Heima er bezt - 01.01.1962, Side 13

Heima er bezt - 01.01.1962, Side 13
ÁRMANN DALMANNSSON: V estur-Húnvetningum Velkomnir arftakar Ingimundar í Eyiafjörðinn til vinafundar. Vænzt er, að allir hér vista njóti vel, þó ei mjöður í hornum fljóti. Vér hyggjum að menn af konungskyni kunni að meta góða vini, jafnvel þó meiri sé matarforði og meira úrval á húnvetnsku borði. Vér merkjum innileik hlýrrar handar, er heilsið þið búendum Galmarstrandar. Þá bregður upp svipmyndum söguspjalda, sýnum frá atburðum fyrri alda. Vér minnumst fullhuga vaskra til verka og víga fleiri en Grettis sterka. Frá afrekum Húnverja segir Saga. Það sópaði af þeim í gamla daga. Vér minnumst þrályndis þeirra beggja, Þórðar hreðu og Miðfjarðar-Skeggja, sáttfýsi Eiðs og annarra dygða, Illuga drengskapar og tryggða. Og Ásdísi á Bjargi enginn gleymir, sem einhverja perlu úr sögunum geymir. Enn er það Ijóst hverjum Islendingi, að afreksmenn voru í Húnaþingi. Síðastliðið sumar fóru Vestur-Húnvetningar i skemmtiferð til Austurlands. Þeir komu við á Akureyri, og Ijósmyndari Heima er bezt, Bjarni Sigurðsson, notaði tœkifcerið og smellti meðfylgj- andi myndum af hópnum. Að neðan til vinstri: Tvœr vestur-húnvetnskar rósir i Lystigarð- inum á Akureyri. Að neðan til hcegri: Hér virðist sólskin og sunnanvindur ráða rikjum. Og það mun yfirleitt álit flestra, að enn sé í Norðurlands-kjördæmi vestra höfðingsskapur og hollir siðir og hvarvetna góðir efniviðir, að enn þá gerist þar orðasenna, að enn muni fáir af hólmi renna, að stórbændur þar eigi sitthvað í sjóði — og svolítinn dropa af kóngablóði. Það gerast enn húnvetnskar hetjusögur í hlíðum fjalla og út við gjögur. Hrevsi og kot eru horfin í jörðu, og höfuðból rísa um dali og við fjörðu. Þar má jafnvel sáðreiti sjá upp til heiða, um sveitirnar víðlendu akvegi greiða. Þar eru stöðugt stækkandi hjarðir og stórfeld ræktun um allar jarðir. Vér óskum, að dáðir, gifta og gengi, þar gangi í erfðir og vari svo lengi sem nokkurt strá getur náð á foldu næringu úr íslenzkri gróðurmoldu. Sá máttur, sem blóm úr moldu vekur, sá máttur, sem lífið gefur og tekur, hann gefi þá hamingju gestum vorum, að gróður vaxi í þeirra sporum. Kvæðið var flutt að Freyjulundi 25. júní 1961 er Vestur-Húnvetningar voru í bændaför og sátu kveld- verðarboð Búnaðarsambands Eyjafjarðar.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.