Heima er bezt - 01.10.1961, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.10.1961, Blaðsíða 24
Vilborg í Sunnuhlíð, Ásdís í Dalsmynni og fleiri hafa beðið um ljóðið: Fjórir kátir þrestir, sem Sigrún Jónsdóttir hefur sungið inn á hljómplötur. Hér birtist þetta ljúfa ljóð. Tralalalalalalalala Tralalalalalalalala. Fjórir kátir þrestir sátu saman á kvist vorljóðin sín sungu af list. Þráðu söng um ást og unað yndi og ró, músik í björtum skóg. Ef þú kemur hér þegar kvölda fer muntu heyra þann sönginn, sem ég ann. T ralalalalalalalala Tralalalalalalalala. Fyrir þig kveða þeir vísurnar sínar vorkvöldin löng. Tralalalalalalalala Tralalalalalalalala. Harmarnir flýja ef hlustarðu á þeirra söng. Fjórir kátir þrestir sáu að sumarið leið, hægt færðist nær haustið, sem beið. Litlir ungar urðu fleygir yndi var nóg, ljúft var í laufgum skóg. Ef þú kemur hér o. s. frv. Fjórir kátir þrestir flugu suður um sjó hljóðnaði í haustbleikum skóg en að vori aftur gista ættarland mitt hugsa um hreiðrið sitt. Ef þú kemur hér o. s. frv. Nokkrar ungar stúlkur hafa beðið um Ijóðið Síst. Höfundur ljóðsins er Sigrún Björgvinsdóttir, en ljóðið er ort við lag úr verðlaunakvikmyndinni Gigi. Hún Sísí er saklaus enn, en síðar mun hún trylla alla menn. Hún Sísí, sjö ára í gær mun seinna verða kát og fjörug mær með augu blá sem brosa þér á móti svo berst þú stjómlaust eins og skip í ölduróti. Hún Sísí, sólgeislinn þinn hún sippar, hoppar, skoppar út og inn með eplakinn, svo vex hún frá þér, vinurinn minn. Hún Sísí, svo sæt og fín, hún segist þá verða mín. Ein er sú bók í mínum bókaskáp, sem ég lít í oftar en flestar aðrar gamlar bækur, en það er ljóðakverið Svanhvít. í þessu ljóðakveri eru, sem kunnugt er, þýdd úrvalsljóð heimsfrægra, eriendra skálda. — Þýðendur ljóðanna era þjóðskáldin Matthías Jochumsson og Steingrímur Thorsteinsson. Bók þessi náði geysilegum vinsældum, er hún kom fyrst út, og mikill fjöldi fólks lærði kvæðin og mátti svo segja að sumir Iærðu alla bókina spjaldanna á milli. Bókin mín er önnur útgáfa ljóðanna, gefin út árið 1913. Ég vil ráðleggja öllum Ijóðelskum ungmennum, að kynna sér þetta ljóðakver, ef þeir eiga þess kost. Dr. Guðmundur Finnbogason segir í formála fyrir annarri útgáfu bókarinnar: „Hún kom eins og „Meyjan af ókunna landinu og færði íslenzkri alþýðu ástgjafir sín- ar“-------“ Enn er þessi bók kjörgripur fyrir bókhneigð íslenzk ungmenni. — Ég birti hér lítið Ijóð sem sýnishorn. Það heitir: Allt kemst upp. Ljóðið er serbneskt, en þýðandi Steingrímur Thorsteinsson. Sátu á engi sveinn og mey og kysstust sætt og dátt, þau héldu að enginn sæi. Ei var svo, því engið græna sá það, engið sagði lambaflokknum hvíta, lambaflokkur sagði sínum hirði, síðan hirðir vegfaranda á þjóðbraut. Vegfarandi skundar burt með skipi, skipherranum slíka nýjung tjáir. Skipherrann lét skipið af því vita, skipið hraða sagði vatni djúpu, vatnið sagði móður ungrar meyjar, meyjan fagra kvað þá svo í reiði: Græna engi! gró þú aldrei framar, grimmir vargar rífi þig og tæti. Bölvís hirðir! bana hljóttu af Tyrkjum. Báða fætur misstu, vegfarandi! Skipherra! — þú skolist burt í ósjó, skipið hraða! funa þú í báli, vatnið djúpa! þoma þú að grunni. Þetta serbneska ljóð er aldagamalt, en væntanlega finnst ungu fólki enn að óþarfar fréttir berist af ásta- fundum, sem öllum eiga að vera duldir, og svellur þá móður, er allt kemst upp, eins og ungu serbnesku stúlk- unni. — Þetta læt ég nægja að sinni. Steján Jónsson. 352 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.