Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 30
ar hann hafði tekið ofan ullarpokana, svo þeir gætu naslað þar, því það var margt um manninn og óvíst hvenær hann kæmist að með að leggja inn. Þá rakst hann á Boggu. „Það var bara gaman að sjá þig,“ sagði hún vingjarn- lega. „Hvað vinnur þú, Bogga mín?“ spurði hann. „Ég breiði fisldnn og þurrka hann. Þegar hann er orðinn þurr fer ég í kaupavinnu út á Strönd. Nú raka ég ekki á Hofi lengur.“ „Líklega ekki,“ sagði hann. „Samt sýndist mér vera farið að slá þar þegar ég reið hjá.“ „Já, hún er bara komin sjálf maddaman og Rósa og Jón litli. Hann hefur stækkað svo mikið og hann þekkti mig. Rósa sagði að hann væri þó farinn að gleyma mörgu.“ Þá kvaddi Kristján hana og fór. Hann þóttist vita að hún gæti ekki sagt honum neitt af því, sem hann langaði til að fá svör við. Það var liðið fast að náttmálum þegar Kristján reið fram hjá Hofi á heimleiðinni. Kaupakona sú sem hafði verið hjá honum sumarið áður var með í förinni. Nú var hætt að rjúka við lækinn og sláttu- mennirnir hættir að slá, en búnir að taka hrífur og farn- ir að slá úr múgunum með tveimur stúlkum, önnur þeirra var Rósa, en hin var sjálfsagt Gerða. Hestarnir vildu endilega heim að Hofi. Hann átti í talsverðu stímabraki við þá. Leifi gjallaði og hló heima á túninu: „Þá langar til að stanza hérna eins og þeir eru vanir kláragreyin.“ Þá stanzaði önnur rakstrarkonan og horfði á ferða- fólkið. Kristján varð feginn þegar hann komst úr aug- sýn. „Skyldi kerlingin geta látið Leifa og Gerðu vinna ihjá sér matvinnungavinnu eins og áður fyrr. Það var ekki hann sem hafði það lag á þeim hérna. Skítt með það allt. Hann ætlaði að reyna að ríða ekki oft hjá þessum garði. Leiðinlegast var þó að geta ekki séð bless- aðan drenginn í þetta eina sinn sem hann var á ferð- inni. Kaupakonan reið öftust og talaði ekki orð alla leið- ina. Hún þóttist sjá, að húsbóndinn væri ekki í góðu skapi og lofaði honum að njóta geðvonzkunnar. Arndís gamla stóð brosandi úti á hlaðinu þegar þau komu heim og heilsaði þeim að fyrra bragði. „Þú sækir vel að, góði minn. Pabbi þinn dreif sig bara á sjó, en Valborg fór á engjarnar með Asdísi. Hann sagði að þær myndu hafa nóg að raka þó hann bætti ekki við ljána. Nú er hann komnin að og þær búnar að setja með honum. Hann fékk þessi líka firn- indi af fiskinum. Ásdís er að bera fiskinn upp á bakk- ann með honum. Það sópar nú heldur af henni.“ „Það á vel við hana að gösla í slorinu og óþverran- um, þykist ég vita,“ sagði Kristján stuttlega. Hann fór að taka ofan af hestunum og bera það inn í bæ og skemmu, það sem átti að geymast. Þá kom Ás- dís skálmandi neðan frá sjónum, brosandi út að eyrum, þessu vikugamla brosi, sem alltaf hafði verið á vörum hennar síðan Kristján skipti um viðmót, þann örlaga- ríka morgun þegar hann kom heim úr vorgöngunum. En nú var heldur skipt um svip og raddblæ hjá þeim manni. Það var svona rétt að hann tók undir við hana. Kaupakonan stóð í bæjardyrunum og var að klæða sig úr reiðpilsinu. Hún gaf Ásdísi hornauga og glotti háðs- lega. Hún var hreint ekki álitleg til fara. Pilsin voru rennblaut upp til miðs og sjórinn bullaði og sauð upp úr skónum við hvert fótmál. Hún þreif einn rúgmjöls- pokann og bar hann léttilega inn í skemmuna. „Hvað ertu svo sem að böðlast í þessu,“ sagði Krist- ján. „Ég hefði sjálfsagt komið honum heim eins og hinum. Það væri nær að þú reyndir að hafa þig úr bleytunni.11 „O, það er enginn verri fyrir það þó hann vökni. Þær eru ekki alveg þurrar þessar engjar þarna upp frá og svo óð ég í sjónum þegar ég fór að setja með hon- um pabba þínum. Þér hefði kannske líkað það betur, að ég hefði staðið uppi á bakka og látið hann stimpast einan við bátinn,“ sagði hún snúðugt. „Næst þegar hann fer á sjó ætla ég með honum til að vita hvort ég get ekki dregið fisk.“ Hann anzaði engu. Hún stóð við dyrnar og horfði á hann hlaða pokunum hverjum ofan á annan. „Viltu ekki að ég haldi undir reiðinginn með þér?“ spurði hún en fékk ekkert svar. Þá gekk hún snúðugt inn í eldhús. Þar var Arndís gamla að færa upp úr nýjan fisk og lif- ur. „Það verður ekki afleitt að fá nýmetið, þegar mað- ur kemur af engjunum,“ sagði Ásdís. Hún var fljót að ná í þurra sokka og hafa pilsaskipti. Kaupakonan sat ein inni þegar Ásdís kom inn. Hart- mann litli sat í rúminu og rétti litlu hendurnar til ömmu sinnar. Ásdís spurði Guðnýju, en svo hét kaupa- konan, hvort henni sýndist hann ekki heldur stærri en hann hefði verið í fyrrasumar þessi drengur. Hún leit útundan sér á drenginn áður en hún kæmi svarinu út úr sér: „Ég sá hann nú víst aldrei þessar vik- ur, sem ég var á Hofi í fyrrasumar. En það væri víst eitthvað undarlegt við það ef hann hefði ekkert stækk- að síðan.“ Arndísi gömlu geðjaðist ekki vel að þessari stúlku. Ekki var hún að neinu leyti skárri en Ásdís, vesaling- urinn, nema hún var hægari í framkomu, en svipurinn var hálflymskulegur. Þá heyrðust hróp og köll utan af hlaðinu. Það var Hartmann, sem vildi fá þurra sokka og buxur. „Jú, jú, eitthvað varð nú kannske að stjana við hann,“ hugsaði Ásdís, en sagði ekki neitt. Gamla konan var byrjuð að gefa litla Hartmanni nýjan fisk og lifrarbragð í teskeið. Nú varð móðir hans að taka við honum. Hún hefði frekar kosið að fara að smakka fiskinn sjálf. Kristján kom inn og settist við borðið. Föður hans fannst hann heldur úfinn á svip, þegar hann kom inn og heilsaði kaupakonunni. „Finnst þér svo sem nokkuð á móti því, að ég skreppi hérna fram fyrir landsteinana og nái í fiskugga? Mér sýnist það á svipnum á henni móður þinni, að henni þyki ekki leiðinlegt bragðið að honum,“ sagði hann. 66 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.