Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 14
GÍSLI HELGASON í SKÓGARGERÐI: Fossvalla - að vtar víst alnienn venja um land allt, að kjör- fundir til að velja alþingismenn, voru haldnir aðeins á einum stað í hverri sýslu. Þangað urðu allir kjósendur sýslunnar að konia, ef þeir vildu neyta réttar síns, til að velja alþingismenn. Eins og að líkum lætur voru þessir fundir mjög iila sóttir framan af, og lítið eða ekkert af þeim, sem fjarst sátu kjörstað. Það einkennilega var við þetta, að ekki var kosið sama dag um land allt, og víst sjaldan sama dag í samhggj- andi sýslum eins og Múlasýslum. Framboð þurfti víst heldur ekki að koma fram fyrr en á kjördegi, enda mun það hafa komið fyrir, að maður, sem féll á Fossvalla- fundi í Norður-Múlasýslu, bauð sig fram næsta dag í Suður-Múlasýslu, og náði þar kosningu, að ég ætla. Síðustu kjörfundir með þessu sniði voru haldnir vor- ið 1903. Fundurinn á Fossvöllum held ég hafi verið 6. júní. Daginn áður var kosið í Suður-Múlasýslu, því ég man það, að Guttormur Vigfússon í Geitagerði í Fljótsdal var á Fossvöllum og sagði okkur þar úrslitin í Suður-Múlasýslu. Hann hafði þá verið þingmaður Sunnmýlinga áður, en sagðist nú hafa flotið með eins atkvæðis mun. Þegar hér var komið sögu, mun hafa verið rýmkað- ur kosningaréttur eitthvað frá því, sem var fyrst. Nú höfðu bændur allir 25 ára gamlir kosningarétt, svo og vinnumenn og verkamenn í kaupstað ef þeir greiddu 4 krónur í sveitarsjóð. Konur komu ekki til greina fyrr en mikið síðar. Eg var svo heppinn, að ég fór á þann síðasta kjör- fund á Fossvöllunt vorið 1903, enda þótt ég hefði ekki kosningarétt, var aðeins 22 ára garnall. Eg vissi, að mikið kapp var þar í kosningum vorið áður 1902. Munu þá hafa mætt þar fleiri kjósendur en venjulegt var áður. Nú fýsti mig að sjá og kynnast þessum vett- vangi þjóðlífsins, þar sem ég yrði brátt hlutgengur þátt- takandi. Nú skal ég lýsa dálítið því, sem frarn fór þarna, en þar sem svona langt er unt liðið, er margt í gleymsku fallið. Má því búast við, að sú mynd, sent hér verður reynt að bregða upp, verði næsta ófullkomin. Vorið 1903 var gott að því leyti, að sífellt sólskin og landátt var alla daga, en oft frostkul um nætur. Vatna- vextir voru gífurlega rniklir, og náðu held ég hámarki einmitt þennan dag, sem kjörfundurinn var á Fossvöll- um, en að því verður betur vikið síðar. kj örfundir Við faðir minn gátum riðið Rangá um morguninn á þrautavaði hér nálægt bænunt, Stór-hvammsvaði, sem við áhtum, að aldrei yrði ófært nægilega kunnugum mönnum. Við komurn óhraktir úr ánni, og gekk ferð- in greiðlega að Fossvöllum, sem er 2—3ja klukkutíma reið frá Skógargerði. Þegar á Fossvelli köm, var þar mannfjöldi meiri, en ég hafði áður séð saman kominn á Fíéraði. Mest bar þar á Vopnfirðingum og Seyðfirðingum, enda áttu báðir hreppar þar menn í framboði nú. Seyðfirðingar Jóhannes Jóhannesson sýslumann, en Vopnfirðingar Jón lækni Jónsson. Á þessunt tíma voru uppi tveir stjórnmálaflokkar, Valtýingar og heimastjórnarmenn eða sjálfstæðismenn, ég man nú ekki hvort heitið þeir höfðu þá. Jóhannes var Valtýingur og með honum var í framboði á þessum árum séra Einar Þórðarson prest- ur í Ffofteigi á Jökuldal. Móti þeint voru svo Jón lækn- ir, sem þá var á Vopnafirði, og hinn alkunni dánumað- ur séra Einar Jónsson á Kirkjubæ. Um þessa karla var barizt. Báðir aðilar áttu vini og styðjendur út um sveitir, sem reyndu að koma kjósendum úr sinni sveit á kjör- fund og líka til að kjósa að sinni vild, enda var illa annað hægt, ef kjósandinn fékk til dæmis ferðastyrk á annað borð, því atkvæðin voru greidd í heyranda hljóði. Einhver tjöld, þó fá, voru þarna á túninu á Fossvöll- um. Ég sá það, að sumir bændur úr Fíéraði voru leidd- ir í tjöldin og hresstir eitthvað, en hvað við þá var sagt veit ég ekki, því enginn bauð mér þangað, strák, sem ekki hafði kosningarétt. Nú hófst brátt fundur. Frambjóðendurnir 4, tveir af hvorum flokki töluðu fyrst. Ég man ekki í hvaða röð þeir komu, því hefur sýslumaður okkar auðvitað ráðið, því hann stýrði þess- ari athöfn allri, enda þótt hann væri sjálfur frambjóð- andi. Þeir lýstu auðvitað stefnu sinni í landsmálum eins og þau lágu við augum rnanna þá. Lofuðu að fylgja þessu og hafna hinu, alveg eins og verið hefur á hin- urn síðustu og verstu árum — til gamans sagt. Flver frambjóðandi mátti hafa einn meðmælanda, en mig minnir, að þeir hefðu mikið styttri tíma, líklega aðeins 10 mín. Meðmælendur þeirra Jóhannesar sýslu- manns og séra Einars í Hofteigi voru: Séra Björn Þor- láksson á Dvergasteini og Eiríkur Guðmundsson á Brú á Jökuldal. Séra Björn notaði víst meiri partinn af tíma þeirra, og notaði hann mest til að deila á frambjóðend- ur andstæðinganna, en Eiríkur á Brú talaði stutt, og 50 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.