Heima er bezt - 01.10.1961, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.10.1961, Blaðsíða 6
Úr Ölgerð Egils Skallagrímssonar h.f.: Að ofan: Úr lagerlijallara ölgerðarinnar. Að neðan: Úr ölsuðu. tækisins, enda stendur það jafnfætis þeim beztu í sinni grein og af sömu stærð, hvar í heimi sem er. Hann kveðst líta svo á, að bezta leiðin til þess að vinna vör- unni hylli sé að gæta þess, að hún standist samanburð við það bezta, sem framleitt er, og fyrsta skyldan við neytendurna sé sú,‘að vandvirkni og hreinlætis sé gætt í samræmi við ströngustu kröfur. Það hefur því reynzt orð að sönnu, sem Gísli heitinn gerlafræðingur sagði í fyrrnefndu afmælisriti um ölgerðina, að „vel má heim- færa upp á Tómas það sem sagt var um Jacobsen bruggara, en það var, að hann væri svo slyngur að stjórna ölgerð, eins vandasamt verk og það er, eitt af erfiðustu hlutverkum, sem forstjóra eru fengin, að ekki mundi völ á slíkum manni nema einu sinni á öld hverri“. Þótt Tómas Tómasson hafi ekki farið varhluta af ýmsu mótlæti í lífinu, telur hann sig hafa verið ham- ingjusaman mann. Hann er ánægður með það lífsstarf, sem hann valdi sér, og honum hefur aldrei brugðizt sú trú á handleiðslu æðri forsjónar, sem honum var inn- rætt í bernsku, enda kveðst hann fyrr og síðar hafa orðið hennar var. Þá telur hann það og hafa verið eitt mesta lán í iífi sínu, að hann kynntist Gísla Guðmunds- syni, sem reyndist honum hollráður og góður vinur til hinztu stundar, enda var hann óvenjulega framsýnn gáfumaður og miklum mannkostum búinn. Ekki telur Tómas að ölgerð geti orðið hér stór at- vinnugrein meðan ekki er leyft að brugga sterkt öl til neyzlu innanlands. Hann vill þó engan dóm á það leggja, hvort slíkt leyfi skuh veitt eða ekki. En hins má geta, að á stríðsárunum framleiddi Ölgerðin Egill Skallagrímsson sterkt öl fyrir herinn, sem þótti mjög gott, og nú framleiðir hún sams konar öl fyrir varnar- liðið og útlend sendiráð. Veika ölið þykir líka mjög bragðgott og margir útlendingar hæla því mikið.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.