Heima er bezt - 01.05.1961, Page 29

Heima er bezt - 01.05.1961, Page 29
X. Heimsóknin mikla. Sýslumannshjónin eru komin heim aftur, glöð og ánægð eftir vel heppnað ferðalag, og allt hefur færzt í sitt vanalega horf á heimili þeirra. Störfin kalla. Sum- arið ríkir. Árni sýslumaður og Pálmi fulltrúi hafa nýlokið há- degisverði og sitja enn í dagstofunni og reykja. Frið- sæl kyrrð sumardagsins vakir yfir öllu. En skyndilega kveður við símahringing. Sýslumaðurinn rís á fætur og svarar í símann. Það er hann sjálfur, sem beðið er um til viðtals, og hann á langt símtal við Reykjavík. Að því loknu kemur hann aftur inn í stofuna til Pálma fulltrúa og segir glaður: „Ég er með kveðju og góðar fréttir til þín, Pálmi.“ „Jæja, og frá hverjum?“ „Foreldrum þínum. Pabbi þinn talaði við mig. Þau leggja af stað hingað á morgun í heimsókn til okkar,“ „Ég þakka þér fyrir. Það verður gaman að sjá þau hér á Grund.“ „Já, sannarlega.“ „Ætla þau að dvelja hér lengi?“ „Aðeins einn dag um kyrrt, bjóst pabbi þinn við. En ég reyni að fá þau til þess að dvelja lengur, ef mögulegt er. Það er ekki svo oft sem ég nýt þess að vera samvistum með Þórði, vini mínum, nú á síðari árum.“ Sýslumaðurinn klappar á herðar fulltrúa síns. „Svo reynum við öll, fjölskylda mín og þú, að gera þeim heimsóknina sem ánægjuríkasta,“ segir sýslumað- ur Ijómandi af gleði og tilhlökkun. Framhald. Kalt á fótum Framhald af bls. 163.------------------------------ hans. Hann blotnaði einnig í hinn fótinn, en þar hlífði skórinn honum við mestu kalhættunni. Þegar þeir hitt- ust Brandur og maðurinn frá Arnkötludal gekk hann á berum sér á skólausa fætinum. Var honum mjög erfitt um gang, en staulaðist þó hjálparlítið heim að Arn- kötludal. Lá hann þar heima um hríð, en var síðan fluttur í Sjúkraskýjið á Hólmavík. Þar var hann til lækninga margar vikur, mig minnir 18. Voru þar tekn- ar af honurn flestar tær á öðrum fætinum, og skorin skemmd úr hælnum allt inn í bein. Greri sár það seint, og var hann hvergi nærri fullgróinn sára sinna, er hann hvarf af sjúkrahúsinu, og gekk hann til læknis alllengi þar á eftir, til þess að láta skipta umbúðum og gera að sárunum. Lengi eftir að sárið á hælnum var hemað, hafði hann bundið um það, til þess að hlífa því við hnjaski, er hann gekk. Eftir þetta áfall var Brandi erfitt um gang árum saman, og aldrei náði hann sér til fullnustu. Þó gat hann ekki setzt um kyrrt. Þegar er leið á næsta sumar eftir hrakförina á fjallinu tók hann að ferðast á ný. En nú hafði hann stuttar dagleiðir og þótti harðla gott að setjast upp í bíl, ef hann átti þess kost. Spurði hann þá ekki ætíð um áfangastað, en sat í bílnum eirts og ferðum hans skyldi háttað hverju sinni. Þannig hélt hann áfram í 11 ár og fór um sitt gamla svæði, verzl- aði með smáhluti, og spilaði á spil, þar sem hann var næturlangt. Þótti mörgum gaman að spilamennsku hans og ýmsum skringilegheitum, er hann hafði í frammi (sbr. Ilmur liðinna daga). Ekki gerði Brandur mildð að því, að fara fjallvegi á fæti eftir að hann kól. Þó bar hann það við síðari árin, og var hann þá stundum lengi milli byggða, en komst þó alltaf áfrarn af eigin ramleik. Loks varð hann að hætta að ferðast vorið 1954, en þá veiktist hann, og lagðist á súkrahús til uppskurðar. Þegar af sjúkrahúsinu kom, fór hann til dvalar á Élli- heimilið á Akranesi og var þar til dauðadags. Hann lézt í desember 1960 og var þá nær 78 ára að aldri. „Það er langt síðan . . Framhald af bls. 161. ------------;----------------- mundur hvar aldraður maður gengur inn og tvö ung- menni, piltur og stúlka, á eftir honum, en konan fer síðust — í því vaknar Ingimundur. Ég vil biðja „Heima er bezt“ fyrir þessa sögu. Hún sýnir að enn greast fyrirburðir, sem verða að þjóðsög- um er frá líður. Enginn, sem þekkir Ingimund, efast um sannleiksgildi orða hans, svo er hann vandur og greindur maður. Gísli Vagnsson, Mýrum, Dýrafirði. • • VILLI........ Heima er bezt 173

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.