Heima er bezt - 01.05.1961, Side 10

Heima er bezt - 01.05.1961, Side 10
legu sambandi, og leitazt við að halda við ættartengsl- um eins og kostur er á. Og engum mun blandast hug- ur um, að það sé báðum aðilum vinningur, að þau kynni megi haldast. Oss, sem heima búum, berast öðru hverju fregnir af ýmsum afrekum og frama kvenna og karla af íslenzk- um ættstofni vestur í Ameríku. Oss hleypur þá oft kapp í kinn, og vér kennum metnaðar og óskum þess, að kunnugt megi verða, að þessir menn séu af íslenzk- um stofni. En á milli fennir skafla gleymskunnar yfir þessa atburði, meðal annars af því, að oss skortir kunn- ugleika á mönnum og málefnum þar vestra. Utgáfa Vestur-íslenzkra æviskráa þjónar tvenns kon- ar tilgangi. Annars vegar er þar skjalfestur og um leið gerður heyrin kiinnugur á Islandi nokkur þáttur af þeirri sögu, sem landar vorir hafa skapað þar vesti'a, og gefið sýnishorn af þeirri þjóðfélagsaðstöðu, sem þeir hafa skapað sér, þar sem þar er getið starfa og stöðu hundraða eða þúsunda manna af íslenzkum stofni. A hinn bóginn á bókin að skapa möguleika á, að koma á fót beinum persónulegum kynnum milli manna yfir hafið. Ættfærslur til manna á íslandi gerir mönnum hér heima kleift að hafa upp á ættmennum sínum vestra, og þeim vestan hafs gefur hún einnig möguleika, til að leita uppi frændur á íslandi. Þannig geta skapazt ný tengsl á milli þjóðanna. Ég hef sjálfur noklcra reynslu af því, að allmargt fólk báðum megin hafsins langar til að endurnýja gömul frændsemisbönd, sem brostið hafa af ýmsum orsökum, einkum þó við dauðsföll þeirra, sem haldið hafa uppi bréfaskiptum, vaxandi örðugleik- um á að skrifa íslenzku og fleira þess háttar. Örfáum gat ég greitt fyrir á ferð minni. Og þess geng ég ekki dulinn, að þegar æviskrárnar koma á prent, verða þær mörgum að gagni og ánægjuauki í þessum efnum. En þó ber þess að minnast, að umfram allt er rit þetta mikilvægt tillag til íslenzkrar ættfræði og persónusögu, og það hefur mikið þjóðernislegt gildi. Eins og gefur að skilja nær þetta fyrsta bindi ein- ungis yfir lítið brot af Vestur-íslendingum. Efni í ann- að bindi er að miklu leyti fullbúið til prentunar. Og það er von og ósk þeirra, sem að verkinu standa, að framhald megi verða á því, en hvort svo verður er al- gerlega undir því komið, hverjar viðtökur þetta bindi fær. Ef menn almennt sýna þessari viðleitni þá athygli, sem hún á skilið og veita henni þann styrk, sem hún þarfnast með því að kaupa bókina, má telja víst að áfram verði haldið meðan unnt er að safna upplýsing- um um frændur vora vestra. Og því víðtækara sem verkið verður, því meira verður gildi þess á ókomnum tímum. Oft látum vér í ljós stolt vort yfir Landnámabók, og því að engin þjóð eigi slíka heimild urn uppruna sinn. Ég hygg að engin innflytjendaþjóð í Ameríku hafi nokkru sinni gert líka tilraun og hér er hafin, til þess að gera grein fyrir því tillagi sem hún hefur lagt til hinna nýju þjóða og ríkja þar vestra. Það ætti að vera oss Islendingum metnaðarmál, að láta tilraun þessa tak- ast, og sýna með því, að vér séum enn minnugir þess afreks, þegar Landnáma var skráð, og viljum halda við ættrækni og kynnum við þær kynslóðir, sem eru firr og farnar frá heimalandi voru. Og þetta má takast ef alþjóð manna sýnir verkinu skilning og veitir því braut- argengi. Og þá er bundinn „meginþráður yfir höfin bráðu“. Þarfur maður sinni sveit Framhald af bls. 151. ___________________________ an við alls staðar. Áttu þau Bjarkarsystkin það sameig- inlegt að halda í horfinu um myndarskap allan utan húss og innan, svo að til fyrirmyndar var. Einhver þjóðlegur þrifnaðar- og þokkablær var þar yfir öllu, svo að minnisstætt var þeim, sem sáu. Sem fyrr getur, keypti Gísli íbúð á Selfossi árið 1951 og á hana enn. Hefur hann dvalizt þar alltaf öðru hverju, þegar hann hefur tekið sér hvíld nokkra frá störfum. Farinn er hann nú að feta upp eftir sjöunda tug ævi sinnar. Svo segja þeir, sem hann hefur unnið hjá, að afköst hans séu samt meiri og betri en margra yngri manna. Þar fyrir kappkosta sem flestir að fá hann, þegar ráðizt er í byggingarframkvæmdir, og ber margt til þess. Þeir, sem þekkja hann nokkuð að ráði, vita um sanngirni hans í viðskiptum, góðvilja hans og greiðasemi til manna og málefna. Hann hefur unnið sín verk án þess að hugsa um það eitt „að alheimta daglaun að kveldi“. Mörgum hefur hann hjálpað, stutt og hvatt með ráðum og dáð, þegar máske hefur mest legið við. Skal ekki um það fjölyrt, enda mun honum ekki um það gefið. Hann hefur verið lífsglaður og jafnlyndur um dagana og átt þá sálarró, sem lítt hefur haggazt, þótt eitthvað hafi á móti blásið. Hreinlyndur maður, sem reiðilaust hefur getað sagt lof og löst um hlutina án alls manngreinarálits. Slíkt hefur sjaldan valdið honum óvinsælda, enda hefur hann komizt leið- ar sinnar í friði við alla menn. Vinsældir hans og mann- hylli vita þeir bezt um, sem þekkja hann bezt. Mestu varðar jafnan, hver maðurinn er, en eigi hitt, hvað hann hefur afrekað í jarðabótum og veraldar- braski. Skal þó ekki gert lítið úr þeim fjársjóðum, sem settir eru á skattaframtöl, og síðan skattur af þeim svik- inn, eins og unnt er! Gísli Guðmundsson hefur ávallt séð hag sínum vel borgið, en aldrei þó verið nein aura- sál eða fjárplqgsmaður. Vegna þess öðru fremur á hann inni í brjóstum allra' þeirra, sem þekkja hann nokkuð að ráði. Megi hann sjálfur njóta mannkosta sinna um ókomin ár — og Grímsneshérað hollráða hans og handaverka sem lengst fram í tímann. 154 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.