Heima er bezt - 01.01.1962, Síða 18

Heima er bezt - 01.01.1962, Síða 18
sem ég kynntist og lærði að taka tillit til á Austurjökl- inum síðastliðið sumar, gætum við komizt í slíkan lífs- háska, að það eitt mætti bjarga, að þaulkunnugur heimamaður væri með í ferðinni. Enginn maður var betur til þessa fallinn en Jón Sigurðsson, djarfasti og dugmesti maðurinn í allri sveitinni. En til allrar ógæfu hafði hann meitt sig í fæti, svo að hann treysti sér ekki í slík harðræði. Að ráði hans leitaði ég þá til Þorsteins í Skaftafelli, sem hét mér fylgd sinni. Aðrir, sem tóku þátt í fyrstu sleðaferðinni voru Leisted mælingamaður og Jens Pedersen, dáti nr. 330, gætinn og fílelfdur Jóti úr Viborghéraðinu. Jón Sigurðsson, Kristinn og Run- ólfur og annar dáti fylgdu okkur fyrsta daginn, og áttu að hjálpa til við að ganga frá aðalbirgðastöðinni. Við fórum frá Svínafelli 23. maí kl. 3 síðd. Rétt eft- ir að við vorum kornnir af stað skall á okkur slíkt úr- hellisregn, að við fórum ekki lengra en að Skaftafelli og gistum þar um nóttina. Morguninn eftir var stytt upp og þá héldum við áfram ferðinni með 8 reiðhesta og 13 áburðarhesta. Við sporð Skeiðarárjökuls námum við staðar um stund, til þess að skaflajárna hestana. Kristinn sneri nú til byggða með alla reiðhestana nema einn, sem Jón reið, en við héldum með 14 hesta inn á jökulinn. Þá var kl. 1 eftir hádegi. Þegar kom inn hjá Færinesl varð ljóst, að færið hafði spillzt mjög á jökl- inum í hlýindum undanfarinna daga. Sprungurnar höfðu opnazt, og snjóbrýrnar á þeim ýmist bráðnað eða þær voru orðnar svo veikar, að þær héldu ekki lengur hesti. Aður en við vissum af vorum við komnir inn í völundarhús af sprungum, sem torvelt var að átta sig í, og hlutum bæði að fara langa og þreytandi króka og tefla á tvær hættur með að komast yfir sprungurnar. Það er undir svona kringumstæðum, sem menn eiga að kynnast íslenzku hestunum. Ég veit ekki að hverju ég dáist mest í fari þeirra, æðruleysinu, sem þeir sýna, þegar þeir fullklyfjaðir þræða mjóa, glerhála og hall- fleytta íshryggi en gínandi gjár á báða bóga, lipurð- inni og örygginu, þegar þeir stökkva yfir sprungum- ar eða rónni og traustinu, sem þeir sýna, ef þeim hefur fatazt stökkið og þeir falla í sprungu og bíða hjálpar. Þar sem sjaldan er hætt á að láta hestana stökkva aðr- ar spmngur en þær, sem mjóar eru, og þær þrengjast fljótt niður, heppnast oftast með mannafla að ná hest- inum fljótt upp aftur, og ekki er hann, fyrr laus, en hann er reiðubúinn til að stökkva yfir næstu sprungu, og það þótt hann hafi hlotið nokkrar skrámur á skrokknum. En því miður bregðast stundum öll ráð til að bjarga hesti, sem fallið hefur í jökulsprungu. Og ef skotvopn er ekki með í ferðinni, er ekki einu sinni unnt að stytta þjáningar vesalings skepnunnar, heldur verður hún að bíða, unz kuldi og hungur vinna á henni. Frá því í fyrra sumar þekkti ég alltof vel, hversu kveljandi það er að bíða meðan verið er að bjarga hest- um úr jökulsprungum, og ég varð því harðla feginn, þegar við komumst út úr sprungusvæðinu, án þess að verða fyrir nokkru óhappi. Ég hafði gert mér vonir um að ná á einum degi norður fyrir Þnmal, þar sem ég hafði hugsað mér að hafa aðalbirgðastöðina. En færðin reyndist nú langtum verri en fyrir 5 dögum. Við höfð- um þegar farið um mílu vegar í stöðugum krapaelg, eins og ætíð er þar sem hjarnjökull og skriðjökull mæt- ast. Krapið varð dýpra og dýpra og færðin þyngri eftir því sem lengra kom. Þegar færðinni var svona háttað, var það naumast ráðlegt, að láta þá þrjá menn, sem fara áttu til byggða á morgun fylgja okkur lengra inn á jökulinn. Þeir áttu að taka hestana til baka, og ef svo færi, að á þá skylli þoka eða illviðri á heimleiðinni voru þeir illa staddir matar- og heylausir. Við reistum því stóra birgðatjaldið í dálítilli lægð norður af Færi- nestindum. Hestarnir voru bundnir, og þeir fengu of- urlitla heytuggu, en að loknum kvöldverði skriðum við í svefnpokana, ærlega þreyttir eftir erfiði dagsins. En hvíldin varð okkur ekki hæg, sakir þrengsla, þar sem við vorum 7 saman í tjaldi, sem aðeins var með 12 fer- álna gólffleti. Okkur varð því ekki svefnsamt. Allir urðu að liggja á hlið og snúa sér samtímis. Klukkan hálf fimm um morguninn sneru fylgdar- mennirnir til byggða, en við hinir tókum að búa okk- ur til ferðar upp á jökulinn. Fyrsta daginn tekur það ótrúlega langan tíma að fella tjald og búa um farang- urinn á sleða. Það var því komið langt fram á morg- uninn, þegar við loks gátum spennt Glasgow, en svo kölluðum við hestinn sem eftir varð, fyrir sleðann og ekið af stað. A sleðanum var um 700 punda hlass, og hann valt hér um bil jafnskjótt og af stað var ekið. Við urðum því að laga hleðsluna þegar í stað. Annað reyndist þó verra, og það var að snjórinn var svo laus og djúpur, að hesturinn megnaði ekki að draga svona þungt hlass. Eftir að hafa farið um fjórðung úr mílu, sáum við okkur til neydda að skilja eftir um 300 pund. Þetta munaði svo miklu, að allt gekk greiðlega fyrsta sprettinn. En þegar austar dró og ofar, dýpkaði snjór- inn enn, og varð einnig að sama skapi lausari, svo að hesturinn brauzt áfram með mestu erfiðismunum. Um ld. 7 vorum við komnir norður fyrir Þumal. Á heilum degi höfðum við þannig ekki komizt nema um 2 míl- ur áleiðis, og það einungis með hálfan farangur okkar. Og kraftarnir voru á þrotum. Glasgow gat tæplega meira. Síðustu tvær stundirnar hafði hann naumlega komizt úr sporunum. Hann lá á kviði í snjónum, og sleðinn skarst svo í snjóinn að hann lá á rimunum og Jét eftir sig eina slóð. Að lokum fleygði hesturinn sér nið- ur í snjóinn. Þar lá hann nú og frísaði og hreyfði ság hvorki með góðu né illu. Um annað var því ekki að gera en tjalda, þar sem við vorum komnir. Á miðnætti fórum við Þorsteinn á fætur og lögðum af stað með sleðann, til þess að sækja það, sem við höfðum skilið eftir af farangrinum. Nú var snjórinn frosinn, og allt gekk leikandi liðugt undan brekkunni. Ég ýmist dró sleðann eða renndi mér á honurn, en Þorsteinn kom skokkandi á eftir með Glasgow í taiumi. Klukkan hálfþrjú komum við niður að stóra birgða- 14 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.