Heima er bezt - 01.05.1961, Page 18
KRISTINN GUÐMUNDSSON:
Kalt á fótum
~I( Iin er só stétt manna, hér á landi, sem fyrrum
II—={ var allfjölmenn en er nú horfin með öllu, svo
j að ungt fólk veit naumast deili á henni nema
af afspurn. Þetta eru förumennirnir. Þeir fóru
vítt um byggðir landsins, með poka um öxl og göngu-
prik í hendi. Komu við á hverjum bæ, þáðu beina eða
næturgreiðá, og héldu síðan áfram næsta morgun, á
hinu hvíldarlausa ferðalagi, sem fátt hefti annað en
gröf og dauði.
Eg rifja hér upp frásögn af einum hinna síðustu þess-
ara förumanna. Hann hét Guðbrandur Jónsson. Fór
hann víða urn land á sumrin, en á vetrum hélt hann að
mestu kyrru fyrir í Reykhólasveit í Barðastrandarsýslu,
en þar átti hann lögheimili að nafninu til. Sjaldan hélt
hann sig þó á heimili sínu, heldur ferðaðist um sveitina
og brá sér yfir í næstu sveit, Geiradalinn. Stundum
skrapp hann norður yfir heiðar til Steingrímsfjarðar,
dvaldist þar um tíma og fór á rnilli bæja eins og hann
Iysti.
Brandur var um margt frábrugðinn öðrum rnönn-
um, er honurn vel lýst og sérkennileika hans í sjálfs-
ævisögu Guðmundar G. Hagalíns, „Ilmur liðinna daga“.
Brandur var göngumaður góður á yngri árum, og hélzt
svo fram á efri ár. Göngulag hans var sérkennilegt.
Hann valhoppaði líkt og hestur, sem orðinn er þreytt-
ur, og getur ekki stigið fast í nokkurn fótinn. Slíkt
göngulag mun vera létt, og er hægt að ná á því ótrú-
lega miklum hraða, þegar maðurinn er vanur því. En
á fárra manna færi mun það vera, eða réttara sagt, fáa
mun hafa fýst að iðka það, því að flestum þykir göngu-
lag þetta Ijótt, þrátt fyrir þann mikla kost, að það ber
mann hratt yfir án þess að þreyta hann að marki. Þessa
kosti kunni Brandur vel að meta, fór hann aldrei á
öðrum gangi, og var leikni hans og hraði undraverður.
Til dæmis um fráleik hans, sagði hann mér, að hann
hefði einu sinni farið yfir Laxárdalsheiði að vetrarlagi.
Rifahjarn var, svo að hvergi markaði spor. Kvaðst
hann hafa farið eins hratt og hann framast komst, og
verið aðeins tvo klukkutíma yfir heiðina, en hún er
6—8 stunda lestagangur að sumarlagi.
Oft fór Brandur yfir þessa heiði og aðra fjallvegi í
grennd einkum milli Þorskafjarðar að vestan og austur
til Gilsfjarðarbotns. Fór hann þessar leiðir jafnt vetur
og surnar, og gáði sjaldan til veðurs áður en hann legði
úr byggð. Var því spáð löngum, að hann ætti eftir að
bera beinin á einhverjum þessara fjallvega. Lét hann
allt slíkt hjal sem vind um eyrun þjóta og hélt upp-
Guðbrandur Jónsson.
teknum hætti uin ferðalög sín. En nærri honum var þó
stundum höggvið, og skal hér sagt frá því, er hann
var hættast kominn á þessum slóðum.
Það var á útmánuðum 1943, að Brandur var staddur
á Ivinnarstöðum í Reykhólasveit. Hafði hann þar nátt-
stað, en ætlaði næsta dag fjallasýn frá Kinnarstöðum
að Þiðriksvöllum í Steingrímsfirði. Sú leið er aldrei
farin, og þvi er við ekkert að styðjast, hvorki vegar-
slóða né vörðubrot. Stefnan frá Kinnarstöðum mun
vera sem næst norð-norðaustur. Ekki þótti fólki ráð-
legt af Brandi að velja þessa leið um hávetur, því að
hún er bæði löng og snjóasæl, og sízt af öllu heppileg
manni, sem kominn er af léttasta skeiði, en Brandur
var sextugur að aldri, er þetta gerðist, og þrek hans
162 Heima er bezt