Heima er bezt - 01.05.1961, Qupperneq 25

Heima er bezt - 01.05.1961, Qupperneq 25
 ' _.... FJORÐI HLUTI IX. Æskan einráð á Grund. Sprettfráir gæðingar sýslurnannshjónanna renna úr hlaði. Þau eru að leggja af stað í hið fyrirhugaða ferða- lag. Og nú er æskan einráð á Grund. Pálmi fulltrúi hefur fvlgt hjónunum út úr húsinu og horfir nú á eftir þeim, er þau ríða úr hlaði. í dag hefur honum verið falið á hendur heilt sýslumanns-embætti í fjarveru Arna sýslumanns. Svo hátt er hann þegar haf- inn að mannvirðingu í þessari ókunnu sveit! En hugur hans er ekki eingöngu bundinn störfum og embættis- heiðri. Hann dreymir einnig um ástir og ævintýri. Pálmi gengur að bifreið sinni, senr stendur við hús- ið, og lýkur upp framhurðinni. Það er orðið langt síð- an hann hefur farið í ökuferð. Og nú ákveður hann að bæta sér það upp strax að starfi loknu næstkomandi laugardagskvöld og bjóða Elsu að vera með. Hún hlvt- ur að kunna þá háttvísi að taka boði hans, þar sem hann er líka nýkominn í sveitina og þarf því á kunnug- um ferðafélaga að halda. Og fái hann hana eina með sér einu sinni út í töfraheim sumarkviildsins, er hann fullviss um sigurinn. Honum hefur ekki hingað til brugðizt bogalistin. Pálmi lítur brosandi yfir bifreið sína. Hún er í alla staði hin fullkomnasta, og hann getur óhikað boðið hverri sem er far í henni. En nú kallar embættið og skyldustarfið hann. Pálmi lokar bifreið sinni aftur og gengur inn í sýslumannsskrifstofuna til starfa. En ævin- týraþráin svellur heit og knýjandi í huga hans. Elsa er ein í eldhúsinu og undirbýr kvöldverðinn. í dag hefur hún ekkert getað farið út á túnið til starfa sökum annríkis innanhúss, og hún saknar þess. En seinna skal hún bæta sér það upp, þó þörfin sé orðin lítil fyrir vinnu hennar við heyskapinn, þar sem allt er að verða vélrænt. Stína hefur lokið starfi dagsins á túninu og gengur heim. Hún kemur inn í eldhúsið til Elsu og segir undir eins: „Get ég ekki eitthvað hjálpað þér við eldhússtörf- in, Elsa? Útivinnunni er lokið í dag.“ „Ég þakka þér fyrir, Stína mín, en ertu ekki orðin þreytt, viltu ekki bara hvíla þig?“ „Nei, ég er ekkert þreytt. Þefta er ekki svo erfið vinna á túninu. Get ég eitthvað gert fyrir þig?“ „Já, víst geturðu það, og fyrst þú vilt vera svo góð að hjálpa mér, þá ætla ég að biðja þig að færa Pálma fulltrúa kvöldverðinn upp í dagstofu. Mamma hefur innleitt þá reglu að færa honum matinn upp í stofu, og ekki ætla ég að fara að breyta því.“ Stína roðnar ósjálfrátt. Blóð hennar evkur jafnan hraðann, er hún hevrir nafn fulltrúans nefnt, síðan þau urðu samferða heim af dansleiknum að Stóra-Asi í vor. Hún hefur sjaldan séð Pálma síðan, og hann hefur ekk- ert við hana talað. En hún ræður ekki við þessar til- finningar gagnvart honum, því miður. Stína raðar kvöldverði fulltrúans á bakka og gengur svo með hann upp í dagstofuna. Pálmi hefur lokið störfum sínurn á skrifstofunni og fært sig þaðan. Hann situr nú inni í dagstofu og les í fréttablaði. Stína kemur inn í stofuna til hans og býður gott kvöld og fer svo að raða kvöldverðinum á borðið. Pálmi lítur snöggt á Stínu og svarar kveðju hennar þurrlega. Svo Elsa sendir þá vinnukonuna með kvöld- verðinn handa honurn, en kernur ekki með hann sjálf. Hún er þó vön að bera á borð, þegar móðir hennar er heima. En það breytir engu, hver færir honum mat- inn, hann er ákveðinn í því að ná fundi sýslumanns- dótturinnar í kvöld. Hann ræðir ekkert við vinnukon- una og heldur áfram að lesa blaðið. Stína lýkur við að raða kvöldverðinum á borðið fyr- ir fulltrúann og býður honum síðan að gera svo veL Því næst tekur hún bakkann og hraðar sér fram úr stofunni aftur. Hún er feimin og óstyrk í návist full- trúans. Pálmi færir sig síðan að borðinu og snæðir kvöldverðinn einn. Gunnar kaupamaður losar hestana frá sláttuvélinni og flytur þá í hagagirðinguna sunnan við túnið. Að morgni er helgidagur, og þá eiga hinir þörfu þjónar hvíld og frelsi. Gæðingar Gunnars eru á beit í girð- ingunni skammt frá honunt. Hann gengur til þeirra og Heima er bezt I

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.