Heima er bezt - 01.01.1962, Síða 34
GUÐRtJN FRA LUNDI
FERTUGASTI OC ÁTTUNDI HLUTI
„Ég get svo sem trúað því að hún geri það ekki.
Þetta eru allt bölvaðir hrokagikkir nú orðið. Það var
öðru vísi. Hún má víst ekki heyra þetta tengdafólk
Rósu nefnt á nafn, hef ég heyrt. Var víst aldrei hrifin
af Kristjáni handa Rósu. Það var altalað að hún hefði
viljað fá hann sjálf. Það hefur líklega verið ein sanna
sagan,“ sagði Asdís og kastaði kveðju á gamla mann-
inn.
Hann vildi láta hana koma heim og gista, en það
var ekki við það komandi. Hún varð að vera ein og
gráta beiskum tárum yfir því að Kristján hefði farið
heim að Hofi til að sjá Jón iitla og fá hann til að
fylgja sér, en það yrði líklega seint sem hann virti son
hennar svo mikið að nefna hann á nafn hvað þá meira.
Veturinn leið tíðindalítið. Kristján skrifaði föður sín-
um fyrir jólin. Hann var við barnakennslu í sveit. Það
var heldur leiðinlegt að sitja yfir því, en allt var þó
betra en ekkert. Á kærustuna minntist hann ekki einu
orði. í lok bréfsins stóð þetta: „Ég býst við að koma
norður í vor og fara að hokra á Grýtubakka. Ég get
hvergi verið ánægður, nema helzt í Hofssókninni. Þú
byggir engum af jörðinni þó einhver fari fram á það.“
„Það er nú bara svona,“ sagði Hartmann karlinn,
þegar hann hafði lokið við að lesa bréfið. „Hann ráð-
gerir að koma norður í vor og fara að búa hér.“
„Það er verst að vita það ekki,“ sagði Jói. „Því lík-
lega getur hann ekld lofað okkur að vera hérna ef
hann ætlar að fara að búa.“
„Ég fer ekki hvað sem þú gerir,“ sagði Óla. „Ég get
orðið ráðskona hjá honum og þá höfum við skepnurn-
ar á kaupinu mínu.“
„Já, einmitt það,“ sagði Hartmann. „Það væri ekki
svo vitlaust hjá þér, Óla litla.“ Hann gaf henni horn-
auga og sá að hún var æði blómleg á vangann.
Það var víst ekki allt búið enn fyrir Kristjáni. Hann
hafði alltaf grunað þetta síðan í haust eftir að hurðar-
skömmin gat aldrei tollað opin. Þar kæmu ný vandræði
með nýju vori.
Daginn eftir settist hann niður og fór að skrifa syni
sínum. Það varð langt mál. Þegar hann hafði lokið því
lagði hann sig upp í rúm, því dagsbirtan var á þrotum.
Þá var Óla allt í einu komin yfir hann, því þau voru
tvö ein inni, og hún hvíslaði í eyra hans: „Ef þú ert að
skrifa Kristjáni þá lofaðu mér að stinga fáeinum línum
innan í umslagið."
Honum varð ekki rétt vel við. „Náttúrlega skal ég
gera það, en ég skil ekki hvað þú ætlar að skrifa hon-
um. Þú trúlofuð Jóa og hann Svövu.“
„Það er ekkert um trúlofun, sem ég ætla að skrifa,“
sagði hún hálf ergileg. „Það er bara svona hinsegin.“
Lengra varð það ekki. Valborg gamla kom inn. En
bréfinu var lokað um kvöldið og litli miðinn frá Ólu
vandlega vafinn innan í aðalbréfið. Hún ætlaði sjálf að
fara með það út í kaupstað þennan sama dag. Ungt
kvenfólk hefur alltaf haft gaman af því að fara í kaup-
stað.
Hartmann gamli var hálfkvíðinn út af þessu öllu.
Það leið svo ein vikan og mánuðurinn af öðrum og ekki
kom bréf frá syni hans. En Óla kom einu sinni kaf-
rjóð á vanga út í hlöðu til hans og skilaði kveðju frá
Kristjáni til hans. „Ég fékk fáeinar línur frá honum.
Hann segist koma norður unr sumarmálin.“
„Var það ekkert annað en kveðja?“ spurði Hart-
mann.
„Nei, það var ekkert annað. Hann kemur um sumar-
málin.“
Þurfti hún að segja það tvisvar. Skárri var það roð-
inn og ánægjan á andlitinu á veslings stúlkunni. Þær
voru brokkgengar stúlkutetrin eins og fyrri. Hann
heyrði það stundum að Jói var að nudda um það við
hana, að það dygði ekki að láta það dragast svona að
útvega sér samastað, fyrst karlinn þyrði ekkert að
segja nema já og nei. Þó að Kristján hefði spaugað að
því við hana í haust að vera ráðskona hjá sér, væri
ekkert á það að treysta. En hún bjóst við að það mætti
bíða sumarmálanna. Seinna höfðu þau ráðið sig í fyrra-
vor. Það voru ekki svo margar skepnurnar að það væri
víst alls staðar pláss fyrir þær. Ef Kristján færi að búa
gætu þau bæði fengið vinnu hjá honum ef ekki yrðu
þau kyrr. Gamla manninum leiddist að hlusta á þetta
50 Heima er bezt