Heima er bezt - 01.02.1961, Side 16

Heima er bezt - 01.02.1961, Side 16
Svo niikið er víst, að hann dró fána að hún á Foss- völlum að lokinni kosningu 1903 til rninja um það, að nú hefði hann og hans rnenn að lokum unnið sigur þar. En þeir höfðu fallið undanfarin ár. Stefán var stórbrotinn athafna- og áhugamaður, sem vildi hvers manns vandræði leysa. Líklega helzt til mik- ið góðmenni af kaupmanni að vera. Þegar lokið var kosningu mun hafa verið komið fram undir vanalegan háttatíma í sveitum. Þess er áður getið að vatnavextir jietta vor urðu með ódæmum, og hafa aldrei náð því hámarki síðan. Rangá, sem við riðum um morguninn, var nú alveg óreið, en við höfðurn ferju og fórum á henni. Margir sundriðu hana á svokölluðu Bótarvaði. Þar var stutt yfir en djúpt, og góð aðstaða undan straum að austan. Pétur Sölvason bjó þá í Egilsseli í Fellum. ETann var athugull maður, greindur vel og gætinn. Hann vissi af snjóloftum á Rangá inn í heiði á fossum, sem þar eru í gili einu. Þeir, sem þurftu yfir ána, leituðu nú til Péturs, en hann kvað nú eina ráðið að ríða inn alla heiði, því snjó- loft mundu örugg á fossunum. Nú gerðu þeir svo, en er þangað kom vorij snjóloftin öll farin. Þá urðu þeir að fara niður með allri á aftur, sem er löng leið. Þeir komu ekki niður fyrir fjall fyrr en urn fótaferðartíma, en þá var svo niðursett vatnið í Rangá, að þeir gátu riðið hana á eyrunum út af Egilsseli. Þetta kvöld var sagt, að Jökulsá á Dal hefði skvett upp í brúna, sem þá var á henni dálítið neðar í gilinu, en sú brú, sem nú er. Hún gerði það ekki, er ég fór þar yfir, en gæti hafa gert það seinna um nóttina. Þetta vor steig Lagarfljót svo hátt, að það hefur aldrei komizt í námunda við það á þessari öld. Komi slíkur vöxtur fyrir nú eða hækkun í Lagarfljóti mundi það þekja brúna, sem nú er á fljótinu með um eins eða tveggja feta djúpu vatni. Hvað yrði þá urn samgöngur á Egilsstaðanesi. Akrana hans Sveins, vinar míns, flug- völlinn og fleira. Eg get þessa nú hér á prenti, einkum vegna þess, að í mörg ár hef ég engan fengið áheyranda að þessurn sannindum. Ungu mennirnir allir halda, að hér sé um skrunt eða Ivgi að ræða, og þó þetta kunni að hafa skeð fyrir 50 árum, þá kemur það aldrei aftur, segja þeir. En því er verr, að sagan endurtekur sig. Sleppum því, en nú skal víkja að smáatriðum við kosninguna. Bónda einunt fipaðist að nefna annan manninn, varð þá góður granni að minna hann á. Um það var sagt: Maður kom á Mósa, og mundi ekki hvern hann átti að kjósa. Ég man ekki framhaldið, en þetta sýnir, að' þá var reynt að leiða einstaklinga á kjörstáð, og segja þeim hversu verja skyldi atkvæðinu. Um það bil tíu árunt fyrr fluttu bláfátæk hjón upp á Jökuldalsheiði af rýrðarkoti í Eiðaþinghá, þegar leið margra lá til gósenlandanna í Ameríku. Bóndi sá átti eina þrjá hesta, en þeir \*oru aðeins undir fólkið, konu og þrjú börn. Búslóðin var að vísu lítil, en undir hana varð hann að fá lánaða hesta og þá líka fylgd bæ frá bæ eða helzt nokkrar bæjarleiðir í senn. Hann kom í þessari ferð sinni í Hofteig til séra Einars Þórðarsonar, sem þá var nýkominn þangað, bað hann nú prest um fylgd og hesta undir pjönkurnar. Prestur hafði þá talað margt um gæði Ameríku, og sagt, að þar þyrfti nú ekki að vera að högta um sveitir á hestum, þar væri ferðazt með járnbrautum. Hann lét nú samt í té bezta beina og fylgd, eins og óskað var eftir eða meira. Bóndi tók nú þetta tal prests samt þannig, að hann hefði viljað segja: Nær væri þér að fara til Ameríku, heldur en upp í heiðina hérna og lenda svo von bráðar á sveitina. Þessi bóndi sótti nú kjörfundinn á Fossvöllum 1903 um langan og lítt greiðan veg. Hann kaus samt ekki sinn ágæta sóknarprest eða sýslumann, heldur andstæð- inga þeirra. Ég man líka eftir öðrum bónda úr Heið- inni, sem ég heyrði kjósa, og undraðist, að hann kaus ekki séra Einar, sem mun þó hafa haft almenningshylli, enda mikill áhugamaður um framfarir. Hann mun hafa átt frumkvæði, að stofnun Búnaðarsambands Austur- lands, og var fyrsti formaður þess. Ég dáði karlana úr Heiðinni fyrir dómgreind þeirra, og réttsýni, því ég var aldrei Valtýingur. Næst þegar presturinn í Hofteigi hitti fátæka bónd- ann í heiðinni, sem nú var raunar tekinn að rísa mikið á legg, við skulum segja, að það hafi verið í húsvitjun um veturinn. Þá vék prestur að því, hvers vegna hann hefði ekki viljað gefa sér atkvæði í vor á Fossvöllum. Ja, það gerði nú ræðan, sem þú hélzt yfir mér um Ameríku, vorið sem ég flutti hérna í heiðina. Því má svo við bæta, að bóndi þessi keypti stórbýlið Brú á Jökuldal, og bjó þar stórbúi alllengi. Hann mun þó hafa fengið jörðina með vægu verði, því aðdráttar- erfiðleikar voru þyrnir í augum flestra um þær mund- ir, svo ekki var mjög sælzt eftir slíkum afdalajörðum, þótt landkostir og landrými væri með ágætum. Nær væri Halldóri Kiljan að skrifa sögu um svona rnenn, heldur en þá, sem fljúga vestur og gerast mor- mónar þar, og koma svo heim til að láta hýða sig. Bréfaskipti Guðrún Sigriður Valdimarsdótlir, Akurhóli, Grenivík, S.- Þing., óskar að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 9—11 ára, helzt í Reykjavík. Kristín Jónsdóttir, Ártúni, Kaldakinn, S.-Þing., óskar eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 10—12 ára. Mynd fylgi. Matthildur Einarsdóttir, Brekku, Fáskrúðsfirði, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilta á aldrinum 14—16 ára. 52 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.