Heima er bezt - 01.02.1961, Qupperneq 18
Þegar aldur færðist yfir Markús, varð hann blindur,
og lifði þannig mörg ár. Eg kom til hans eitt sinn hin
síðustu ár, er hann lifði. Hann talaði margt við mig,
sem ég flestu hef gleymt, því miður. En enn þá stendur
mér þessi blindi víkingur lifandi fyrir hugskotsaugum,
titrandi af lífsþrá og löngun til starfa, en bundinn af
elli og sjónleysi, og örsnauður og vinafár. „Sá er löng-
um endir á, íslendingasögum".
Eg ætla nú að reyna að lýsa nokkuð kynnum mínum
af skútulífi á Patreksfirði á árunum 1908—13. Vera má
að einhverjir telji sig vita betur, og vilji afsanna það,
er ég segi (þetta segi ég af gefnu tilefni) lízt mér þá
ráð að þeir inir sömu skrifi um sína reynslu, en lofi
mér að vera í friði með mínar endurminningar.
Það var haustið, eftir að ég fermdist um vorið
(1907), að faðir minn kom að máli við mig og spurði,
hvort ég treysti mér til að fara „til sjós“ á þilskip. Eg
var nokkuð þroskaður að líkamsburðum eftir aldri, en
hafði aldrei stundað sjó, varla að ég hefði fengið að
fljóta með fram fyrir landsteinana, þegar róið var
heima, til að afla soðfiskjar. Og heiman að til útróðra
hafði ég aldrei fengið að fara, heldur verið hafður við
fjárgæzlu, þegar faðir minn og tvíburabróðir voru í
Kollsvíkurveri. En þá réru Barðstrendingar þar al-
mennt. En ég hikaði lítið með svarið: „Ég treysti mér
ágætlega til þess.“ Og þar með var ferð mín ráðin.
Næst þegar faðir minn fór á „Eyrar“ réði hann mig á
þilskipið Pollux frá Vatneyri. Veturinn leið í tilhlökk-
un fyrir mér, og hann var langur veturinn sá. En loks
þegar jaktaboðin komu, stóð svo á fyrir mér, að ég
hafði fengið kuldabólgu aftan á bæði hælbein. Þröngir
leiðurskór höfðu svo étið sár á hælbeinin, og ég var ekki
ferðafær. Sárin greru illa, sama hverra ráða leitað var,
það voru lögð við þetta svonefnd „tólgarbréf“ (gömul
dagblöð vætt í bráðinni tólg) og tófuhár, sem var þó
talið einstaklega gott ofan í kalsár, hafði ekkert að
segja. „Skollaeldur,“ sem var annað bezta húsráðið, sem
þekktist við kalsárum, var náttúrlega ekki til svona um
háveturinn. Lolcs var ég svo látinn liggja í bælinu, og
sárin þvegin úr köldu vatni oft á dag, og þá fór þetta
nú að gróa.
Það er enganveginn of mikið sagt, að ég hafi verið
í slæmu skapi meðan sár mín voru að gróa. Ég var blátt
áfram reiður við allt og alla, því eftir öllum guðs og
manna lögum, hefði ég átt að vera komin út á haf á
þilskipi, farinn að draga fisk, éta rúsínugraut og skips-
kex og drekka kakó, sem ég hafði heyrt að væri engu
lakara en súkkulaði. En slíkan goðadrykk hafði ég
aldrei bragðað, en súkkulaði þótti mér gott, en það var
nú ekki hversdags drykkur í sveitinni í þá daga. Ef
yngra fólkið skyldi nokkurn tímann lesa þessar endur-
minningar mínar, þá get ég fullvissað það um, að á
þeim árum flæktust matarleifar ekki á borðum eða hill-
um, og því síður var þeim kastað. Þurfti þó ekkert að
vera naumt skammtað til þess, því að foreldrar og aðrir
húsbændur sáu um, að unglingarnir hefðu næga hreyf-
ingu til að örva meltinguna, enda mikið borðað af
grautum, sem ekki loddu nema takmarkaðan tíma í
maganum á manni.
