Heima er bezt - 01.05.1961, Page 31
ætlið þið að vera hér alislaus í vetur? Ég hef hugsað
talsvert oft urn það.“
„Náttúrlega verðum við hérna hvernig sem okkur
gengur að lifa,“ sagði gamla konan döpur. „Það er eina
vonin að maður fái eitthvað úr sjónum. Hann er búinn
að reyta þó nokkuð, ja reyndar þeir báðir, en nú er
fiskurinn að dýpka á sér, þá er það búið. Það verður
lítil mjólkin býst ég við. Varð ekki kýrin aldeilis þurr
þegar búið var að þvæla henni alla þessa leið í myrkr-
inu?“
„Þetta er nú ekki löng leið, góða mín. Hún er orðin
þurr núna, enda komin fast að burði. Ég er viss urn
að hún hefur þekkt mig.“
„Það hefði verið talsverður munur ef hún hefði orð-
ið eftir,“ kveinaði gamla konan.
„Mér finnst þetta alveg óþarfa kvart,“ sagði Valborg.
„Þar sem kvígan kemst í gagn fyrri jól og þið ætlið
að slá af hest, hlýtur þetta að geta orðið þolanlegt líf.“
Það kom vatn í munninn á Asdísi þegar hún heyrði
minnzt á hrossakjöt. Þvílíkur ilmandi matur yrði ekki
á borðum á Giljum. Valborg fór fram, líklega til að
skerpa á katli. Asdís elti hana því það þýddi ekkert að
tala við kerlingarkvölina. Hún var alltaf að kvarta og
kveina. Það var allur bærinn sópaður hjá henni.
„Svo þið hafið þá aldrei komið inn ölium útheys-
skapnum,“ sagði hún. „Heyrðist það aldrei á Kristjáni
að það sæist að ég væri farin?“ spurði hún.
„Nei, það heyrði ég aldrei til hans. Það var heldur
að það heyrðist til gamla mannsins. Guðný vildi fá
hest og fara alfarin sama daginn og þú fórst, en það
varð ekkert af því, og það sldpti áreiðanlega um með
hana. Hann var ekki mjög flírulegur við hana það sem
eftir var.“
„Það var eins gott að hún varð fyrir olnbogunum á
honum. Henni var alltaf skemmt þegar hann var sem
ómerkilegastur við mig,“ sagði Asdís. „En ósköp sýnist
mér kerlingartetrið armæðuleg á svipinn núna,“ bætti
hún við.
„Já, hún kvíðir ósköp framtíðinni, stráið, meira en
ástæða er til fyrir hana.“
„Það er eðlilegt þar sem manneskjan sér að engin
manneskja er á heimilinu, sem hægt er að treysta á.
Það var meiri vitleysan í Kristjáni að ætla að fara að
selja skepnurnar. Ef hann hefði ekki gert það hefði ég
sjálfsagt verið hér enn þá.“
„Ég efast um að það hefði verið til nokkurs betra.
Gamla konan var orðin úttauguð að vera með strákang-
ann,“ sagði Valborg fálega.
Hún tafði fram í myrkur. Hana langaði til að sjá
framan í Hartmann karlinn, en hann var hvergi sjáan-
legur. Ekki heyrðist það á kerlingunni að hún væri
hrædd um hann. Hún sagði bara að Kristján færi sjálf-
sagt að koma. Ásdís vissi varla hvort hún ætti að bíða
komu hans eða ekki. Það varð því úr að hún kvaddi og
fór út í náttmyrkrið. Hvað skyldi verða um þetta
heimili ef karlanginn kæmi aldrei að landi, hugsaði hún
á heimleiðinni. Skyldi Kristján koma og biðja hana að
koma til sín. Hún vissi ekki hvort hún kysi að breyta
til. Þetta var ekki orðinn nokkur búskapur hjá honum
hjá því sem var á Hofi. I það bú hefði verið ánægjulegt
að setjast, en það fór nú eins og allt annað. Náttúrlega
var alltaf hægt að fjölga skepnunum, því skuldugur var
hann víst ekki, eftir því sem faðir hans sagði. En það
var bara ómögulegt að búa með honum eins og hann
var til skapsmunanna í sumar. Þá var skárra að vera í
rólegheitunum heima.
Henni fannst baðstofan á Giljum ákaflega dimm og
illa útlítandi þegar hún kom heim. Stóri lampinn úr
hjónahúsinu á Hofi hafði lýst baðstofuna á Bakka svo
vel upp, að hún var eins og höll hjá þessari. Hún dreif
sig í að gera hreina baðstofuna daginn eftir. Það hafði
víst ekki verið gert í mörg ár, enda tók hún miklum
stakkaskiptum. Þar næsta dag reið hún út í kaúpstað
og keypti stóran lampa og margt fleira.
„Mér finnst ég nú tæplega þekkja baðstofugreyið
þegar búið er að hressa svona upp á hana,“ sagði Steinn
gamli. „Hún hefur nú aldrei komizt í kynni við annað
en lýsislampa og svo þetta grey með kolsvartan skerm-
inn af ósreyk.“
Veturinn heilsaði með stórhríð og frosti. Hann yrði
áreiðanlega gjafafrekur, sögðu bændurnir. Ásdís hjálp-
aði föður sínum við gegningarnar. Hann talaði oft um
það að hún skyldi bara taka við búinu. Sjálfur sagðist
hann vera orðinn garmur til heilsunnar, en hún væri
svoddan dugnaðarstúlka, að hcnni vrði ekki mikið fvr-
ir því að heyja handa skepnunum. Þar sem hún ætti nú
bæði kúna og 4 hrosshöfuð mætti heita að hún væri
búfær. En Ásdís var alltaf með hugann á Grýtubakka,
en fékk engar fréttir þaðan fyrr en Ásgeir, bróðir
hennar, kom heim, rétt fyrir 'jólin. Hann sagði að það-
an væri lítið gott að frétta. Kristján yrði fyrir hverju
óhappinu af öðru. Hann hafði misst 4 ær í sjóinn. Þær
höfðu verið komnar fram í skerið og verið farið að
„falla að“ þegar eftir þeim var tekið. Þeir höfðu getað
bjargað 5 ám, en Kristján hefði orðið innkulsa og legið
í rúminu í hálfan mánuð á eftir.
„Mér þykir þú segja fréttir,“ sagði Ásdís. „Ef ég
hefði vitað þetta hefði ég farið vestur yfir hvað sem
hver hefði sagt.“
Þá þyngdist svipurinn á Steini gamla. „Þú skalt bara
íhuga það, að þú ert ekki laus og liðug lengur, stúlka
mín,“ sagði hann. „Ég flutti þig ekki hingað til þess
að móðir þín þyrfti að hugsa um barnið, heldur fannst
mér nær að þú yrmir fyrir skepnunum þínum hér en
þú þrælaðir fyrir mat hjá vandalausum. Karlinn getur
víst alveg eins hirt sínar skepnur eins og ég án þinnar
hjálpar.“
„Það sjá nú líklega allir, að ég hef unnið fyrir meiru
en matnum mínum,“ sagði Ásdís og rauk fram heldur
svipmikil.
„Ég segi nú bara að það sé til skammar hvernig þú
talar til Ásdísar, þessarar myndar stúlku,“ sagði móðir
hennar.
Heima er bezt 175