Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 23
Svo er að sjá sem Helga hafi ekki viljað leyfa þeim hjúum að fara út í Rauðseyjar, en hún var ráðskona, eins og fyrr segir, og átti að stjórna heimilinu. Þau Einar og Hólmfríður tóku nú ráð sín saman, hvernig þau gætu neytt Helgu til að veita þeim fararleyfi. Sagt er að Einar hafi fyrst viljandi 'brotið heynálina og þá einu reku, er til var, og vildi fara með þetta út í Rauðseyjar til aðgerðar. Ekki þótti Helgu þetta næg ástæða. Henni þótti þetta ekki nógu brýnt erindi um hávetur. Þá tóku þau hjúin það ráð að drepa eldinn. Voru engin tæki í eyjunum til eldkveikju. Buðust þau Einar og Hólmfríður nú til að sækja eldinn út í Rauðs- eyjar. Lögðu þau af stað á öskudaginn í góðu veðri og lentu í Rauðseyjum um kvöldið og sögðu erindi sín. Helga varð ein eftir í Ólafseyjum. Um nóttina rak á stórhríð. Hélzt hríðarveðrið á sjö- undu viku. Aldrei varð heldur á sjó komizt vegna ís- reks, en þó varð ekki gengt milli evja. Sátu þau Einar og Hólmfríður veðurteppt í Rauðseyjum allan þennan tíma. Sagt er að Einar bónda í Rauðseyjum hafi grun- að að allt væri ekki með felldu um ferðir þeirra Hólm- fríðar og Einars og hafi hann oft veitt þeirn þungar ávítur fyrir tiltæki þeirra. Þótti þeim hart undir að búa. Eftir sex vikur rúmar, fór ísinn að leysa sundur, svo að bátfært varð milli eyja. Réðst þá Einar til ferðar á vel mönnuðum bát. Voru þau með í förinni Hólmfríð- ur og Einar. Hafði Einar bóndi í Rauðseyjum með sér alls konar sælgæti, til að gæða Helgu á, ef hún væri lifandi. En nú víkur sögunni til Helgu. Henni brá, er hríð- ina gerði og ísalögin. Hún var einmana á umflotnu landi, langt frá öllum mannabyggðum, og gat hvorki matreitt sér við eld bita eða sopa, né kveikt Ijós á kvöld- um eða á nóttum. Þar við bættist sú þraut að vanta bæði heynál og reku. Varð hún að reyta heyið með tómum höndunum fyrir gripina og sækja vatn handa þeim í stórhríðum. Það jók líka á erfiðleikana að hafa enga reku til að moka með fjósið og snjó frá húsum. Hún lét þó eigi hugfallast. Strax morguninn eftir, að þau Einar og Hólmfríður höfðu yfirgefið hana, fór hún að gefa nautgripunum og ljúka við önnur útiverk. Hafði hún ekki lokið því, fyrr en komið var að nátt- málum. Svona hélt hún áfram allan tímann og oft var hún nær því að þrotum komin, af þreytu, næturvök- um og leiðindum. Einhvern dag, þegar aðeins birti upp hríðina, þóttist hún sjá mann koma gangandi á ísnum frá Hóley, en hún er skammt fyrir framan Bæjareyna. Virtist henni þessi maður stefna ofanvert á eyna og benda henni að koma, en hún skeytti því engu af því að hún þóttist vita, að þetta gæti ekki verið mennskur maður. Virtist henni maðurinn hverfa undir eyna. Ekki er ólíklegt, að Hclga hafi þá verið farin að sjá ofsjónir, lémagna af Höfuðbólið Skarð á Skarðsströnd. næturvökum og þreytu. Hafði hún líka hcvrt áður, að maður hefði verið heygður í svonefndum Andrahaus á eynni ekki löngu áður. Stóð þessi mannsmynd Helgu fyrir hugskotssjónum eftir þetta, einkum er dimma tók á kvöldum og um nætur eftir að hún var háttuð. Þegar ísinn tók að greiðast í sundur, horfði Helga á hverjum degi út til Rauðsevja, og loksins kom hún einn daginn auga á bát, sem var á leið til hennar. Þótt- ist hún þá vita að þetta væru Rauðseyingar. Varð hún fegnari en frá megi segja. Gekk hún niður til sjávar, er báturinn lenti. Kallaði Einar bóndi þá til hennar og mælti: „Lifandi ertu þó, Helga.“ „Já fyrir guðs náð, en ekki manna,“ svaraði Helga. „Veiztu hvaða dagur er í dag?“ „Já, það er skírdagur,“ svaraði Helga. F.inari bónda þótti það furðulegt, að Helga skyldi vera lifandi og ótrufluð eftir allan þennan erfiða og langa tíma. Allar skepnurnar voru vel útlítandi. Um vorið, er Magnús sýslumaður hevrði söguna af hjúum sínum, lofaði hann mjög dugnað Helgu, en sagði þeim Hólmfríði og Einari upp vistinni. Ekki náði Hólmfríður í Halldór í Rauðseyjum, því að hann vildi ekki við henni líta eftir þessa óláns-för hennar. Bæði giftust þessi hjú og voru búsett þarna á Skarðsströnd- inni, en þóttu lánlítil. Sýslumaður gaf Helgu ísaksdóttur góð klæði og vildi á allan hátt gera hlut hennar sem beztan, en hún hafði enga ánægju af góðum klæðnaði eða skarti, því að eftir þrautirnar í Ólafseyjum naut hún sín aldrei, en varð mjög einræn og fáskiptin. Hú dó á Skarði hjá Skúla sýslumanni syni Magnúsar Ketilssonar. Eftir þetta var vetrarfólk í Ólafseyjum jafnan látið vera þar bátlaust. Stefán Jónsson. Hehna er bezt 59'

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.