Heima er bezt - 01.02.1961, Qupperneq 34
HEIMA_______________
BEZT BÓKAH 1 LLAN
Oscar Clausen: Prestasögur I.—II. Reykjavík 1960.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Fyrir um 20 árum gaf Þorsteinn M. Jónsson á Akureyri út tvö
hefti af Prestasögum Oscars Clausens. Þær eru nú löngu útseldar,
enda er höfundur kunnur sagnamaður, sem alltaf á eitthvað
skemmtilegt í pokahorninu. Það er því ekki að ófyrirsynju, að
Prestasögur eru nú út gcfnar að nýju, en svo stórum auknar, nær
helmingi meira efni er í hinni nýju útgáfu en þeirri gömlu. Margt
er fróðlegt í sögum þessum, og ýmsum myndum aldarfars og mann-
legra örlaga brugðið upp, og margar eru sögur þar kímilegar og
vekja mönnum ósvikinn hlátur. Hinu verður ekki neitað, að sann-
fræði sagnanna mun oft vafasöm, og margt í þeim á mörkum þjóð-
sagna og sagnfræði. Heimildir eru ónákvæmlega greindar, en oftast
er þó vitnað til Prestaæva Sighvats Borgfirðings, sem sagðar eru
vafasöm heimild um margt. En sögurnar eru skemmtilegar aflestr-
ar og munu nú sem fyrri njóta almennra vinsælda. Þó fer það vart
frarn hjá lesandanum, að ekki muni efnið valið af betri endanum,
því að mjög margar af sögunum eru um hálfgerða vandræðamenn,
drykkjusvola, pokapresta og því um líkt. En að vísu eru oft meiri
sögur sagðar af slíkum mönnum en hinum, sem rækja störf sín á-
rekstralaust við söfnuði sína og þjóðfélagið. En ekki gefur það
rétta heildarmynd af stéttinni, þótt margir hafi verið þar breyskir.
Peter Hallberg: Vefarinn mikli II. Reykjavík 1960.
Helgafell.
Hér birtist síðari hluti hins mikla ritverks P. Hallbers um
æskuskáldskap Halldórs Kiljans Laxness. Fyrra bindið snerist um
æsku skáldsins og fyrstu ritverk hans, en hér er eingöngu ritað
um skáldsöguna Vefarann mikla frá Kasmír. Er ferill hennar rak-
inn af mikilli nákvæmni og víða leitað fanga. Verður lestur þeirr-
ar sögu miklú léttari á eftir. Jafnframt því sem höfundur segir
þroskasögu Laxness og sköpunarsögu Vefarans, gefur hann furðu
glögga innsýn í menningarlíf þeirrar samtíðar sem sagan varð til í,
bæði hér heima og erlendis. Grunar mig að sá þáttur bókarinnar
verði eigi minnst metinn. Og það hvgg ég, að fleirum fari eins
og mér, að þeir sjái viðburði þessa tíma í nýju ljósi eftir lestur
bókarinnar. Bók Hallbergs er þannig mikill fengur öllum þeiin,
sem vilja kvnna sér og skilja þroskasögu fyrsta íslenzka nóbels-
skáldsins, og í liverju umhverfi hann óx upp og lilaut sína fyrstu
eldskírn.
Jón Eyþórsson: Vatnajökuíl. Reykjavík '1960.
Almenna bókafélagið.
