Heima er bezt - 01.10.1961, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.10.1961, Blaðsíða 19
HJALTI JONSSON, HOLUM I HORNAFIRÐI: rœba flutt við vígslu brúarinnar 50. júlí 1961 Háttvirtu samkomugestir! Við komum sér saman í dag til að fagna unnum sigri. Eitt hið versta forað hér í Austur-Skaftafellssýslu, eitt af stórvötnunum, sem falla undan Vatnaiökli, Hornafjarðarfljót, sem ótal sinnum hefur valdið ferða- mönnum töfum, margs konar erfiðleikum og jafnvel fjörtjóni, er nú úr sögunni sem slíkt. Hornafjarðarfljót hafa um hálfa aðra öld, að minnsta kosti, oltið hér yfir stórt landssvæði, sem áður var grasi vaxið og voru þar uppgripa slægjur, taldar óuppvinn- anlegar og það segja sagnirnar, að öll sveitin (Nesja- sveit) hafi sótt þangað heyskap, jafnvel frá Horni, sem allir kunnugir þekkja, að er langur og var vondur veg- ur. Það sagði mér á unglingsárum mínum gamall mað- ur, sem ólst upp í Hoffelli, að hann myndi vel eftir því, er Hornsmenn voru að heyja í Hoffellsengjum. Ég heyrði Hka gamla fólkið í Hoffelli tala um það, að í tíð Jóns Helgasonar sýslumanns hefðu fjallgöngu- menn farið á hestum inn í Múla, þegar þeir smöluðu Núpana, en Múli heitir fjallið, sem skagar lengst vest- ur í jökulinn. Vestasta fjallið í Hoffellsfjöllunum. Þeg- ar ég var í Hoffelli, fyrir 40 árum, gengum við alltaf yfir jökulinn, beina leið frá Geitafellsbjörgunum inn í Múla, þegar við smöluðum Núpana. Var það röskur tveggja tíma gangur á jökli. Til þess að komast þessa leið með hesta, verður skriðjökullinn milli Núpa og Viðborðshálsa að hafa verið mjög lítill eða enginn, en um það eru engar skráð- ar heimildir, svo kunnugt sé, aðeins þessi óljósa sögn: „í tíð Jóns Helgasonar“, en hann kom að Hoffelli 1762, eða þar um bil, og bjó þar fram undir 1800, en þá tók við búi af honum Eiríkur Benediktsson frá Árnanesi, tengdasonur hans, og bjó þar blómabúi til 1839, er hann flutti að Árnanesi og afhenti syni sínum Guðmundi jörðina Hoffell, sem þá var orðin svipur hjá sjón í samanburði við það sem áður var. Nú hafði skriðjökulhnn gengið fram milli Gæsa- heiðar og Múla. Hann hafði fengið fyrirstöður við Svínafellsfjall að vestan og Geitafellsbjörg að austan og vantaði lítið á, að hamr yrði jafnhár þeim. Hann lokaði fyrir allt vatnsrennsli frá fjöllunum fyrir vestan Geitafellsgil, svo þar mynduðust þrjú stöðuvötn, sem óhemju mikið vatn safnaðist í. Vötn þessi hétu: Efsta- fellsvatn, Gjávatn og Múlavatn. Þegar vatn hafði safn- azt í þau að vissu marki, svo, að yfirborð vatnsins nálgaðist hæð jökulsins, virtist það lyfta honum og náði þá framrás undir hann. Kom þá hlaup í Fljótin, sem kallað var. Vatnið flæddi yfir allan sandinn, svo ekki sást votta fyrir eyri milli Svínafells og Hoffells, síðan flæddi það yfir allan geiminn hér milli fjallanna, svo það sýndist eins og fjörður yfir að líta. ísjakar, sem vatnið braut úr jöklinum, ultu með því fram á sandinn. Hinir stærstu komust skammt, en þeir smærri fram á milli bæjanna Svínafells og Hoffells og jafnvel lengra. Þessi hlaup vöruðu ekki lengi, vanalega ekki meira en tæpan sólarhring, eftir að ég kom til minnis, eink- um ef hlaupið var úr Efstafellsvatninu, því það forða- búr tæmdist algerlega, svo ganga mátti þurrum fótum um botn þess og áin í gilinu rann beint undir jökulinn, en það varaði aðeins fáa daga. Sá farvegur lokaðist fljótt og stöðuvatnið myndaðist á ný. Þegar hlaup var nýafstaðið, sást varla farvegur eftir vatn á sandinum, því hlaupið sléttaði yfir þá alla. Það var því ágætt að fara yfir Fljótin þegar það var nýafstaðið. Ég get sagt það til dæmis, að ég fór einu sinni yfir þau milli Svína- fells og Hoffells, er hlaup var að mestu fjarað, en voru þó dálitlar eftirstöðvar af vatni á sandinum. Hundur var með mér, fremur lítill, en hvergi var vatnið svo djúpt, að hann færi á sund. Stærð stöðuvatnanna, eins og þau voru mest, er ekki auðvelt að áætla, en ég býst við að ekki sé of í lagt, þó maður nefni 1—2 ferkílómetra. Dýpi í Efstafells- vatninu má sjá af því, að þegar það var að ná hámarki, rann vatn úr því yfir Geitafell, um skarðið hjá Lóma- tjörn og niður úr Melagili. Var þá stundum lítt fært að reka fé yfir það út á Geitafellsbjörgin og alls ekki ær með ung lömb. En hæð úr skarðinu, sem ég nefndi, niður á gilbotninn er, að minnsta kosti nálægt 200 metr- ar, og það er þá dýpi vatnsins. Dýpi Gjávatnsins má sjá á því, að þegar það hafði náð hámarki, rann það út með Gjátöngum og yfir Efstafellsnesið, í Þverárgilið og kom þar í Efstafells- vatnið. En úr Múlavatninu rann út með Lyngtungna- fjalli í Gjávatnið. Það virðist svo, eftir þeim ófullkomnu sögnum sem við höfum, að jökullinn hafi aðallega gengið fram, um og eftir 1800 og eyðilegging landsins orðið mest á áliðnu tímabilinu frá 1800—1840. Ég gat þess áðan að Eiríkur Benediktsson hefði flutt frá Hoffelli 1839 og Heima er bezt 347

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.