Heima er bezt - 01.05.1961, Page 27

Heima er bezt - 01.05.1961, Page 27
„Ég er að leggja af stað í útreiðartúr, Stína mín.“ „Með hverjum?“ „Gunnari. Ég veit að þú gengur frá mjólkinni, eins og þú ert vön.“ „Já, ég geri það, en er ekki eitthvað, sem ég get gert fyrir þig, á meðan þú ert að heiman?“ „Nei, þakka þér fyrir, Stína mín. Eldhússtörfunum er lokið, og þú átt frí. Vertu blessuð!“ „Vertu blessuð. Góða skemmtun!“ Elsa hraðar sér út til Gunnars, sem bíður hennar, og nemur staðar hjá honum. „Jæja, þá er ég nú tilbúin að leggja af stað,“ segir hún. „Þú stígur þá á bak þeim fulltamda,“ svarar hann brosandi. „Þakka þér fyrir.“ Hún lyftir sér léttilega á bak gæð- ingnum, en Gunnar stígur á bak hinum. Svo ríða þau úr hlaði, sýslumannsdóttirin og kaupamaðurinn, tvö ein, út í dýrð sumarkvöldsins. Pálmi fulltrúi reikar út úr húsinu. Hann er í æstu skapi. A hlaðinu nemur hann staðar, og honum verður litið á karl og konu, sem ríða burt frá sýslumannssetr- inu og fara geist, bæði auðsjáanlega vel vön að sitja hest. Hann grípur andann á lofti. Elsa er þó líklega ekki að fara í útreiðartúr með.... með kaupamannin- um, en hafnaði bílferð með honum! Nei, nú á hann engin orð. Hvað skyldu foreldrar hennar segja um slíkt framferði? Þetta þurfa þau að fá að vita. Skap fulltrúans verður enn æstara en áður. Með hverju getur hann hefnt sín á Elsu? Skyldi hann ekki geta strítt henni ofurlítið með því að bjóða vinnukon- unni út í bílferð? Stína er allra laglegasta stelpa, ágæt í smáævintýri á svona sumarkveldi, fyrst annað brást. Ævintýraþráin ólgar í blóði hans og heimtar útrás. En hvar er vinnukonuna helzt að finna? Hann ætlar fyrst að leita hennar í eldhúsinu, ef hann ratar þá þangað. Pálmi gengur aftur inn í húsið og finnur brátt eld- húsið, en þangað hefur hann ekki komið áður. Stína stendur við vaskinn og þvær mjólkurílátin. Pálmi kem- ur inn til hennar og býður glaðlega gott kvöld. Stína lítur snöggt á fulltrúann, og kinnar hennar skipta litum. „Gott kvöld,“ svarar hún lágt. „Hvaða ferðafólk var að fara héðan frá Grund núna rétt áðan?“ spyr hann. „Gunnar og Elsa.“ „Hvert ætluðu þau?“ „Það veit ég ekki.“ „Þau hafa ekki boðið þér að vera með?“ „Nei, en ég hefði áreiðanlega fengið lánaðan hest, hefði ég beðið um hann.“ „Þú ert kannske ein af þeim, sem hefur sérstaklega gaman að hestum?“ Hann brosir háðskur. „Nei, ég hef ekkert sérstaklega gaman að þeim.“ „Finnst þér kannske meira spennandi að aka í bif- reið?“ „Ég hef nú lítið gert að því.“ „Með mér í vor. — Var það ekki nógu gaman?“ ,Jú,“ svarar hún lágt og roðnar enn meir. Pálmi færir sig nær henni. „Við erum víst orðin tvö ein eftir hér á Grund,“ og Stína játar því. „Ég er að hugsa um að bjóða þér með mér í bíltúr, hvernig lízt þér á það?“ „Ég þakka fyrir, en.... “ „En hvað?“ Hún veit ekki hvað segja skal og roðnar enn þá meir én áður. Hann gengur fast að hlið hennar og horfir brosandi á fagran roðann í kinnum hennar, sem fer svo vel við sakleysið í svip hennar og yndisþokka. „Þú kemur með mér, vina,“ hvíslar hann við vanga hennar. „Ertu ekki búin að ljúka störfum hér í eld- húsinu? “ „Jú, en ég þarf að skipta um föt.“ „Allt í lagi, ég bíð þín í bifreiðinni á meðan.“ Full- trúinn brosir sigurglaður til vinnukonunnar og gengur svo út í bifreiðina. En Stína fer upp í herbergi sitt og klæðist snotrum sumarkjól, snyrtir hár sitt smekklega og andlit og setur upp ljósan hatt. Síðan gengur hún feimin og sakaus út að bifreið fulltrúans. Hann býður henni brosandi að setjast við hlið sér. Hún sezt hjá honum, og þau aka á brott. Síðustu geislar sólarlagsins roða sveitina, er Gunnar og Elsa stöðva gæðingana heima á hlaðinu á Grund og stíga af bak. Hið fyrsta sameiginlega ferðalag þeirra er á enda. Elsa strýkur reiðskjóta sínum blíðlega um stinnan háls og makka að skilnaði, og réttir svo Gunn- ári höndina. „Ég þakka þér fyrir hestlánið, Gunnar. Þetta var yndisleg stund,“ segir hún næstum hvíslandi. Gunnar tekur þétt um hönd hennar. „Það gleður mig, að þú hefur notið hennar, Elsa.“ Handabandið rofnar ekki, augu þeirra mætast, engin orð eru sögð, en þögnin í djúpi augnanna talar sínu máli. Þau standa um stund sem í draumi, en svo áttar Gunnar sig og sleppir hægt hönd sýslumannsdótturinnar. Hann hefur ef til vill of lengi notið snertingar hennar, því hann er aðeins kaupamaður á Grund. Gunnar snýr sér að gæðingum sínum, en Elsa stend- ur kyrr og litast um. Hún veitir því brátt athygli, að bifreið Pálma fulltrúa er horfin af hlaðinu. Skyldi hann hafa farið einn út að aka? Eða kannske hefur hann boð- ið Stínu með sér? Aumingja Stína litla, hún er ef til vill of saklaus og góð iyrir heiminn. Gunnar hefur á með- an sprett af hestum sínum og segist nú ætla að fara með þá í hagagirðinguna. „Þá fer ég inn og hita kvöldkaffið handa okkur á meðan,“ segir Elsa. „Það er ágætt,“ segir Gunnar. Þau brosa bæði, og svo hraðar hún sér inn í húsið, en hann horfir á eftir henni. „Yndisleg!“ hljómar hálfhátt í huga hans. Og svo fer hann af stað með hestana. Elsa finnur engan í húsinu, þar ríkir algerð kyrrð. Hún kveikir í skyndi undir katlinum, framreiðir kaffi Heima er bezt 171

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.