Heima er bezt - 01.01.1962, Side 27

Heima er bezt - 01.01.1962, Side 27
Magnea fra Klelfum: KARLSEN STÝRIMADUR i. Með strandferðaskipinu. að var síðasti dagur septembermánaðar. Grár og drungalegur morgunn. Strandferðaskipið öslaði inn Hólmafjörð, úfinn og kólgugráan. Há fjöll- in báðum megin fjarðarins földuðu hvítu. Það hafði aðeins gránað í byggð um nóttina. Karlsen stýrimaður stóð í brúnni og horfði til lands. Kuldinn smaug í gegnum merg og bein, þegar hann fór út á þilfarið. Hörku froststrekkingur var á norðan. Það leyndi sér ekki, að veturinn var að ganga í garð. Hás blástur eimpípunnar gaf þorpsbúum til kynna skipskomuna. Karlsen gróf hendurnar djúpt í buxna- vasana og ók sér ofurlítið í herðunum. „Góðan daginn, Karlsen,“ kallaði Ponni hjálpar- kokkur um leið og hann hellti úr ruslafötunni í sjóinn. „Kjölsvínið svangt í dag?“ anzaði Karlsen og greip eftir Ponna, sem slapp með naumindum inn um dyrnar. Skipið skreið nú inn á leguna og varpaði akkerum með geysilegum hávaða. Nú fór að færast líf í mannskapinn urn borð. Menn bölvuðu kuldanum, sumir stóðu í keng með uppbretta kraga og húfurnar dregnar niður fyrir eyru, aðrir börðu sér hraustlega að sjómanna sið. Hér átti aðeins að vera stutt viðdvöl, fáeinir báts- farmar í land, en lítið annað en póstur kom úr landi. Skipstjórinn skrapp í land með einni trillunni. „Hann ætlar líklega að drekka morgunkaffið með kaupmannsfrúnni,“ sagði einn strákurinn. „Máske hann nái henni í bólinu,“ sagði annar. „Ekki öfunda ég hann af því,“ sagði sá þriðji. „Hún er eins og skinnið hafi verið strengt utan um beinin í henni. Svei mér ef það skröltir ekki í henni. En karl- inn er eins og stríðalinn tarfur, sílspikaður og geð- vondur.“ Karlsen hlustaði þegjandi á strákana. Honum lék alltaf töluverð forvitni á að frétta eitthvað frá þessum stað, sem hann hafði þó aldrei stigið fæti sínum á, en hér hafði reyndar verið fitjað upp á tilveru hans í þennan heim fyrir 27 árum. — Vonandi þó í hlýlegra veðri en núna, — hugsaði Karlsen og brosti beisklega. Honum hafði alltaf fallið það þungt að eiga ekki föður, sem hann gæti leitað til. Annars var honum alveg sama, núorðið, síðan hann varð fullorðinn. Flestir héldu að faðir hans hefði heitið Karlsen og verið damskur, því að í Danmörku höfðu þau móðir hans átt heima í 15 ár. En það var ekki rétt, þótt Karlsen gerði ekki neitt til að leiðrétta það. Faðir hans hét einfaldlega Karl eins og hann sjálfur, en Karlsson hafði breytzt í Karlsen, meðan hann var smástrákur í Danmörku, og festist síðan við hann. Karl faðir hans bjó hér á Lágeyri að því er móðir hans hafði sagt honum, og hér átti hann líka hálfsystkin, en ekkert þeirra hafði hann séð, — ekki svo að hann vissi að minnsta kosti. Síðasti báturinn renndi upp að skipshliðinni. Ung stúlka sat á þóftunni og horfði niður fyrir fætur sér, gagnstætt því sem flestir farþegar gerðu. Þeir voru vanir að horfa upp, sumir brosandi, fullir tilhlökkunar, aðrir með kvíðasvip. Það voru þeir, sem engrar ánægju áttu von í ferðinni, miklu frekar þeim leiðinda fylgi- fiski sem sjóveikin er. Stúlkan stóð upp. Hún riðaði til, svo að hún var nærri dottin, því báturinn valt töluvert. Gamall mað- ur rétti henni hönd sína til stuðnings. Hann hjálpaði henni að ná taki á kaðalstiganum, og hún byrjaði að feta sig upp. Hún leit ekki upp, heldur horfði beint niður fyrir sig. Það leit helzt út fyrir, að hún væri blind, því að fætur hennar þreifuðu sig áfram rim eftir rim, hægt og hikandi. Loks komst hún svo langt, að Karlsen náði taki á handlegg hennar. „Svona, þetta er að koma,“ sagði hann glaðlega, en brá í brún, er hann sá í andlit stúlkunnar. Hún var ná- föl, varirnar samanbitnar, og augun full af tárum, sem hrundu niður kinnarnar. Hún leit ekki upp, en lét hann leiða sig eftir þilfar- inu og inn í gang og ofan stiga og eftir öðrum gangi. Við klefa nr. 3 nam hann staðar og opnaði dyrnar. Stúlkan reikaði inn í klefann, stóð þar kyrr ofurlitla stund, en fleygði sér síðan upp í eina rekkjuna, gróf Heima er bezt 23

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.