Heima er bezt - 01.02.1961, Qupperneq 31

Heima er bezt - 01.02.1961, Qupperneq 31
„Onei, það var svo sem ekkert á móti því, að fá nýj- an fisk þegar maður er búin að vera heilan dag án þess að Smakka vott eða þurrt._ Heyskapurinn fer nú að ganga hjá okkur þegar við höfum þær tvær á eftir okkur.“ „Ekki er nú mikið um fyrir kaupmannsskepnunni að bjóða þér ekki kaffisopa, eins og vanalegt er þegar betri bændur eiga í hlut,“ sagði faðir hans. „Hann hefur alltaf gert það þar til núna. Honum hefur líklega þótt heldur fyrirferðarlitlir pokarnir hjá því serq verið hefur. Það hefur lengi verið svo, að vin- fengi kaupmannsins vex eftir því hvað innleggið er mikið,“ sagði Kristján og glotti gremjulega. Guðný var sífellt að gjóta hornauga til Hartmanns gamla og Asdísar og glotta ofan í diskinn. Gamla kon- an var ekki hrifin af því ef hún ætlaði að fara að hlæja að öðrum eins manni og bónda hennar. Asdís hjálpaði Arndísi að bera fram diskana. „Hvaða svo sem bölvuð fýla er dottin í Kristján,“ sagði hún frammi í búrinu við gömlu konuna. „Hann er öðruvísi á svipinn en hann hefur verið undanfarna daga. Skyldi honum nú vera farið að lítast svona vel á stelpuna?“ „Láttu þér ekki detta slíkt í hug. Það hefur eitthvað annað sært hann aumingjann,“ sagði Arndís. Hún talaði um það við mann sinn eitt kvöldið þegar komið var af engjunum hvort það væri alltaf jafnþungt yfir syni þeirra. „Ojá, það er eitthvað slæmt í honum núna. Hann snýr út úr hverju orði, sem Ásdís talar við hann. Það er til stórskammar hvernig hann kemur fram við hana, eins og hún hamast eiginlega allan daginn,“ svaraði hann. „Já, það er satt. Það er til stórskammar.“ Á laugardaginn var allt útheyið komið heim í tóft. Þá voru bakaðar lummur með kaffi til hátíðabrigða, fyrir mikinn og vel verkaðan vetrarforða, sagði Arndís. Á sunnudaginn bar gamalkunnan gest að garði á Grýtubakka. Það var Leifi í Garði á rauðri folaldsmeri. Það var öll hans hrossaeign. Honum var fagnað vel. Það var svo ofboðslegt hvað fáir komu síðan þau höfðu flutt frá Hofi og var þó ekki hægt annað að segja, en þangað legðu fáir leið sína nema þeir ættu brýnt erindi. Samt var það ólíkt betra. Hartmann gamli fór með gestinn suður að stóra, ný- uppbörna heyinu til að sýna honum. „Við höfum nú ekki staðið alveg iðjulaus með hendur í vösum þessa viku, enda verið fjögur við heyskapinn.“ Kristján var að raka kringum heyið og snyrta það utan. „Það er ekki ómyndarlegt fyrsta heyið þitt á nýju jörðinni, búmaður góður,“ sagði Leifi. „Það er ekki vandi að þurrka núna,“ sagði Kristján. Hann lagði frá sér hrífuna og bauð gesti sínum að koma í bæinn og segja fréttirnar. Ásdís stóð úti á hlaði og brosti út að eyrum þegar hún sá Leifa. „Það er nýtt að sjá gamla kunningja úr Hofstorfunni. Mér þykir svo vænt um alla þaðan,“ sagði hún. „Jæja, þykir þér svona vænt um alla sem voru í ná- grenninu við þig meðan þú varst á Hofi, þó þú kæmir aldrei til neins nema Stínu gömlu á Bala. Þú ert aldeilis ágæt, Ásdís mín,“ hneggjaði Leifi. Svo var gengið til baðstofu. Arndís gamla sat með litla Hartmann eins og vanalega. Hún spurði gestinn hvort honum fyndist hann ekki vera duglegur og myndarlegur karlmaður. „Jú, það má nú segja,“ sagði Leifi. „Ansi hefur hann hert sig að stækka síðan hann kom á Grýtubakkann.“ „Þér hefur líklega fundizt stórt og myndarlegt heyið okkar,“ sagði Ásdís. Hún stóð á miðju baðstofugólfi með hendur á mjöðmunum og hló dátt að lofsorðinu, sem sonur hennar fékk hjá Leifa. „Já, það er stórt og fallegt, en trúað gæti ég að roll- unum bregði við að hafa það eingöngu eftir töðuna á Hofi. Það er gras á því túni núna og fæst þá líka bæri- leg nýting á það,“ sagði Leifi. „Ég er nú að hugsa um að setja allar rollurnar á upp- boð í haust. Það verður ólíkt betra en þær velti út af úr hor og allslags óáran, sem vanalega fylgir því að flytja fé,“ sagði Kristján. Ásdís var fljót til svars: „Ég er ákaflega hrædd um áð ég skrifi ekki undir það, að ærnar verði seldar. Ég efast ekkert um að hægt sé að fóðra þær á útheyi eins og aðrar skepnur.“ „Þú verður sjálfsagt ekki beðin að skrifa undir hvorki það né annað,“ sagði Kristján stuttlega. „Við sjáum hvað setur,“ sagði Ásdís. „Ætli það verði ekki þegið að ég líti eftir rollunum hérna eins og fyrr.“ Því var ekki anzað. „Þú hlýtur að segja margt í fréttum, Leifi minn. Það er svo langt síðan ég hef séð þig, næstum mörg ár,“ sagði Arndís gamla. „Ég þóttist þekkja þig á Hofstúninu um daginn,“ sagði Kristján. „Þó þú þekkir sláttulagið mitt get ég ekki þakkað þér, svo nokkrum sinnum hef ég borið ljá í gras á því túni,“ sagði Leifi. „Það er gaman að slá og raka þar núna. Reyndar þarf ekkert að raka fyrr en tekið er saman. Það meir en breiðir á sig.“ „Hver var með þér. Ég gat ekki komið honum fyrir mig?“ spurði Kristján. „Það hefur náttúrlega verið nýi bóndinn,“ gall í Ás- dísi. „Eða bvr Geirlaug gamla þar enn þá?“ „Nei, það er komið fólk að Hofi,“ sagði Leifi kími- leitur. „Það er Karen Þorsteinsdóttir og hún er áreiðan- lega ekki búin að týna niður að búa.“ „Hvern fjandann ætlar hún að gera með það að búa?“ sagði Ásdís hálfkjánalega og hafði ekki augun af Krist- jáni. „Það hefði heldur verið nær að lofa okkur að búa þar. En auðvitað er hún búin að féfletta Kristján svo, eða öllu heldur dóttir hennar, að þær geta búið við það. Þetta segi ég hvar sem er og hver sem til heyrir.“ Heima er bezt 67

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.