Heima er bezt - 01.02.1961, Qupperneq 24
í þetta sinn birtist dægurlagaþátturinn í nokkuð
breyttu formi. Óskir lesenda í bréfum eru lagðar til
hliðar í svipinn, en birt verða hér nokkur ljóð, sem voru
í miklu dálæti hjá æskulýð íslands fyrir tveimur til
þremur áratugum.
Birtist þá hér fyrst ljóð, sem nefnt var: „Kom
draumanótt11. Höfundur ljóðsins er Jón heitinn frá
Ljárskógum, en lagið er eftir Foster.
Jón frá Ljárskógum var ágætt ljóðskáld og frábær
söngmaður. Telja rnargir að hann hafi átt fegurstu
bassarödd hér á landi á sinni tíð. M. A. kvartettinn,
sem frægur var á þeim árum, var skipaður fjórum úr-
vals söngvurum, sem bvrjuðu að syngja saman, er þeir
voru í Menntaskólanum á Akureyri. Þessir fjórmenn-
ingar voru: Jón frá Ljárskógum, Jakob Hafstein og
bræður tveir frá Hæli, Steinþór og Þorgeir Gestssynir.
Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys,
hnígur að ægi gullið röðulblys.
Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd
og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd.
Eg er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró. —
Kom, draunlanótt, með fangið fullt af friði og ró!
Syngdu mig inn í svefninn, ljúfi blær!
Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær.
Draumgyðjan ljúfa! ljá mér vinarhönd,
og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd.
Ég er þrevttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró. —
Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró!
Næst er hér lítið ljóð eftir þjóðskáldið Davíð Stef-
ánsson frá Fagraskógi. Veit ég að mörgu fullorðnu
fólki er það minnisstætt, er þetta hugljúfa ljóð var
fyrst sungið í útvarp. Hér birtist þá ljóðið: „Þii komst
i hlaðið“.
Þú komst í hlaðið á hvítum hesti,
þú komst með vor í augum þér.
Ég söng og fagnaði góðum gesti
og gaf þér hjartað í brjósti mér.
Ég heyri álengdar hófadyninn,
ég horfi langt á eftir þér.
Og bjart er alltaf um bezta vininn
og blítt er nafn hans á vörum mér.
Þótt líði dagar og líði nætur,
má lengi rekja gömul spor.
Þótt kuldinn næði um daladætur,
þær dreymir allar um sól og vor.
Að lokurn er hér ljóð, sem mikið var sungið við svif-
léttan „tango“. Það heitir „Suður um höfin“. Höfund-
ur er mér ekki kunnur, en þar sem Ijóðið er prentað,
standa við það stafirnir Sk. S.
Suður um höfin að sólgylltri strönd-
sigldi ég fleyi mínu til að kanna ókunn lönd,
og rneðan ég lifi, ei bresta þau bönd,
sem bundið mig hafa við suðræna strönd.
Hún kom sem engill af himni til mín,
heillandi eins og þegar sólin björt í heiði skín,
og yndisleg voru þau ævintýr mín,
og yndisleg voru hin freyðandi vín.
Þegar dagur var kominn að kveldi,
þá var kátt yfir börnum lands,
þá var veizla hjá innfæddra eldi
og allir stigu villtan dans.
Suður um höfin að sólgylltri strönd
svífur minn hugur, þegar kólna fer um heimalönd,
og rneðan ég lifi ei bresta þau bönd,
sem bundið mig hafa við suðræna strönd.
Þetta litla sýnishorn af léttum sönghæfum ljóðum,
sem mjög voru vinsæl í æsku þeirra, sem nú eru mið-
aldra, sýna það að fegurð Ijóða og laga, sem vinsælust
voru á þeirri tíð, voru ekki síðri en nú. Þessi ljóð, sem
ég birti hér frá fyrri tíð, eru heldur ekki dægurlög í
venjulegri merkingu þess orðs, nenra þá helzt „Suður
um höfinlí, en þau eru svo hugljúf og lokkandi, að hver
söngvinn unglingur lærði þau strax, þar sem líka Ijóð
ogf lög féllu vel saman.
ö , , ,
I næsta blaði korna svo að nýju oska-ljoðin.
Stefán Jónsson.
JAKTABOÐ
Framhald af bls. 55. •
Eiríkur Kristófersson, sem verið hefur skipherra á
varðskipinu Þór nú í fjöldamörg ár, en þetta var hans
fyrsta sjóferð á þilskipi. Við Eiríkur vorum að mestu
jafnaldrar, en hann nokkrum mánuðum eldri. Þá var
þar Hjalti Þorgeirsson, frá Sjöundá, orðlagt hraust-
menni á yngri árum, en gjörðist nú gamlaður, enda var
þetta hans síðasta vertíð á þilskipum. Hjalti var ágætis
karl, og vakti oft kátínu meðal skipsmanna, hann var
smámæltur mjög. Hann vildi leiðbeina okkur græningj-
unum um sjómennsku, en kunni þó harla lítið til henn-
ar sjálfur, t. d. þekkti ekki á áttavita. „Það var þó mun-
ur,“ sagði Hjalti, „þegar maður var á jöktunum í gamla
daga, þá gat maður stýrt eftir flau, sem var á stönginni,
en þessir bannsettu kompásar, þeir eru aldrei kyrrir í
sama stað, og ómögulegt að átta sig á þeim.“
60 Heima er bezt