Heima er bezt - 01.02.1961, Page 26

Heima er bezt - 01.02.1961, Page 26
„Ég veit það ekki, en ég vona að það verði mjög bráðlega.“ Sýslumaður lítur glettnislega á dóttur sína og segir: „Hlakkar þú ekki til, Elsa mín? Ungur menntamaður frá höfuðborginni! Kannske gefur þú honum blóm í barminn úr garðinum þínum, þegar þau eru full- þroska!" „Ef ég tími þá að slíta þau upp. En það er gott, að þú ert búinn að ráða til þín aðstoðarmann, ég sam- gleðst þér, pabbi minn.“ „Ég þakka þér fyrir það, góða mín. Það hlýtur að vera okkur öllum fagnaðarefni að fá þennan unga mann hingað að Grund.“ Sýslumannsfjölskyldan ræðir málið ekkert frekar að sinni. Gróðursetningu blómanna er lokið, og mæðgurn- ar ganga inn í húsið ásamt sýslumanninum. il Nýi fulltrúinn. Pálmi lögfræðingur Þórðarson ekur nýrri fjögurra manna bifreið heim að sýslumannssetrinu að Grund. Bifreiðin er gjöf, sem faðir hans færði honum að skiln- aði við brottför hans að heiman. Pálmi hefur aldrei fyrr komið að Grund, og glæsilegt sveitasetrið sveipað feg- urð vorsins vekur hrifningu hans. Hann hefur séð Arna sýslumann nokkrum sinnum á heimili foreldra sinna, og veit að hann er mikill vinur föður síns, en annað þekkir hann ekki af heimilisfólkinu á Grund. Pálmi er ungur maður, hár vexti og grannvaxinn. Hann er fölur yfirlitum, og útlit hans ber þess glögg merki, að hann hefur ekki þjálfað líkama sinn með erfiðisvinnu. Hann náði að lokum sæmilegu lögfræði- prófi, en námið sóttist honum fremur seint. Hann levfði sér sem sé jafnframt að njóta gleðinnar að ýms- um þeim leiðurn, sem töfðu fyrir námi hans. En tak- markinu náði hann þó um síðir, og nú er hann að hefja starf sitt sem sýslumannsfulltrúi. Hann var tregur í fyrstu að yfirgefa höfuðborgina með öllum sínum fjölþættu lystisemdum, og gerast starfsmaður úti í sveit, en vilji föður hans varð að ráða. Þórður heildsali vildi fyrir hvern mun koma syni sín- um burt úr glaumi borgarinnar, og það sem lengst. Bif- reiðina gaf hann honum til þess að hann gæti ferðazt á henni í frístundum sínum og skoðað sveitina. Pálmi hefur líka sjálfur fullan hug á því að ferðast og njóta lífsins í hinu nýja umhverfi, eftir því sem föng eru á, og ef til vill kynni sveitin einnig að geta fært honurn einhver ævintýri. Pálmi er kominn heim að Grund og stöðvar bifreið- ina. Arni sýslumaður gengur þegar út til móts við hinn nýja starfsmann sinn og fagnar honum af innileik. „Þú kemur hingað í nýrri bifreið, sé ég,“ segir sýslumaður brosandi. „Áttu hana sjálfur?“ „Já, pabbi færði mér hana að gjöf nýlega. Hann vildi að ég gæti notið þess að skoða mig um í sveitinni, þeg- ar tækifæri gæfist.“ „Það var honum líkt. Hann veit sem er, að ég kann ekki á bifreið og á þarafleiðandi enga. Þú ættir líka að geta veitt þér það að skoða þig um í sveitinni.“ „Ég er bara alveg ókunnugur hér um slóðir.“ Glettni bregður fyrir í svip sýslumannsins. „O, þú eignast brátt ferðafélaga, sem vísar þér veginn um sveitina.“ Pálmi brosir. „Þú spáir vel um það, Árni sýslu- maður.“ „Já, ég spái vel um komu þína hingað að Grund, Pálmi. Gerðu svo vel og gakktu í bæinn.“ Pálrni tekur farangur sinn úr bifreiðinni og fylgist síðan með sýslumanninum inn í húsið. Dagurinn líður síðan að mestu í samræðum hans við sýslumann. Þeir ræða um embættið, og sýslumaður skýrir nýja starfs- manninum frá ýmsum verkefnum, sem muni bíða hans. Vorkvöldið færist yfir. Pálmi hefur lokið kvöldverði og gengur síðan út úr húsinu. Enn hefur hann ekkert litazt um á Grund, en heillandi kyrrð kvöldsins býður tilvalið tækifæri til að skoða fegurð staðarins. Hann gengur hægt umhverfis húsið og virðir fyrir sér reisu- lega bygginguna. Allt ber þar vitni um auð og hagsýni, en jafnframt snyrtimennsku. Pálmi kemur að hliði blómagarðsins sunnan við húsið og nemur þar staðar. Ung stúlka krýpur við eitt blóma- beðið í garðinum og fer mjúkum höndum um ungan gróður og er auðsjáanlega að hlúa að rótum hans. Hún er svo niðursokkin í starf sitt, að hún veitir Pálma enga eftirtekt í fyrstu, en hann stendur kyrr og virðir hana fyrir sér. Elsa, dóttir Árna sýslumanns! Þau höfðu verið kynnt hvort öðru fyrr um daginn. Ung og falleg, og sjálfsagt saklaust sveitabarn. Það gæti orðið nógu garnan að kynnast, eignast ævintýri með henni í sveitinni fögru. Pálmi brosir. — „Þú eignast brátt ferðafélaga," — sagði sýslumaðurinn við hann í dag. Ef til vill hefur hann þá átt við dóttur sína. Pálmi getur ekki farið á brott án þess að ávarpa hana. Elsa krýpur enn við blómabeðið, líkust töfradís úr vorsins veldi, og Pálmi er snortinn nýjum kenndum. Hann gengur að hliði blómagarðsins og segir léttilega: „Þið ræktið rnikið af blómum hér á Grund. Þessi garð- ur er eins og fegurstu skrúðgarðar höfuðborgarinnar.“ Elsa rís á fætur og lítur á Pálma. „Já, blóm hafa ekki síður vaxtarskilyrði hérna í sveitinni en í höfuðborg- inni.“ „Nei, það er víst um það. Hefur þú komið oft til Reykjavíkur?“ „Aldrei!“ „Svo þú ert þá kannske alger sveitastúlka?“ „Já, það má með sanni segja!“ „Langar þig þá ekki til að sjá höfuðborgina?“ „Jú, ekki neita ég því, og foreldrar mínir hafa oft boðið mér að fara suður til Reykjavíkur, en ég hef alltaf frestað því.“ „Ég hef verið að skoða mig um hér á Grund í kvöld, og mér þykir mjög fallegt hérna. En mig langar til að sjá rneira af þessari sveit, áður en langt líður.“ 62 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.