Heima er bezt - 01.05.1961, Side 21

Heima er bezt - 01.05.1961, Side 21
hug, að þessi skothríð væri árás á höfuðborgina. Ég leit á klukkuna. Hún var á áttunda tímanum. Síðan snaraðist ég fram úr og fór út að glugganum. — Úti fyrir var ekkert ófriðlegt. Sólin skein í heiði og fánar voru við hún á hverri stórbyggingu. Fólkið streymdi eftir götunum; sýnilega í hátíðaskapi. Hér var vissu- lega engin óvina-árás yfirvofandi. Líklega átti þessi skothríð að tilkynna einhver gleðitíðindi. En hvað gat það verið? Ég hringdi á þjóninn og hann kom sam- stundis, kurteis og brosandi. Ég bað hann að færa mér morgunkaffið, en spurði hann svo — eins kæruleysis- lega og mér var unnt, hvers konar skothríð þétta hefði verið í morgun. „Það er fæddur rtkisarfi, konungsefni, — prins,íl sagði þjónninn. Síðan hneigði hann sig prúð- mannlega og smeygði sér út. Ég flýtti mér á fætur og fór í skólaheimsókn í barna- Karl Gustav prins 10 ára. skóla og hlustaði þar á kennslu. í fyrstu kennslustund- inni var ég hjá ungunt kennara í 10 ára bekk. Hann sleppti þeirri námsgrein, sem á stundaskránni var, en tíminn fór allur í að ræða um þennan merka atburð, — fæðingu ríkisarfans. Prinsinn hafði fæðzt kl. 7 um morguninn í Haga, sem er bústaður konungsfjölskyld- unnar. Um morguninn hafði verið skotið 21 fallbyssu- skoti, til að tilkynna borgarbúum, og öllu nágrenni, fæðingu ríkisarfans. — Sagði kennarinn að þetta væri föst venja, þegar konungborinn prins, — tilvonandi krónprins — fæddist. En hvers vegna var þessi nýfæddi prins, fæddur ríkisarfi? Þetta útskýrði kennarinn mjög rækilega fyrir börnunum. Gamli konungurinn, Gustav V., var þá á níræðis- aldri. Krónprinsinn, sem nú er konungur Svíþjóðar og nefnist Gustav VI. Adolf, var þá kominn yfir sextugt. Faðir litla drengsins, Gustav Adolf prins, var þá milli þrítugs og fertugs. Gamli konungurinn Gustav V. var því langafi litla, nýfædda drengsins. Enn þá er því þó ekki fullsvarað, hvers vegna þessi nýfæddi drengur, var borinn til konungstignar, ef honum entist líf og heilsa. En það var af því, að hann var elzti sonur — fyrsti sonur — þessara tignu hjóna — en áður höfðu þau átt fjórar dætur. Hann var því rétt borinn til konungs- tignar, þegar þeir væru allir látnir, - langafi hans, afi og faðir. — Kennarinn sagði börnunum líka það, að löngu áður en þessi litli drengur fæddist, hefði verið búið að ákveða honum nafn. Hann átti að heita Karl Gustav. Þessu máttu foreldrar hans ekki breyta, þótt Heima er bezt 165- „Stórkirkjan" i Stockhólmi. Hún var byggð árið 1264. Hér hafa flestir konungar Svia verið krýndir.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.