Heima er bezt - 01.01.1962, Qupperneq 9
sagði, og frændi minn lítill af hinu búinu var með mér.
Við vorum í ró og næði að leika okkur, því að okkur
datt ekki í hug að gæta þyrfti vatnsins, það var lagt,
og þar átti engin hætta að vera fyrir féð. En svo sjá-
um við allt í einu, að nokkrar kindur eru komnar út á
ísinn á vatninu, og þá fóru þær að detta niður, svo að
okkur leizt ekki á blikuna. Pabbi var á sjó og bróðir
hans, bara kvenfólk og krakkar heima. Mér varð það
fyrst fyrir að hlaupa og reyna að komast fyrir kind-
urnar, en sendi strakinn heim og skipaði honum að
sækja hjálp, þó ég vissi ekki, hvers konar hjálp það
ætti að vera.
Ég hljóp út á ísinn og ætlaði víst að bjarga kindun-
um, en skall þa sjalf ofan í eina vökina og lenti hjá
gríðarlega stórum hrút og varð dauðhrædd. Ég fór á
bola kaf, en skaut bratt upp og greip til sundsins, sem
ég hafði svolítið lært 9 ára gömul, og náði strax í
skörina, en hrútsi var jafnhræddur við mig og ég við
hann. Við vorum sitt hvorum megin í vökinni. Svo
komst ég upp úr fljótlega og hljóp að næstu vök, og
þar var annar hrutur, þetta voru bara hrútar, þeir
voru vitlausastir, það hefði engin rolla farið að asnast
þetta, og ég náði einhvers staðar í hann, og það skipti
engum togum, ég fór niður til hans líka, og svo komst
ég þar upp úr aftur, og þetta gekk allt eins og í sögu,
ýmist datt ég ofan í eða skreið upp úr.
Þegar ég svo var í þriðju vökinni, sá ég þær vera
að koma, mömmu mína, mágkonu pabba og eldri systur,
en þar fann ég botn með tánum og öskraði til þeirra,
að ég væri í engri hættu.
Þær komu nú með reipi og hrífu, og ég skipaði þeim
að koma til min. Áður en við vissum af, vorum við
allar í vökinni. Mágkona pabba var lítil og fór á bóla
kaf, en við hinar naðum til botns og komum henni og
hrútnum upp úr, hvernig sem það skeði, ég veit það
ekki almennilega, og svo bröltum við upp á eftir, og
hrúturinn launaði lífgjöfina með því að reyna að stanga
okkur a skörinni. En ekki varð okkur meint af volk-
inu. Hinir hrútarnir drukknuðu, því að það var svo
djúpt þar, að við höfðum engin tiltök að bjarga þeim.
Að sjá þá drukkna var ömurlegt. Þeir syntu alltaf
hring eftir hring og jörmuðu. Það er líklega þess vegna,
sem ég man þetta svona vel. Svo þegar ég kom heim,
þá varð ég fyrst hrædd, alveg ofsalega hrædd. Þá fór
ég að hugsa um, að ég hefði getað drukknað, og stund-
um dreymir mig, að vatnið sé að skella saman yfir
hausnum á mér, og það er heldur ónotalegt, þegar
það skellur saman.
Það var reyndar nóg af ævintýrum, þegar maður var
krakki. Að ganga a rekann, það var alltaf ævintýri, þó
maður fyndi ekki nema eina flösku. En á stríðsárunum
rak margt og misjafnt, mest tundurdufl og svoleiðis
dot, stundum jafnvel dauða menn, og það var ekkert
gaman að ganga á rekann þá. Tundurduflin, ég var
alltaf svo hrædd við þau.
— Dauða menn, sagðirðu.
— Já, þá rak marga á Ströndum, en aðeins einn
heima. Það voru Russar. Sagt var, að rússnesku skipi
hefði verið sökkt úti fyrir Vestfjörðum. Svo hirtu
Bretar líkin. Þeir voru víst á Drangsnesi. Okkur létu
þeir í friði, ég sá aldrei hermann nema þegar ég var á
ísafirði einn vetur. Og þó. Þeir komu cinu"sinni á her-
skipi inn a vikina og sottu þýzkan mann, sem var gift-
ur konu a næsta bæ. Það var leiðinlegur dagur. Þau
voru fyrir stuttu gift, áttu eina unga dóttur. Þau
hjuggu a ísafirði, en byggðu lítið hús í víkinni heima
og voru þar á sumrin.
Til vinstri: Séð inn i Kaldbaksdal frá Kleifum. — Til hægri: Róið
inn Kaldbaksvik. Þokukúfur á Kaldbakshorni.