Heima er bezt - 01.02.1961, Side 27

Heima er bezt - 01.02.1961, Side 27
„Þér ætti að vera það auðvelt.“ „Já, þarna á ég farartækið sjálfur.“ Pálmi bendir á gljáandi bifreið sína, sem stendur heima við híisið.“ „Þú ert bara svona ríkur!“ „Já, en mig vantar ferðafélaga, sem getur vísað mér veginn um þessa ókunnugu sveit.“ Hann brosir glettn- islega. „Þú hlýtur að geta fundið hann.“ „Má ég bjóða þér í ökuferð um svcitina núna bráð- lega?“ „Þakka þér fyrir boðið, við getum rætt uin það seinna.“ „En ekki taka ákvörðun um það núna?“ „Nei, ekki í kvöld.“ „Jæja, eins og þú vilt.“ Elsa hafði lokið starfi sínu í blómagarðinum og geno- ur út úr honum. Pálmi hefur einnig lokið kvöldgöngu sinni, og þau verða samferða inn í húsið. 1 forstofunni býður Elsa góða nótt og fer inn í baðklefann, en. Pálmi gengur til herbergis síns. Brosi bregður fyrir í svip hans. Glæsileg sýslumannsdóttir, en kannske nokkuð seintekin, þess meir spennandi að vinna hylli hennar. FJsa er snemma á fótunt daginn eftir. Hún hraðar sér ofan úr herbergi sínu og gengur inn í eldhúsið. Stína vinnustúlka er komin þangað til starfa og er að ljúka við að renna morgunkaffinu upp á könnuna. Elsa býður Stínu glaðlega góðan dag og sezt við eldhúsborð- ið. Stína tekur fram bollapör- og raðar þeim á borðið, nú hefur hún einum fleira en áður. Elsa fylgist með starfi hennar og segir brosandi: „Já, Stína mín, nú er einum fleira við borðið á Grund en verið hefur. Hvernig lízt þér á þennan nýja fulltriia?“ „Ég veitti honum litla athygli í gær, því sannast að segja er ég blóðfeimin við hann. — En hvernig lízt þér á hann?“ „Svona engan veginn, en mér lízt ágætlega á bifreið- ina hans.“ „Já, sá ætti að geta ferðazt um landið.“ „Kannske býður hann okkur í ökuferð í sumar.“ „Nei, ekki mér.“ „Nú, því ekki þér, en mér eitchvað frekar?“ „Já, það er sitthvað annað að vera sýslumannsdóttir eða óbrotin vinnukona, Elsa mín!“ „Ja, hvað er að heyra! Sýslumannsdóttirin getur stað- ið hinni „óbrotnu vinnukonu“ langt að baki, og ekki finn ég mig ncitt meiri, þó pabbi hafi þessa stöðu í þjóðfélaginu. En það stóð svo sem ekki á því, að þessi nýi fulltrúi byði mér í ökuferð með sér. Hann gerði það strax í kvöld!“ „Þú hefur líklcga þcgið boðið?“ „Ég ákvað ekkert um það. Og sannast að segja, með fullri virðingu fyrir fulltrúanum og bifreið hans, vildi ég miklu fremur söðla hann Sóta minn og skeiða á hon- um eitthvað út í faðm náttúrunnar, heldur en aka ein í bifreið með ókunnugum manni, þó hann sé sonur bezta vinar föður míns.“ Stína hellir kaffinu í bollann hjá Elsu og bvður henni að gera svo vel. Elsa byrjar að drekka kaffið og segir: „Ætlar þú ekki að setjast líka við borðið og drekka mér til samlætis, Stína mín?“ „Ég má ekki vera að því strax.“ „Þú hlvtur að mega gefa þér tíma til að drekka morgunkaffið þitt eins og aðrir.“ „Ég þarf að hafa allt tilbúið, þegar móðir þín kem- ur ofan.“ „Mér sýnist ekki standa neitt á verkunum hjá þér. Þú ferð nú líklega ekki að hafa einhver ósköp fyrir þessurn nýja fulltrúa." „Ég hef það eftir því sem móðir þín segir fyrir.“ „Já, auðvitað, og svo þegar nýi kaupamaðurinn kem- ur líka, þá verður nóg að gera hérna á Grund.“ „Veiztu hvaðan hann kemur?“ „Héðan úr næstu sveit. Pabbi á von á honurn innan fárra daga. En hvað sem öllum fulltrúum og kaupa- mönnum líður, þá seztu hérna við borðið og fáðu þér kaffi með mér.“ Stína stenzt ekki alúð Elsu og tekur sér sæti við borð- ið hjá henni. En þær hafa aðeins lokið úr bollunum, er eldhúshurðin ' opnast, og Helga sýslumannsfrú kemur inn til þeirra. „Góðan daginn, verði ykkur að góðu,“ segir hún. „Er morgunkaffið tilbtiið handa piltunum, Stína?“ Stína rís á fætur. „Já, frú Plelga, það er tilbúið." „Þá skaltu færa þeim kaffið upp í stofu. Þeir sitja þar.“ Stína byrjar að raða bollapörunum á bakka, en Elsa segir: „Því geta þeir ekki drukkið kaffið hérna í eldhúsinu, eins og venja er til?“ „Ég kann ekki við að bjóða nýja fulltrúanum það.“ „Jæja, skyldi það ekki renna eins vel ofan í hann, kaffið hérna við eldhúsborðið, eins og uppi í stofu?“ Frú Helga lítur með vandlætingarsvip á dóttur sína og segir: „Hvaða talsmáti er þetta í þér, Elsa? Eigin- lega hefðir þú átt að bera honum kaffið.“ „Það er velkomið, að ég létti því af Stínu, en mig langar ekkert til að færa honum kaffi.“ Frú Helga lítur enn alvarlegri á Elsu og segir fast- mælt: „Ég vil ekki heyra svona tal, Elsa!“ „Jæja, mamma mín, ég er líka á förum út í morg- undýrðina.“ Elsa rís á fætur og gengur brosandi út úr eldhúsinu. En frú Helga sezt við eldhúsborðið og drekkur morgunkaffið, allt annað en ánægð yfir svör- um dóttur sinnar. III. Fulltrúinn færir sig upp á skaftið. Pálmi fulltrúi hefur lokið fyrsta vinnudegi sínum á skrifstofu Árna sýslumanns. Þeir líta báðir með ánægju yfir unnin störf, loka skrifstofunni og ganga þaðan brott. Kvöldverðurinn bíður þeirra, framreiddur inni Heima er bezt 63

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.