Heima er bezt - 01.02.1961, Side 20

Heima er bezt - 01.02.1961, Side 20
Veíur í eyfum Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við baugunum, á sér hár hún er að greiða upp úr bárulaugunum. Sig. Breiðfjörð. etta fagra stef eftir Sigurð Breiðfjörð, lýsir kvöldfegurð við Breiðafjörð, en |rar er hún óglevmanlee'. Á kyrrum vorkvöldum er unaðs- legt „út við eyjar blár“. Eyjarnar á Breiðafirði eru dreifðar um allan fjörðinn innanverðan, en skiptast þó aðallega í tvær þyrpingar eða hópa, sem nefnast Vestur-eyjar og Suður-eyjar. — Sextíu og sjö eyjar rnunu hafa verið í byggð þegar bezt var og í sumum eyjum margbýli eins og t. d. í Bjarneyjum, Höskulds- ev og Skálevjum. í Breiðafjarðareyjum hefur jafnan verið mikil bú- sæld og hlunnindi, svo sem: Selveiði, dúntekja, fugla- tekja og útræði á rneðan fiskisælt var á Breiðafirði. Um vor og sumartíma er mikið líf í eyjunum. Um varptímann rná segja, að eyjarnar séu friðhelgar. Eng- inn leyfir sér að stíga að ó'pörfu á land í annarra eyj- um. Það getur styggt æðarfuglinn og spillt varpinu. Segja má að æðarfuglinn í hverri eyju sé eins og búfé bænda á landjörðum. Svipuð tala hreiðra er í hverri eyju vor eftir vor, ef ekkert sérstakt hendir, sem áhrif hefur á fjölgun eða fækkun. Á meðan eyjarnar voru fjölbyggðar, var urn heyannatímann fólkinu dreift við heyskapinn í úteyjum, þegar lokið var túnaslætti í heimaeyjum. Mátti þá sjá tjöld og galta í hverri slægna- ey. Minnstu hólmarnir voru oft ekki slegnir, heldur beittir að haustinu. Sumum byggðum eyjum fvlgdu — og fylgir enn — mikill fjöldi óbyggðra eyja, hólma og dranga. Látrum í Vestur-eyjum fvlgja t. d. um 300 eyjar og hólmar með grasi, sem sjór fellur ekki yfir. Áuk þess er mikill fjöldi skerja og flúða, sem upp koma unr fjöru, og má um fjöru vel gera sér hugmynd um, hvernig landslagi var háttað áður en Breiðafjörður seig í sjó. — Svona er fegurð, frjósemi, fjör og líf í Breiðafjarðareyjum um vor, sumar og haust, en mildl breyting verður á öllu, er vetrarharka leggst yfir fjörð- inn. — Þá er eins og allt yndi evjanna helfrjósi og inni- lokun og einangrun kernur í stað ólgandi lífs og sól- blikandi sunda. Sigling um fjörðinn verður hættuleg, vegna ísreks, og oft leggur innfirði, svo sent Hvamrns- fjörð og Gilsfjörð og íshella og isrek lokar öllunr venjulegum siglingaleiðum, svo vikum skiptir. Er þá hvorki bátfært eða á ísum gangandi. Eru þá allar sam- göngur lokaðar milli eyja innbyrðis og milli lands og eyja. Hér á eftir vil ég rekja nokkrar sagnir frá Breiða- firði, þegar „vetnr er í eyjumíl. Fyrstu söguna nefni ég: ísrek á höfninni i Stykkishólmi. I rtiman aldarfjórðung, sem ég átti heima í Stykkis- hólmi, kom aldrei reglulega harður vetur, en þó lagði oft innfirði og eyjasund, svo að ísrek var á skipaleið-

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.