Heima er bezt - 01.02.1961, Side 29

Heima er bezt - 01.02.1961, Side 29
ÞRÍTUGASTI OG ÁTTUNDI HLUTI Ásdís sagði að Kristján hefði/sagt að |>að gerði ekk- ert til þó að hún væri ekki kríthvít, hún yrði bara þyngri í vigtina. Hún yrði líka að flýta sér að koma henni af svo að hún gæti farið að raka ljána. „Hún stendur fyrir þér ullin. Þetta eru væn reyfi,“ sagði Valborg. „Það eru nú engar horreitur af ánum, sem við Krist- ján hirtum í félagi. Þú hefðir átt að sjá ullina í fyrra vor. Hún var mikil og anzi vel þvegin. Gerða gamla þvoði hana. Þá var nú farið svo vel með mig að ég fékk ekki að þvo ullina,“ sagði Ásdís hreykin. „Ojá, það er víst orðið minna um núna,“ vogaði \Talborg sér að segja. „Það ætlar að fara að færast í betra horf,“ sagði Ásdís, sæl og brosandi. Það mátti heita að það hyrfi aldrei bros af vörum hennar þessa daga. Feðgarnir komu heim með fyrra móti af engjunum, því það var alltaf sólskin og sunnan blástur og ullin þornaði næstum samstundis og hún var þvegin. Krist- ján lét hana í poka jafnóðum og hún þornaði en Hart- mann flýtti sér til bæjar og hitaði sér kaffi áður en hann kom ofan að hlóðunum. Sonur hans hafði ætlazt til þess að hann stæði til kvölds uppi í fjöllum í synd- andi for, kaffilaus, en það hafði hann nú bara látið sem hann heyrði ekki. Hann ætlaði ekki að láta ganga af sér dauðum með þrældómi. „Það er bágt að geta ekki komið kaffi til aumingja gamla mannsins fyrst honum þyldr það svona gott,“ sagði Valborg, þegar Hartmann var búinn að hita kaff- ið og kalla til þeirra að koma heim og fá sér sopa. „Þetta er ekkert annað en óvani, þessar bölvaðar kaffidrykkjur,“ sagði Kristján. Sarnt drakk hann kaffið. Svo var lagt af stað með ullina þegar hún var öll orð- in þurr. Kristján sagðist hálf skammast sín fyrir að koma með þennan „slatta“-skratta í kaupstaðinn eftir það innlegg, sem hann hefði haft undanfarin vor, en það yrði víst að venja sig við bölvaðan aumingjaskap- inn. „Það skal verða meira næsta vor,“ sagði Ásdís. Hún hafði hálfpartinn vonað að hann byði henni að ríða með ullarlestinni eins og hverri annarri húsmóður, en hann sagði bara að það væri víst orðin full þörf á því, að eitthvað yrði tekið til höndum við ljána þarna uppi í flóanum. Það væri sjálfsagt bezt að faðir hans rakaði með henni, svo kæmi hann nú með kaupakonuna í kvöld. Svo kastaði hann kveðju á allt sitt heimafólk og reið úr hlaði. Valborg sagðist öfunda þau af því að fara upp í flóann í þessu veðri. Þar hefði hún þó unnið margan skemmtilegan dag. Gamla konan bað hana blessaða að fara upp eftir með þeim. Hún sagðist mikið heldur vilja vera ein í bænum en vita af þeim tveim einum uppi í fjöllum. En Hartmann sagðist ætla að skreppa á sjó að gamni sínu. Ásdís yrði varla búin að raka alla ljána í kvöld þó dug- leg væri. Þær gætu „sett ofan“ með sér áður en þær færu á engjarnar. Kristján sá strax og hann sá heim að Hofi að nú væri Geirlaug ekki lengur ein í bænum. Það kófrauk út við lækinn þar sem ullin var þvegin vanalega og líka upp úr rörunum. Það setti að honum skjálfta þegar hann kom svo nálægt að hann sá tvo sláttumenn á túninu. Þeir höfðu áreiðanlega ekki byrjað þennan morguninn svo var slægjan orðin stór. Hann þekkti Leifa og Gerða var áreiðanlega við hlóðirnar. Hann sá að Stefán bóndi í Þúfum var á sínu túni, langt kom- inn með það skarfur sá. Hver skyldi þá sá nýi ábúandi vera. Hestarnir vildu heim að túnhliðinu þegar þeir komu nær. Þá lcom há kona í ljós heima á hlaðinu. Hún gekk út að læknurn. Hann var fljótur að þekkja þetta virðulega göngulag tengdamóður sinnar fyrrverandi. Hann hafði líka verið farið að gruna það þó hann hefði ekki borið það í mál við nokkurn mann, að hún ætlaði sér að flytja að Hofi aftur. Og þarna kom ljósklædd kona grannvaxin hlaupandi fram hlaðið að þvottasnúr- unum. Þetta var Rósa, alltaf jafn ung og falleg. Mikill bölvaður óláns garmur gat hann verið að vera búinn að. tapa þessu öllu, Hofi, konunni og drengnum. Hann horfði heim meðan hann gat, en drengurinn var hvergi sjáanlegur. Hvar skyldu þær hafa hann og hver skyldi annar sláttumaðurinn vera? Það var margt fleira, sem hann langaði til að fá svar við. Hann flutti hestana svolítið út fyrir kaupstaðinn þeg- Heima er bezt 65

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.