu (gljúfrun- um) hafa greinar trjánna mætzt yfir miðri Fnjóská, því að áin mun þá sjaldan hafa verið í ofvexti, vegna þess að skógarnir hafa hindrað bráða vatnavexti. Fyrir ofan miðjar hlíðar hefur skógurinn orðið smá- vaxnari, og að síðustu aðeins viðarrunnar og fjalldrapi. Gróðurinn efst í fjöllunum hefur verið Iíkur því sem nú er. Hvergi í Fnjóskadal hafa þá sézt melar. Mýram- ar hafa verið litlar sem engar, því að mestur hluti þeirra mýraflóa, sem nú eru hefur verið skógi vaxinn.“ Þetta er skrifað eftir að höf. hafði þaulkannað allar aðstæður, og það er fullvíst, að lík hefði myndin orðið, hvar sem vér hefðum litazt um í skjóli norðlenzkra dala eða annars staðar um byggðir landsins. Eyjafjarðarsýsla er nú meðal skógarsnauðustu héraða landsins. Skjalfest gögn era fyrir því, að svo seint sem í byrjun 18. aldar voru þar enn skógarnytjar á 66 býl- um } nær öllum hreppum sýslunnar. Allmörg örnefni benda þar á forna skóga svo sem Fagriskógur, og leifar skóga hafa fundizt þar frá yztu nesjum til innstu dala. Þannig eru kjarrleifar í Siglufirði, Héðinsfirði og Ólafs- firði, og örlitlar leifar af birki hafa fundizt hjá Tjöm- um, innsta bæ í Eyjafirði og Bakkaseli efst í Öxnadal. Einnig má minna á að enn heitir Skógarhlíð á vestan- verðri Öxnadalsheiði, þótt að vísu sé það vestan sýslu- marka. Þegar skógarleifar finnast þannig á þeim stöð- um, sem vænta má að einna óblíðust séu veðrakjör má fara nærri um, hvernig verið hafi í hinum hlýjustu sveitum. En skógarleifar hafa víðar haldizt upp til fjalla, þar sem fjárbeitin hefur ekki náð til þeirra, og sýna þær betur flestu öðru, hversu vítt skóglendið hef- ur náð fyrrum. Þannig er víða skógarkjarr í fjöllunum umhverfis Mývatnssveit. Inn af Skagafirði við Jökulsá austari hef ég fundið kjarrleifar í nálægt 600 m hæð yfir sjó. í Karlsdrætti og Hrefnubúðum við Hvítárvatn er dálítið birkikjarr, og birki finnst í Gljúfurleit inn með Þjórsá. Þessi dæmi, sem gripin hafa verið af mörgum sýna áþreifanlega, að þar sem skógur hefur vaxið á út- kjálkum og upp til háfjalla, þá hafi landið einnig verið vaxið skógi miðsveitis, þar sem öll sldlyrði voru hag- stæðari. Þó hafa óshólmar ánna vafalaust verið skóg- lausir, og vera má að einhver mýra- og flóasvæði hafi einnig verið skóglaus. En fullvíst er það, að mýrlendið hefur verið miklum mun minna þá en nú sakir þess vatns, sem skógurinn hefur bundið. En um leið og mýr- lendið var minna að víðáttu hefur einnig verið hlýrra á þeim slóðum. 2. Björk, og þó lítils vaxtar. En furðu fljótt hefur á skógana gengið. Mikils þurfti við um skógarnytjar. Rjóður voru þegar höggvin, þar sem bæir voru reistir, og þau fóru stækkandi ár frá ári. Eldsneyti, til að kynda langelda og til matsuðu hefur ekki verið neitt smáræði á stórbýlum, eða þegar elda þurfti ofan í heila herflokka. Stærstu skógartrén voru hiklaust höggvin til raftviðar. Og sízt má gleyma kola- gerð og rauðablæstri. Þegar landnámsmenn komu hing- að kunnu þeir að bræða járn úr mýramálmi. Nóg var af slíku málmgrýti hér á landi, og skógviður hvarvetna auðfenginn til viðarkolagerðar. Rauðablásturinn varð heimilisiðnaður jafnvel næstum því á hverjum bæ í sumum sveitum landsins. Þannig hafa t. d. fundizt leifar járnvinnslu á 14 stöðum í Fnjóskadal og á fimm af eyði- býlum Þjórsárdals. Þessar tölur gefa góða hugmynd um, hversu víða rauðablásturinn hafi verið stundaður í sumum sveitum, en vafalítið er, að fleiri kurl mundu koma til grafar um þetta efni, ef betur væri rannsakað, því að enn skortir mjög á að útbreiðsla jámvinnslu hafi verið könnuð um allt land. Síðast en ekki sízt var svo beitin. En allt frá öndverðri byggð landsins, hafa skóg- ar verið beittir hlífðarlaust, kom það að vísu harðast niður á ungviðinu, og tálmaði eðlilegri endumýjun skóganna. Snemma munu menn einnig hafa komizt á lag með, að nota hið smágerðara lim birkisins til fóðurs, að minnsta kosti handa nautgripum. Eltki eru þessar staðreyndir raktar hér nokkrum til áfellis. Þjóðin hlaut að bjarga sér eins og hún bezt gat, enda þótt gengið væri nærri landkostum. Verður og að hafa það í huga, að á þeim öldum vissu menn ekki, hvað bjóða mátti náttúrunni í þeim efnum. Þá eru og miklar líkur til, að árferði hafi farið versnandi eftir því sem aldir Iiðu, og hefir það vitanlega átt sinn þátt í að skóg- ar eyddust. En er fram liðu stundir tók eyðing skóganna og um leið rýrnun landkosta að segja til sín á öðrum sviðum í landbúnaði íslendinga. í öndverða íslands byggð tóku landnemarnir upp akuryrkju, svínarækt og alifugla. Þessar greinir búskaparins leggjast allar niður um líkt leyti. Eftir því sem næst verður komizt, hefur svína- ræktinni verið tekið mjög að hnigna þegar á 13. öld, þótt hún hverfi ekki með öllu fyrr en á 16. öld. Gæsa- rækt leggst niður um sömu mundir en þó líklega öllu fyrr, og akuryrkja mun horfin úr sögunni um allan norðurhluta landsins fyrir 1200, enda þótt hún héldist 48 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.