Heima er bezt - 01.10.1961, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.10.1961, Blaðsíða 12
ÁRNI ÁRNASON FRÁ GRUND: Bölvaldur Vestmannaeyja 1600—1848 r ýmsum öldum hafa tímabil óáranar og sjúk- dóma gengið yfir flestar byggðir Islands. Má þar til nefna farsóttir, sem valdið hafa manndauða, ógnum þrungin eldsumbrot, ísa- lög og veðurhörkur, sem af hefur leitt fólks- og skepnu- felli, skipskaða, fiskileysisár, grasbrest og í kjölfar þess hina sárustu fátækt. Fjöldamargir kaflar sögu vorrar eru svo hlaðnir frásögnum um hörmungar þessar, að manni hrýs hugur við þeim þrautum, sem þjóðin hefur þolað. Ekki fóru Vestmannaeyjar varhluta af þrengingum þeim, sem yfir meginlandið gengu. Hér var oft þröngt í búi sakir aflaskorts og farsótta, og fátæktin var trúr fylginautur manna. Þótt ekki væri lifandi eldfjall í Vestmannaeyjum, sluppu eyjarskeggjar sjaldnast við öskufall, þegar eldur var uppi í landi, né aðrar afleið- ingar eldsumbrotanna. ÝTar þeim oft skenktur beiskur bikar af þeim Heklu og Kötlu líkt og öðrum lands- mönnum, einkum hinni síðarnefndu. Umbrot hennar trylltu oft hafið umhverfis eyjarnar, svo að það varð eins og hamslaus goshver. Fjallháir brotsjóar og hrika- legar bylgjur skullu með tröllauknum krafti á eyjun- um, gengu langt á land upp, brutu og eyðilögðu allt, er á vegi þeirra varð. Ollu þessar hamfarir oft stór- tjóni. Aflabrestur lék Eyjarnar svo grátt sum árin, að ver- tíðarhlutur stórskipa varð aðeins um og yfir 100 fiskar. Skipa- og mannskaðar voru tíðir í Eyjum, og áttu fjöl- mörg heimili um sárt að binda þeirra vegna. Búskapur bænda þar var lítill, og stunduðu þeir þess vegna sjó- inn af kappi, enda áttu þeir oftast afkomu sína undir fiskveiðunum. Brygðust þær ásamt fuglaveiðunum, mátti segja, að sultur væri fyrir hvers manns dyrum. Ein plágan var þó flestum verri, og Iá hún eins og mara á eyjabúum öldum saman. Þessi plága var barna- dauðinn mikli og óviðráðanlegi, sem kallaður var „gin- klofi“. Veiki þessi var svo skæð, að naumlega var ör- uggt um líf nokkurs barns í Eyjum, jafnvel þótt mæð- urnar færu upp til meginlandsins til að ala þau. Mörg börn létust þar eða tóku veikina eftir að þau komu ung til Eyjanna. Munu börn 5 til 7 ára gömul oft hafa sýkzt, er þau komu frá meginlandinu, þótt ekki séu til sér- stakar skýrslur um það. Talið er að veikinnar hafi fyrst orðið vart í Eyjum um 1630, þó má vel vera, að hún hafi borizt þangað fyrr með fólki frá írlandi. En umrætt ár skrifar Kirkju- bæjarklerkur hér, að fjórar konur hafi látizt úr gin- klofa, og auk þess 29 börn af 37, sem fæddust þar á þremur árum, 1627—1630. Af þessu sést, að fullorðið fólk hefur einnig orðið veikinni að bráð. í ritgerð séra Gissurar Péturssonar að Ofanleiti 1703 er veikinni lýst svo, „að hún líkist mjög smadrcetti, sem afmyttdi, teygi og togi sundur limina og geri hold- ið blásvartu. Veikin magnaðist eftir því sem fólkinu fjölgaði. Við ekkert varð ráðið, enda var ekkert til varnar henni, nema ýmiss konar skottulækningar, sem fólkið greip til í vandræðum sínum, en gerðu að sjálf- sögðu lítið eða ekkert gagn. Lengi var læknum ókunn- ugt um orsakir veiki þessarar, og talið var, að hún þekktist hvergi nema í Vestmannaeyjum. Síðar kom þó í Ijós, að hún var einnig landlæg í írlandi. Sumir töldu, að hún stafaði af fuglakjöts- eða fiskáti, en aðrir töldu hana koma af sóðaskap, af notkun fýlafiðurs í sængurfatnað, sem mjög var almennt, eða af mjög vondu neyzluvatni. Sveinn Pálsson, læknir fór til Eyja 1799, til þess að kanna sjúkdóm þenna, og aðhylltist hann ofangreindar ástæður. Fýlafiður er afardaunillt, nema það sé mjög vel hreinsað, en slíkt hefur sennilega verið ókunn hrein- lætisráðstöfun í þá daga. Allflestir efnaðri menn not- uðu hins vegar lundafiður í sængurfatnað)Xen það var of dýrt fyrir alþýðu manna. Það var eðlilegt, að læknar kenndu óheilnæmu neyzluvatni um veikina, eins og Sveinn Pálsson. Allur þorri fólks sótti neyzluvatn í svonefnda „Vilpua. Það er tjörn, sem aðrennsli hefur á alla vegu frá aðliggjandi túnum, en frárennsli er ekkert úr henni nema í stór- leysingum. Á túnin var búpeningi beitt að sjálfsögðu, og á þau var borinn alls konar húsdýraáburður, fiskúr- gangur o. fl. eftir því sem þörf krafði. Af túnunum rann svo vatn blandað þessum áburði í Vilpu, og má fara nærri um, að það hefur ekki verið hollt til drykkj- ar eða neyzlu yfirleitt. Brunnar við hús voru sízt betri, ef þeir voru þá nokkrir til. Þeir voru opnir og oftast grafnir í túnum bændanna (sbr. brunninn í Dölum, iVIiðhúsum og víð- ar). Steinlímdir brunnar komu hér ekki til sögunnar fyrr en skömmu fyrir síðustu aldamót, líklega 1880— 1885, nema við fæðingarstofnunina, Dönsku húsin og á tveimur stöðum öðrum. Til þess að bæta úr þessu lögðu læknar eindregið til í fyrsta lagi, að vatnsbrunnar væru hafðir lokaðir, og í öðru lagi að til drykkjar væri eingöngu notað bergvatn úr Klettshelli í Yztakletti, frá Heimakletti undir Löngu og úr vatnslindinni inni í Herjólfsdal. Læknisvitjanir voru erfiðar úr Eyjum, og oft var alls- 340 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.