Heima er bezt - 01.01.1962, Page 23
ar nokkuð þekktur sem ágætt ljóðskáld, af kvæðum,
sem birzt höfðu eftir hann í blöðum og tímaritum.
Veður var ágætt. Aðeins Ijúfur vestan andvari, svo að
lítið eða ekki þurfti að róa undir seglum, en ágætt
næði til að spjalla saman. Sagðist Gunnar aldrei geta
gleymt þeirri sjón, er þessi unga kempa sat aftur í
bátnum hjá þeim, er stýrði, en gamanyrðin og ljóðin
léku honum á vörum.
Þessir bændur gleymdu aldrei hinum unga sýslu-
manni eftir þessa ánægjulegu sjóferð. Og það var
Gunnari Þórðarsyni ekkert launungarmál, að þessir
bændur í bátnum sáu í hinum unga sýslumanni tilvon-
andi forystumann þjóðarinnar. Var Jón Sigurðsson þá
látinn fyrir fáum árum. Var þar skarð fyrir skildi, sem
vandfyllt var.
Hannes Hafstein var ekki sýslumaður í Dalasýslu,
nema nokkra mánuði, og gerðist málafærslumaður við
Landsyfirréttinn. Söknuðu hans allir, er hann fór úr
Dölum.--------
Sr. Árni Þórarinsson, prestur í Miklaholtsprestakalli,
var samtímis Hannesi Hafstein í skóla. Sr. Árni var
flestum mönnum minnugri og sagði vel frá. Hann var
aðeins eldri, en tók þó stúdentspróf seinna. En Hannes
Hafstein lauk stúdentsprófi 19 ára. — Þegar þeir kynnt-
ust fyrst í Lærða skólanum, var Hannes Hafstein 17
ára en sr. Árni 18 ára. Var Hannes Hafstein þá þegar
mikið glæsimenni í útliti og geysilega hraustur eftir
aldri. Þá var lækurinn, sem nú felur sig undir Lækjar-
götunni, merkileg landamæri milli Vesturbæjar og Aust-
urbæjar. — Voru þá oft átök og margs konar glettingar
milli Vesturbæinga og Austurbæinga. Kom stundum
til allsnarpra bardaga. Fyrir kom það, að leikurinn
harðnaði verulega, að virðulegir nemendur Lærða skól-
ans, en það var Menntaskólinn nefndur þá, tóku þátt f
bardaganum. Mér er nær að halda, að þeir sr. Árni og
Hannes Hafstein hafi báðir talizt til Vesturbæjar, en
hvað sem því leið, var sr. Árna það minnisstætt að sá
flokkurinn, sem hafði Hannes Hafstein með sér, ef
hann annars tók þátt í bardaganum, var öruggur um
sigur. Skipulagði hann bardagann þannig og gekk svo
hart fram í sókn, að allt varð undan að láta. Var það
ekki fyrir nein smámenni að koma nærri foringjanum,
Hannesi Hafstein, í slíkum bardaga. — Reyndist hann
sigursæll þar eins og síðar á ævinni í stjórnmálabar-
áttunni. Komu þarna snemma í Ijós frábærir forystu
hæfileikar hans. — Jafnaldrar hans, og ekki síður þeir,
sem miklu eldri voru, hrifust af glæsimennsku hans
og viðurkenndu hans sterku foringjahæfileika. — Marg-
ir af þessum skólabræðrum hans urðu síðar á ævinni
hans traustustu fygismenn.
