Heima er bezt - 01.10.1961, Blaðsíða 14
Frá Eyjum
1880. Húsið
Boston, siðar
nejnt Dalbcer.
Rétt við mæn-
inn sér á
Prestshús, en
til hcegri, við
rætur Helga-
jells, Stóra-
Gerði.
En þótt þessir valdamenn legðust gegn því, var samt
enn sendur læknir til Eyjanna frá Kaupmannahöfn,
Andreas S. I. Haalland að nafni. Hann var áhugamaður
um starf sitt og mannkostamaður mikill. Honum tókst
að fá stjórnina, til þess að leggja sér til ný lækninga-
áhöld og 200 ríkisdala styrk. Eftir komu sína 1840
gerði hann brátt tillögur til stjórnarinnar um, að komið
yrði hér upp fæðingarheimili. Hann sagði, að veikin
væri nú minni en undanfarin ár og þakkaði það góðu
lækniseftirliti. Hins vegar taldi hann, að veikinni yrði
ekki útrýmt fyrr en barnshafandi konum yrði fyrir-
skipað að leggjast á fæðingarheimili og fæða þar börn
sín. Þar þyrftu þær að dvelja 3—4 vikur eftir bams-
burðinn undir læknishendi og njóta leiðbeiningar um
meðferð ungbarna. Einnig lagði dr. Haalland til, að
ung stúlka yrði send utan, til að læra ljósmóðurstörf,
og yrði hún síðan látin vinna við fæðingarstofnunina.
Kom hann því til leiðar, að Sólveig Pálsdóttir var send
utan til Ijósmóðurnáms.
Dr. Haalland aðhylltist skoðanir Sveins Pálssonar
um, að veikin kynni að stafa frá kúamjólk, sem börn-
in fengju óblandaða strax eftir fæðnigu. Neyzluvatnið
úr Vilpu sagði hann algerlega óhæft, og aðbúð alla í
híbýlum manna mjög slæma í hvívetna.
Þá komst dr. Haalland og að þeirri mikilvægu niður-
stöðu, að börnum stafaði mjög mikil hætta af því,
hversu illa væri gengið frá naflastreng þeirra við fæð-
inguna, uppbinding á honum og annar frágangur væri
með öllu ófullnægjandi, og stafaði þetta af vankunnáttu
ljósmæðranna í meðferð ungbarna.
Þarna var dr. Haalland að því kominn að leysa gát-
una um ginklofann, þótt honum tækist ekki að finna
fullkomna lausn hennar. Hann verður þó eigi ásakað-
ur fyrir það, svo mjög sem hann barðist fyrir vörnum
gegn veikinni, t. d. með stofnun fæðingarheimilis. En
umbótatillögur hans fundu ekki náð fyrir augum
stjórnarinnar, þótt vel væru rökstuddar. Þótti henni
þær of kostnaðarsamar, og kom fyrir ekki, þótt Eyja-
búar hétu að láta af mörkum allt að 1400 ríkisdölum
upp í væntanlegan kostnað. Stjórninni þótti nóg að
gert, svo sem komið var og fékkst ekki til að leggja út
í það stórfyrirtæki að reisa fæðingarheimili í Eyjum.
Dr. Haalland lét af störfum hér 1845 og fór til Kaup-
mannahafnar. Eftir hann kom læknir að nafni Angust
F. Schneider. Hann var hér aðeins 2 ár, og virðist hon-
um ekki hafa orðið mikið ágengt gegn veikinni. Að
minnsta kosti fara ekki sögur af því. Hins vegar hefur
það efalaust verið mikill styrkur í heilbrigðismálum
Eyjanna, að hafa hér búsettan lækni, sem unnið hefur
að því að halda uppi hreinlætisaðgerðum við sjúklinga
og sængurkonur.
Þegar dr. Haalland kom til Kaupmannahafnar hélt
hann áfram sókn' sinni á hendur stjómarinnar um úr-
bætur í heilbrigðismálum Vestmannaeyja. Sótti hann
málið svo fast, að hann fékk að lokum stjómina til að
leita álits dr. Levys, prófessors, um ginklofann. Var
það mikill sigur fyrir dr. Haalland.
í álitsgerð sinni um málið segir Levy prófessor, að
veiki þessi sé víðar til en í Vestmannaeyjum. Hún sé
t. d. algeng í írlandi. Leggur hann eindregið til að
komið sé upp fæðingarstofnun í Eyjum til útrýmingar
veiltinni. Segir hann, að í Dubhn hafi slíkri stofnun
verið komið á fót, og þá hafi bragðið svo við, að
barnadauði af völdum veikinnar hafi minnkað á fyrsta
342 Heima er bezt