Heima er bezt - 01.05.1961, Qupperneq 32
„Þú værir ánægð með það að hún hlypi til hans
aftur og léti þig hafa stráldnn,“ sagði Steinn gamli.
„Eins og sagt er að hann hafi verið við hana,“ sagði
Asgeir. „Þó út yfir tæki í sumar. Þvílíkur þrældómur
og þvílík viðbúð. Aldrei talað við hana almennilegt
ósnúið orð. Það er svo sem ekki undarlegt þó hún sé
með hugann hjá honum.“
„Það er nú svona þar sem ástin og tryggðin sitja að
völdum í hug og hjarta, Ásgeir minn, það áttu eftir
að reyna,“ sagði móðir hans.
Feðgarnir skelltu báðir í ^óm við þessari spaklegu
athugasemd húsfreyju.
Ásdís fór út í fjós og sat þar sár og reið og fór ekki
inn fyrr en bróðir hennar var farinn. „Það er búið að
spilla honum svo við mig og Kristján að hann getur
varla talað við mig fyrir merkilegheitum. Kannske
hann sé að hugsa um að ná í Rósu og sé svona drjúgur
yfir sinni hamingju,“ sagði hún.
„Hann er nú líklega skynsamari en það, að láta sér
detta það í hug,“ sagði faðir hennar.
Þetta var sjálfsagt sneið til hennar. Hann hafði alltaf
verið í eftirlæti hjá föður sínum.
í þorrabyrjun gerði hlákublota. Eftir hann kom ágætt
gangfæri. Þá lagði Ásdís af stað út í kaupstað. Það var
margt, sein þurfti að kaupa og gaman að sjá útsveitina.
Þar var hugurinn oft. Hana sárlangaði til að koma við
á Hofi, en hætti við það. Hún átti þar víst litlum vin-
sældum að fagna. Heldur ætlaði hún að líta inn til
Stínu á Bala, hvíla sig og fá kaffisopa. Þar fengi hún
líka allar fréttir, sem fáanlegar væru.
Stína gamla var lík sjálfri sér, hálfóhreinleg til fara
og krímug í andliti, en hún tók henni hlýlega og bauð
henni gistingu. Varla færi hún að fara fram eftir alla
leið í þessari hálku.
„Ég var nú svo sem hálfpartinn að hugsa um að fara
heim að Hofi og heilsa mæðgunum, því einu sinni
þekktist maður nú, en svo hætti ég við það. Bróðir
minn er orðinn svo dryssugur síðan hann kom þangað,
að hann vill helzt ekki tala við mig. Þá er líklegast
ekki von á því að vandalaust fólk sé kumpánlegt við
mann,“ sagði Ásdís, þegar hún var sezt niður.
„Það var nú alveg rétt af þér að fara ekki að þvælast
þangað heim. Ekki vantar fínheitin og praktina á bæn-
um þeim, eins og fyrr. Og svo er nú-presturinn orð-
inn þar heimilismaður. Ekki óprýðir hann heimilið,
þetta blessað ljós.“
Ásdís skellihló. „Kannske Ásgeir hafi ætlað sér Rósu
og sé svona argur yfir því að missa hana. Ég var svo
sem búin að tala um það við hann,“ sagði hún.
„Svo mikið flón er hann ekki. Hvað hefði hann haft
að gera með svo fallega og fína konu. Það búast allir
við því að þau verði hjón hún og blessaður prestur-
inn. Hún verður falleg prestskona. Ég hef það nú til
enn þá að líta í bolla ef ég sýp kaffi í maskínuhúsinu.
Þú kannast við mig,“ sagði Stína og brosti drýginda-
legu brosi.
„Það er vel líklegt, að ég þekki eitthvað til þín. Þú
lítur nú líklega í bollann minn þegar þú ert búin að
hita kaffið. Það er orðið langt síðan að maður hefur
getað hlegið að svoleiðis,“ sagði Ásdís.
„Það er nú líklegt,“ sagði spákonan og flýtti sér að
láta sjóða á katlinum. Nu máttu ekki láta mjólk í kaff-
ið. Þá sést ekki það sem þar birtist. Þar næst varð að
snúa bollanum þrisvar yfir höfðinu á sér og svo varð
að láta hann þorna.
„Það er verst hvað hann verður lengi að þorna,“
sagði Ásdís.
„Ó, láttu þér bara skaplega. Það er víst ekki svo
mikið að sjá þar, býst ég við,“ sagði Stína. Svo fór
hún að velta bollanum á ýmsa vegu með miklum spek-
ingssvip. „Þú mátt vera vel ánægð þar sem þú ert.
Lifir eins og blóm í eggi í foreldrahúsunum. Það er
ólíkt eða bollinn þinn í fyrravetur. Reyndu bara að
gleyma Kristjáni Hartmannssyni og öllum hans líðileg-
heitum. Hann er ekki þess verður að þú hugsir hlýlega
til hans.“
„Því dettur þér í hug að ég hugsi um hann?“ sagði
Ásdís.
„Það er líklega eins og það hefur verið með ykkur
þessar ástríku konur, þið gleymið og fyrirgefið um
leið og þeir eru þagnaðir,“ sagði Stína.
„Leggðu spilin, þar sérðu meira,“ sagði Ásdís.
„Já, hvað er nú að heyra. Ég býst við að þau séu
týnd. Það eru ekki margir, sem trúa mér lengur. Helzt
ungar stelpur, sem langar til að giftast.“
Spilin fundust samt, tárhrein innan í fínu bréfi,
niðri í kommóðuskúffu. Nú varð að hætta öllu skvaldri
og gaspri. Það var grafarþögn í baðstofukrýlinu með-
an spákonan raðaði spilunum á borðið. Ásdís horfði á
með vQt augun af eftirvæntingu. Hún trúði á Stínu.
Hún hafði sagt henni svo margt, sem fram hafði kom-
ið. En nú leit út fyrir að gátan væri talsvert torráðin.
Spákonan velti vöngum og rýndi í spilin, án þess að
tala orð.
„Hvað sérðu, Stína mín? Góða segðu mér eitthvað,“
sagði Ásdís með barnslegri ákefð.
„Þú verður þarna áfram. Þér líður vel, en alltaf er
hugurinn á Bakkanum. Þar eru slæmar ástæður og eiga
þó líklega eftir að versna. Nú er bezt að athuga þetta
betur. Ójá, þarna kemur nýtt tímabil. Eitthvað ferðu
að skipta þér af því. Það er heldur ekki hægt annað
að segja en það sé gustuk, en bara að það verði endur-
goldið. Þarna eru þau orðin ein gömlu skörin.“
„Hvað er orðið af Kristjáni?“
„Hann er farinn í eitthvert ferðalag, líklega til
Reykjavíkur, en vertu nú ekki að trufla mig. Ég er í
öðrum heimi. Hann hefur verið lánsamur að fá Val-
borgu. Hún er dygg kona og hugsar vel um heimilið.
Hún er nú ekkert unglamb, heldur ekki ég.“
„Hún juðar þetta í bænum. Sjaldan kom hún nú út,“
tautaði Ásdís.
„Það var nóg að hugsa um innanbæjar,“ sagði Stína
og raðaði spilunum fyrir framan Ásdísi. „Ójá, þama
176 Heima er bezt