Heima er bezt - 01.01.1962, Page 36
annan samastað, þó ég kunni hvergi við mig nema hér.
En ég kann ekki við þessar ráðagerðir. Það er eitthvað
óhreint við það allt saman.“
Ásgeir frá Giljum hafði verið sunnanlands þennan
vetur, en Leifi hafði hirt féð á Hofi. Ásgeir hafði
skrifað föður sínum það að hann kæmi norður með
kærustu og ætlaði að setjast að hjá þeim. Það var langt
frá því að þessi frétt gleddi gömlu hjónin. „Hvar svo
sem átti hann að komast fyrir í baðstofukytrunni,“
sögðu mæðgurnar.
„Það er nú bara svoleiðis ef hann fer að kássast hing-
að er ég farin og hana nú. Ég þoli ekki að búa við hans
merkilegheit ef ,hún‘ er þá álíka skemmtileg,“ sagði
Ásdís.
„En hvar skyldir þú geta komið þér fyrir með allar
þær skepnur sem þú átt og drenginn,“ sagði faðir
hennar.
„Ég verð ekki í neinum vandræðum. Ég bý í félagi
við Hartmann gamla. Það er ekki svo margt hjá hon-
um.
„Ég anza nú ekki svona löguðu. Kannske það yrði
til þess að þú færir að daðra við hann,“ sagði Steinn
gamli.
Svo var ekki talað meira um það, en gömlu hjónin
voru dauf í dálkinn næstu daga.
Um fardagaleytið kom svo Ásgeir með sitt frúar-
efni að Hofi. Þar stönzuðu þau. Maddama Karen sagð-
ist ekki geta hugsað til þess að missa hann að öllu
leyti. Hann réði sig þá þar í vorvinnu og um túnaslátt-
inn eins og hann var vanur. Svo flutti hann farangur
þeirra þangað og þau gistu þar um nóttina.
Daginn eftir riðu þau fram að Giljum. Það var ekki
hægt að segja annað en þeim væri vel tekið. En ekki
fannst Ásdísi mikið koma til þessarar tilvonandi mág-
konu sinnar. Ásgeir sagði föður sínum að þau væru
búin að ráða sig á Hofi í vor- og sumarvinnu, eða
þangað til taðan væri komin inn. Það var vanalegt. Svo
kæmu þau hingað til að heyja handa sínum skepnum.
Sig langaði til að fjölga. Guðfinna yrði svo hér í vet-
ur. „Ég fer suður ef þið viljið hirða fyrir mig. Við
hljótum að geta kúldazt einhvern veginn saman, en
þröngt verður það.“
„Ég sé ekki að það sé hægt ef húsakynnin eru ekki
önnur en þetta, sem ég sé hér,“ sagði Guðfinna.
„Og svo eru peningshúsin rétt fyrir þær skepnur,
sem hér eru núna. Ekki hætis hóti hægt að bæta þar
við,“ sagði gamli bóndinn.
„Þá er að byggja kofaanga,“ sagði Ásgeir stuttlega.
„Ég er nú búinn að leggja þó nokkuð inn í þetta
heimili þar sem allur gaddavírinn er og vinna mín bæði
þá og oftar.“
„Ég vann líka við girðinguna og lagði til alla staur-
ana og borgaði manninum sem lagði þá,“ sagði Ásdís.
„Ég verð ekki þægur Ijár í þúfu ef þú ætlar að fara
að troðast hingað inn, því þá verður ekki hjá því kom-
izt að ég verði að hrökklast burtu. Ég á talsvert í bú-
inu svo það rýmist ef ég fer, en það er ekki víst að
allir verði ánægðir yfir því.“
Ásgeir geispaði ólundarlega.
„En það er ekki svoleiðis að ég sé hrædd um að ég
geti ekki komið mér fyrir með mínum skepnum. Fá
mig sjálfsagt færri en vilja.“
„En sá gorgeir,“ sagði Ásgeir. „Það er ekki ólíklegt
að þú grípir upp staði fyrir þig og krakkann. En lík-
lega ætlar þú heldur að láta móður þinni hann eftir.“
„Það verður líldega þú, sem reynir að koma þínum
krógum á hana þegar þeir koma í dagsljósið. En ég
vona samt að foreldrum mínum finnist þau ekki hafa
neinn skaða af því að hafa mig hérna,“ svaraði hún.
„Nei, það er langt frá því að mér detti það í hug að
það yrði að nokkru leyti betra fyrir mig að hún færi,“
sagði gamli maðurinn. „Ég efast um að ég gæti heyjað
handa mínum skepnum ef hún væri ekki í samverki
með mér. Svo mikill garmur er ég nú að verða.“
„Hann hjálpar þér nú líklega ef hann flytur hingað,“
greip Ásdís fram í. En varla þarftu að gera því skóna
að þú getir þotið suður á land og látið hann hirða
skepnurnar þínar. Nema konuefnið sé góð að hirða.“
„Ég fer nú líklega með honum,“ sagði hún, „því ég
hef aldrei hirt skepnu á ævi minni.“
„Ég ætlaði ykkur að gera það,“ sagði Ásgeir.
„En það eru engin húsakynni fyrir mig ef þið kom-
ið. Ég fer til Hartmanns gamla á Bakka. Hann hefur
alltaf getað virt vinnuna mína að verðleikum,“ sagði
Ásdís.
„Ég býst ekki við að hann ráði til sín fólk þar sem
sonur hans ætlar að fara að búa þar og er búinn að
ráða til sín hjú,“ hnussaði í Ásgeiri. „Nema þú viljir
fara að bjóða honum þína þénustu enn einu sinni.“
Ásdís glápti á bróður sinn. Það gerðu líka allir í
baðstofunni. „Mér þykir þú segja fréttir, sem við höf-
um ekki heyrt hér, en þú nýkominn sunnan af landi.
Maður er eins og álfur út úr hól hér í þessari dal-
skoru,“ sagði hún.
„Mig langar áreiðanlega ekki til að setjast hérna að
þar sem aldrei kemur maður. Mér brygði áreiðanlega
mikið við,“ sagði Guðfinna.
„Hvaða vinnufólk er hann þá búin að ráða til sín?“
spurði Ásdís kafrjóð af áhuga. Hver á að verða ráðs-
konan? og hver sagði þér þetta?“
„Leifi í Garði sagði mér þetta í fréttum í gær ásamt
fleiru, sem við hefur borið í sveitinni í vetur. Ekki veit
ég hvort það er satt eða ekki. Hann sagði að Jói frá
Grund, sem þar hefur verið þetta ár, væri búinn að
leigja honum allar sínar skepnur og konuna líka. Hún
yrði ráðskona hjá honum, en hann vinnumaður eða
kaupamaður. Svo fer Bogga þangað enn einu sinni.
Meira get ég ekki sagt þér.“
Ásdís fhssaði. „Já, hvernig skyldi sá búskapur ganga.
Mér sýndist Óla vera duglegust við að laga sig frammi
fyrir speglinum. Mikill bölvaður asni er Kristján og
hefur alltaf verið. Skyldi honum bregða við.“
„Ég segi það líka. Skyldi honum bregða nokkuð við
32 Heima er bezt