Heima er bezt - 01.05.1961, Side 5

Heima er bezt - 01.05.1961, Side 5
Hér verður nu með fáum orðum sagt frá einum smið í Grímsnesinu, Gísla Guðmundssyni frá Björk, sem alla ævi hefur lifað og starfað í sinni fæðingarsveit, fyrst sem uppvaxandi maður á heimili foreldra sinna, þá sem góður og gegn bóndi og nú um alllangt skeið sem aðal- smiður við allar stærri byggingarframkvæmdir þar í sveit. Gísli er fæddur 3. október árið 1896 að Hólabrekku í Laugardal. Voru foreldrar hans hjónin, Guðmundur Þorleifsson frá Ketilvöllum þar í sveit og Ástríður Stefánsdóttir frá Gýgjarhólskoti í Biskupstungum. Höfðu forfeður Gísla fjórir í beinan karllegg búið í Laugardalnum, en fyrstur þeirra var Þorleifur Guð- mundsson, fæddur á Breiðabólsstað á Síðu 1762 og dá- inn á Bermóðsstöðum 21. okt. 1833. Um tvítugsaldur flýði hann austan úr Skaftáreldum og komst út í Laug- ardal. Þar k\-æntist hann konu þeirri, er Katrín hét, Eyjólfsdóttir, bónda á Bermóðsstöðum. Þorleifur efn- aðist vel, enda mótaður af hörmungum iVfóðuharðind- anna í vinnusemi og sparsemi. Hann var stundum nefndur hinn „ríki“, enda var hann ávallt birgur vei að mat, bókstaflega safnaði matarbirgðum. Geymdi harðfisk í hevjum og smjör í líknarbelgjum og var svo kappsfullur til verka, að hann unni sjálfum sér næst- um ...urei hvíldar. Gísli Guðmundsson fluttist hálfs annars árs að aldri með foreldrum sínum frá Hóiabrekku suður að Hóla- koti í Grímsnesi. Þar ólst hann upp ásamt Friðsemd, systur sinni, en þau voru tvö systkinin, sem náðu þroska- aldri, eitt dó í bernsku. í Hólakoti bjuggu foreldrar þeirra til vorsins 1921, er þau fluttust búferlum að Björk í sömu sveit. Þá jörð fengu þau á Ieigu til næstu tíu ára. Guðmundur Þorleifsson var bóndi á Björk til vorsins 1931, en þá keypti Gísli jörðina og tók sjálfur við búi, en Guðmundur, faðir hans, dvaldist þar til dauðadags 31. maí 1936. Guðmundur bjó jafnan litlu en failegu búi, fór sérlega vel með allan búpening og hafði góð not af honum, og var sjálfur kappsfullur til allra starfa. Ástríður, kona hans, andaðist á Björk 18. nóvember 1941, 92 ára að aldri. Var hún merkiskona fyrir margra hluta sakir, greind í bezta lagi, minnug vel og fróð og geðprýðiskona mikil. Það, sem m. a. var þeim hjónum sameiginlegt, var frábær gestrisni og greiðasemi við alla, sem að garði bar, en þeir voru margir, einkum fyrr á árum. Átján ára að aldri fór Gísli fyrst til sjávar og réri þá í Garði suður. Alls var hann ellefu vertíðir til sjós, ýmist á opnum skipum eða skútum, og síðast réri hann tvær vertíðir í Herdísarvík. Að öðru leyti vann hann að mestu leyti á heimili foreldra sinna á þessum árum. Fjárhúsin að Efri-Brú.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.