Eina sögu sagði sr. Árni mér, sem hafði átt að gerast
á fyrstu ráðherraárum Hannesar Hafstein. Hann sat
þá konungsveizlu í Kaupmannahöfn. Var þar margt
fyrirmanna frá Norðurlöndum og víðar að, — sendi-
herrar og konungborið fólk. Þar á meðal rússnesk
prinsessa, ung og fögur. Það varð til tíðinda í veizl-
unni, að hin unga, fagra prinsessa gat ekki dulið hrifn-
ingu sína á hinu íslenzka glæsimenni, svo að öðrum
háttsettum fyrirmönnum þótti nóg um. Fannst þeim
þessi óþekkti ráðherra frá fátæku, fjarlægu landi, vekja
fullmikla athygli kvenþjóðarinnar í veizlunni. Við
þessu gátu hinir virðulegu menn ekkert gert. Konur
láta ekki segja sér fyrir verkum í slíkum málum. Þær
hika aldrei í vali sínu og velja og meta oftast rétt.
Þegar ég var lítill drengur heima á Snorrastöðum,
heyrði ég mikið um Hannes Hafstein rætt. Pabbi dáði
hann mjög og fylgdi honum fast að málum. En það
var ekki aðeins stjórnmálamaðurinn, sem fólkið dáðist
að. Það var ekki síður skáldið, glæsimennið og hetjan.
Eru mér í barnsminni umræður fullorðna fólksins um
afrek Hannesar Hafstein, er hann lenti í átökum við
enska landhelgisbrjótinn. En þá var ég rúmlega sex
ára. En sú saga er þannig:
í byrjun október árið 1899, hafði sami, enski togar-
inn verið að veiðum inni á Dýrafirði í marga daga,
langt fyrir innan landhelgislínuna. Þetta blöskraði sjó-
mönnum við Dýrafjörð, og var það því tekið til bragðs
að senda mann gagngert norður á ísafjörð og tilkynna
þetta sýslumanni, en Hannes Hafstein var þar þá sýslu-
maður. Hann brá skjótt við og fór með sendimanni
vestur um heiðar til Dýrafjarðar, þá strax um nóttina.
Hittir sýslumaður þannig á, að togarinn er enn á veið-
um rétt framundan verzlunarstaðnum Haukadal. Sýslu-
maður fær sér bát og rær út að togaranum við sjötta
mann. Skipsmenn togarans tóku strax dólgslega á móti
batnum, og er talið, að íslenzkur maður hafi verið á
togaranum, sem hafi strax þekkt sýslumann, en þó var
hann í kápu utan yfir enikennisbúningnum. — Veður
var kalt og ylgja í sjó.
Um leið og báturinn nálgaðist skipshliðina, þustu
skipverjar með barefli út að borðstokknum. Rcvndu
bátsverjar að ná í kaðal, sem hékk utan á skipinu, en
það tókst ekki, og seig báturinn þá aftur með skipinu,
en það var á hægri ferð. Um leið rakst hann á vírana,
sem drógu vörpuna, og náðu menn sýslumanns þá taki
á vírunum. Er togaramenn sáu það, urðu þeir trylltir
af vonzku og reyndu að hrekja bátinn frá, með því að
skjota að honum ár. En þegar það tilræði mistókst,,
hljop einn skipverji að spilinu og linaði snögglega á
dráttarvírunum, en við það lentu vírarnir niður í bát-
inn og sökktu honum. Tveir af mönnum sýslumanns
náðu strax taki á bátnum, þar sem hann maraði í hálfu
kafi, en sýslumaður einn var syntur, og reyndi hann
að koma hinum þremur mönnunum til hjálpar, sem
ekki náðu taki á bátnum, en það varð honum ofurefli.
Var sýslumaður sjálfur þá orðinn mjög þjakaður.
Þessar aðfarir togaramanna höfðu sézt úr landi og
voru þá í skyndi mannaðir tveir bátar, sem reru líf-
róður út að togaranum.
Þá fyrst, er togaramenn sáu vel mannaða bátana koma
á fleygiferð, sýndu þeir yiðleitni til bjargar. Ekki settu
þeir þá niður bát, en létu sér nægja að renna niður
kaðli og kasta bjarghringum til mannanna, sem hengm
í bátnum. Mönnunum tveimur tókst að ná í bjarg-
Heima er bezt 19