Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 35
504. Mikki ræðst urrandi og gjamm- andi á fangaverði okkar, en þeir berja hann frá sér meS bátsárunum, og innan stundar erum við á leiSinni yfir ána aftur. 505. Mennirnir, sem handtóku okkur, eru báðir kunningjar skipstjórans. Þeir eru nú afar hreyknir af afrekum sínum. Heima í stofunni bíður skipstjórinn okk- ar heldur en ekki ógnandi á svip. 506. „Þú hefur engan rétt til að fara burt með Láka!“ segir gamli maðurinn viS skipstjórann. „ÞegiSu bara,“ skipar skipstjórinn. „Þú ert of fátækur til að vera forráðamaður stráksins!“ WgBt.ygl twmfgœ/sfUi 507. Skipstjórinn þrífur í Láka og segir skipandi: „Komdu nú! Nú er það ég sem er forráðamaður þinn, skal ég segja þér! Frændi þinn má vera feginn, geti hann séð fyrir sjálfum sér, karlfauskurinn!“ 508. Skjálfandi og snöktandi staulast gamli maSurinn á eftir Láka. „Nei, nei!“ andmælir hann. „Hér líður Láka marg- falt betur heldur en á skitnu skútunni þinni. Og hérna á hann að vera.“ 509. Skipstjórinn svarar þessu engu. Hann heldur liratt af stað burt frá hús- inu, en gamli maðurinn hallar sér upp að dyrastafnum og stynur sárt og þungt. Svo fer hann inn aftur og sezt niður. 510. „Láki var mér eins og sonur minn,“ andvarpar hann sorgmæddur. „Hérna leið honum vel. En á sjónum líður honum eflaust illa, aumingja drengnum. Æ, aumingja Láki minn,“ stynur hann upp. 511. „Skipstjórinn sagði, að ég væri of fátækur til að vera forráðamaður Láka, og ef til vill er það satt, að svo sé. Ég veit meira að segja ekki, hvort ég fæ að vera kyrr hérna, því að ég á ekki kofann sjálfur." 512. Meðan gamli maðurinn heldur áfram að barma sér, kemur Mikki skyndilega stökkvandi inn um dyrnar. Vesalings tryggi Mikki! Hann hefur synt yfir ána til þess að geta verið mér til einhverrar hjálpar! Heima er bezt 71

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.