Um veturinn hafði faðir minn látið sauma mér sjó-
klæði úr vel eltum lambskinnum. Þetta leit mjög vel út,
en svo voru klæðin olíuborin og urðu þá hörð og and-
styggileg meðferðar. Þá var almennt farið að nota olíu-
borin sjóklæði úr lérefti. Þessi sjóbúningur minn var
mér því til stórleiðinda, því að skipsfélagar mínir
höfðu hann í skimpingum, og maður var hörundsár
fyrir slíku, en leðurstígvél hafði ég sem aðrir menn og
sjóhatt. Þessi eltiskinns-hlífðarföt hefðu verið ágæt
hefðu þau ekki ofharðnað, en ég varð líkari eintrján-
ingi, þegar ég var kominn í þau, og ekki tók ég í mál
að nota þau, nema fyrstu vertíðina mína. Aður fyrr
notuðu sveitamenn, er voru á þilskipum, eingöngu
sjóklæði úr sauðskinnum „brækur og stakka“, sumir
jafnvel skinnsokka. Bjarni Thorarensen skipstjóri sagði
eitt sinn við einn háseta sinn, er kom á þilfar til fiski-
dráttar á leðurskóm einum: „Hvað vilt þú upp á dekk,
dorníngalaus og allslaus“. Bendir þetta til, að skinn-
sokkar (sem sumir kölluðu dornínga, af hverju sem það
hefur nú verið dregið), hafi verið algengir á skipstjóra-
tíð Bjarna þessa, rétt fyrir aldamótin.
Þá bjó á Haukabergi Einar Ebenezerson, hann var
ráðinn á sama skip frá Vatneyri og ég, en vegna heimil-
isástæðna ekki getað farið fyrstu veiðiförina, en um
það leyti, er ég var algróinn sára minna ætlaði Einar að
fara, og var hann beðinn að líta eftir mér á leiðinni
vestur, og eins á skipinu. Við Einar vorum skyldir. Afi
minn og móðir hans voru systkini. Við lögðum af stað
á Kleifaheiði snemma dags, pjönkur okkar voru reiddar
upp á heiðina, en þaðan bárum við þær, enda voru þær
ekki þungar, því að mest af farangfi okkar var áður
komið vestur.
Nú hittum við svo á, að skipið okkar var ekki komið
inn úr veiðiförinni, en venjulega tók ein veiðiför 3—4
vikur. Við fórum því strax að hitta „faktorinn“. Það
var Ólafur Jóhannesson faðir þeirra Vatneyrarbræðra,
en svonefnt Milljónafélag átti bæði skipin og verzlun-
ina á Vatneyri. Mig minnir, að þetta vor, væru gjörð
þaðan út 5 þilskip, öll frekar lítil.
Ólafur tók okkur ljúfmannlega, og vísaði okkur til
gistingar hjá hjónum, upp á svonefndu Klifi. Bóndinn
hét Ari, hann var formaður á árabáti, er hann átti, og
hélt venjulega út frá svonefndum Hlíðardal nokkru
utar í firðinum, konan hét Guðbjörg, myndarkona.
Bæði voru þau kennd við Klifið. Okkur leið þarna
ágætlega, og daginn eftir vorum við settir í að bera
grjót á handbörum. LTr því voru gerðir fiskþurrkun-
arreitir. Mér fannst það leiðinlegt starf og erfitt. Eftir
hádegið kom Ólafur faktor og leit á verkið. Hann varð
þungur á brúnina, þegar hann sá, hvað Einar lét mikið
á börurnar, og sagði í höstum róm: „Því læturðu svona
á börurnar, maður, veiztu ekki, að það er barn, sem
ber á rnóti þér,“ og bætti svo við nokkuð mildari, „ekki
vil ég, að drengurinn sé drepinn fyrsta daginn, sem
hann vinnur hjá mér.“ Mér reyndist Ólafur Jóhannes-
54 Heima er bezt