Eitt af mörgu, sem breytzt hefur síðustu áratugina, er viðhorf
almennings til fjalla og öræfa. Fyrrum stóð mönnum ógn af
auðninni og ísbreiðunum, og lögðu ekki leiðir sínar þangað, nema
í brýnni nauðsyn. Nú eru fáar skemmtiferðir eftirsóttari en til
fjalla. Meira að segja gera menn sér nú tíðförult inn yfir auðnir
Vatnajökuls, bæði vísindamenn, fjallagarpar og venjulegir ferða-
langar. En með bók þessari hefur Jón Eyþórsson, sem flestum fs-
lendingum hefur gert sér tíðförulla á Vatnajökul, gefið oss hinum
dálitla hugmynd um þennan furðuheim íss og elds. En þess er og
að minnast, að jafnframt því sem höfundur er þaulreyndur Vatrta-
jökulsfari, er hann fremsti jöklafræðingur landsins og þótt víðar
sé leitað. Bókin hefst á ritgerð, þar sem lýst er jöklinum og sagt
ágrip af sögu hans. Er þar saman þjappaður fróðleikur, og gegnir
fttrðu hve miklu og ágætu efni höfundur hefur komið þar fyrir í
stuttu og læsilegu máli. Enda er honum sú list lagin að skrifa skýrt
og skemmtilega. En þó finnst mér sá ljóður á ritgerðinni, að hún
er of stutt, það er svo margt, sem oss, sem heima sitjum, hefði fýst
að vita miklu meira um. Meginhluti bókarinnar eru myndir af
ýmsum stöðum á jöklinum, náttúrufyrirbærum, sem þar hafa
gerzt, og frá ferðalögum um jökulinn. Yfirleitt eru myndirnar
góðar og margar ágætar. En vel hefði ég viljað fórna dálitlu af
mannamyndunum fyrir lengri frásögn af jöklinum. Ritgerð Jóns
er þar einnig á ensku, og er vel til fundið, því að margir út-
lendingar munu vilja kynnast Vatnajökli, og bókin handhæg til
að gefa erlendum kunningjum. f stuttu máli sagt, þetta er falleg
bók og fróðleg um eitt af mestu „undrum íslands".
Smábækur Menningarsjóðs.
I þessum bókaflokki komu út tvær bækur fyrir jólin. Sólarsýn,
kvæði eftir séra Bjarna Gissurarson í Þingmúla og sagan Ham-
skiptin eftir Frans Kafka, tékkneskan rithöfund.
Sól,arsýn, kvæði séra Bjarna, eru valin og gefin út af Jóni M.
Samsonarsyni. Eru þau hin girnilegustu til lestrar og fróðleiks,
og furðu mikið nýjabrum að sumum þeirra. Náttúruskyn skálds-
ins er næmt, trúartilfinning hans heit og einlæg, og hann hefur
glöggt auga fyrir því, sem gerist í kringum hann. Hann er gam-
ansamur, en þó er alvara lífsins alltaf á næsta leiti og undiraldan
í flestum kvæðanna. Og hann hikar ekki við að deila á það, sem
miður fer í aldarfari samtíðar hans, en brestir manna eru alltaf
sjálfum sér líkir, svo að margt af því gæti hitt í mark á vorri öld.
En um fram allt ann hann sólinni og birtunni. „Hvað er betra
en sólarsýn? . . . Hún vermir, hún skín og hýrt gleður mann."
Þetta ljóðasafn séra Bjarna í Þingmúla vekur oss grun um, að í
hinu geysimikla safni kveðskapar frá fyrri öldum muni, ef vel
er leitað, finnast ýmislegt, sem er hreinn skáldskapur, sem veitt
getur nútímamönnum óblandna ánægju. Útgefandi skrifar ágæta
greinargerð um séra Bjarna og skáldskap hans.
Hamskiptin er eftirtektarverð saga. Höfundur hennar er lítt
kunnur hér á landi. Sagan er táknræn og lýsir af nærfærni þeim
árekstrum, sem skapast i sálarlífi manna við erfiðar ytri aðstæður,
og hversu kuldi og vanmat á æskumanninum fær lamað hann og
eyðilagt. Þýðandinn, Hannes Pétursson, skrifar athyglisverða grein
um höfundinn og söguna, og er hún nauðsynleg til fulls skilnings
á henni.
B. Mercator: Draumur Pygmalions. Reykjavík (1960.
Leiftur h.f.
Saga þessi gerist í heimsborginni Tyros á dögum Krists. Þar
koma fram ýmsir þættir hinnar austrænu menningar og lýst er
átökum á milli ævafornrar heiðni og hins upprennandi kristin-
dóms. En ívaf sögunnar er ástarsaga hernumins Grikkja og fönik-
iskrar höfðingjadóttur. Sagan er hin læsilegasta, og margt sem af
henni má læra. Þýðandinn er séra Magnús Guðmundsson í Ól-
afsvík.
70 Heima er bezt