Heima er bezt - 01.05.1961, Síða 22

Heima er bezt - 01.05.1961, Síða 22
þau.hefðu viljað nefna hann öðru nafni. Um leið og þau giftust gengust þau undir þá skyldu að fyrsti sonur þeirra skyldi heita þessu nafni. — Nú höfðu þessi kon- ungbornu hjón eignazt fjórar dætur. áð- ur en þeim fæddist sonur og var því þess- um nýfædda prinsi hjartanlega fagnað af sænsku þjóðinni. Síðan þessi atburður skeði, eru liðin fimmtán ár. A þessum 15 árum hefur mikil breyting orðið í þessari konunglegu fjölskyldu. Gamli kóngurinn, Gustav V., sem þá var hátt á níræðisaldri, er nú lát- inn, en við konungdómi hefur tekið afi Iitla drengsins, Gustaf VI., sem nú er 78 ára, en faðir hins unga ríkisarfa fórst í flugslysi 26. janúar 1947. — Þessi ungi rík- isarfi, sem nú er 15 ára að ald-ri er réttbor- inn krónprins Svíþjóðar og tekur við kon- ungdómi að afa'sínum látnum. Þessi ungi, konungborni sveinn er nú í gagnfræðaskóla. Ekki er mér neitt kunn- ugt um það, hvort hann er góður náms- maður eða ekki, en eftir myndum af hon- um að dæma, virðist hann vera skýrleiks- barn og giftusamlegur. — Skólalöggjöf Svía er mjög svipuð þeirri skólalöggjöf, sem við íslendingar búum við. Krónprins- inn mun því nú um það bil að Ijúka sinni skólaskyldu, en væntanlega heldur hann áfram námi til stúdentsprófs. Fram að þessum tíma hefur hann orðið að glíma við sömu verkefni í flestum greinum og skólaskyldir unglingar á Islandi hafa þurft að glíma við, hvort sem hann hefur sótt einkaskóla eða skóla rekna af ríkinu. Mörg börn fæðast til auðs og metorða, ef svo mætti að orði komast, — en öll verða þau að afla sér þekkingar með eigin ástundun og erfiði. Það fæðist enginn með fullkom- Til vinstri: Prinsessurnar Margaretha og C.hristina d hestbaki. Að neðan: Mynd frá Stockhólmi.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.