Heima er bezt - 01.01.1962, Síða 38
HEIMA_____________
BEZT BÓKAHILLAN
Náttúra íslands. Reykjavík 1961. Almenna bókafélagið.
í öllu því flóði bóka, sem árlega kemur út hér á landi, er at-
hyglisvert, hversu fátt er um raunvísindi, og hve lítil skil landinu
sjálfu og náttúru þess eru gerð. Það er því stórlega lofs-
vert, hversu Almenna bókafélagið hefur farið myndarlega
af stað í því efni á þessu ári, er það hefur sent frá sér tvær bækur
um náttúru lands vors, hvora annarri betri, fyrst Hafiö eftir
Unnstein Stefánsson og nú Ndttúru fslands, sem flytur fjórtán
ritgerðir um mismunandi þætti í náttúru lands vors. Að uppruna
eru þetta útvarpserindi, og því samin án beins samhengis sín á
milli, og ber bókin þess nokkrar minjar. 1 ritgerðum þessum er
yfirlit um það, sem menn nú vita sannast um jarðfræði landsins,
veðurfar, sjóinn umhverfis landið, gróður þess og dýralíf í sjó og
á landi. Enda þótt jarðfræði landsins sé hin merkilegasta og mikið
til frásagna um hana, þykir mér þó, að lífið á sjó og landi verði
nokkuð útundan á þessu þingi, þar sem einungis þrjú erindi
fjalla um þá hluti. En ekki er um slíkt að sakast, heldur að geta
hins, sem vel er gert. En öll eru erindin hin fróðlegustu, og gegnir
furðu, hve miklu efni höfundar hafa getað gert skil í svo stuttu
máli, og það á auðskilinn og læsilegan hátt. Hver, sem bók þessa
les, verður að verulegu leyti fróður um náttúru þess lands sem
elur oss og vér eigum afkomu vora undir, og ekki þætti mér ó-
sennilegt, að þau kynnu að opna augu manna fyrir nauðsyn þess,
að þekkja land vort og náttúru þess, til þess að þjóðfélag vort
fái blómgazt. Ekki er ætlun mín að vega og meta einstök erindi
eða gera athugasemdir við þau, en eins og vænta má, eru þau
misjöfn að framsetningu. Bókin sem heild er stórmikill fengur
öilum almenningi, og er vonandi, að fleiri slíkar mættu á eftir
fara, þar sem einstökum efnisþáttum yrðu gerð fyllri skil, því að
sannast að segja vekja öll erindin hungur i að vita meira, en slíkt
er einkenni góðra fræðibóka. Ritskrárnar hefði ég kosið miklum
mun fullkomnari, einkum um suma kafla bókarinnar.
Forsetabókin. Reykjavík 1961. Menningarsjóður.
Þetta er glæsileg myndabók um störf tveggja fyrstu forseta
lýðveldisins íslenzka. Birgir Thorlacius hefur tekið hana saman
og ritað inngangsorð og samið myndatexta. Verður eigi annað
séð en að myndavalið hafi tekizt vel, og er þeim smekklega fyrir
komið, og með þeim gefin svipmynd af lífi forsetanna. Eins og
gefur að skilja hafa hinir fyrstu forsetar hlotið að móta starfs-
hætti, og ef svo mætti að orði kveða, svip embættisins. Það er
gæfa þjóðarinnar, að til þessa starfa völdust menn, sem slíkt
kunnu öðrum betur og gæddir voru persónuleika til að fram-
kvæma það. Bók þessi gefur að vísu ekki nema takmarkaða hug-
mynd um það starf, en er engu að síður merkileg heimild og
fagur minjagripur um samtíð vora og upphaf og fyrstu ár hins
íslenzka forsetadæmis.
Kristján Albertsson: Hannes Hafstein. Ævisaga. Rvík
1961. Almenna bókafélagið.
Það er ekki vónum fyrr, að rituð sé ævisaga Hannesar Haf-
steins, glæsilegasta íslendingsins á þessari öld og farsælasta stjórn-
málaforingja vors síðan Jón Sigurðsson leið. Ævisögu þessa ritar
Kristján Albertsson, og er vafasamt, hvort til þess hefði fengizt
hæfari maður, fjölmenntaður, víðförull og í senn gæddur þekk-
ingu og áhuga á skáldskap og stjórnmálum, en það varð ævisögu-
ritari Hannesar Hafstein að vera. Er það og mála sannast, að ævi-
saga þessi er ein hinna fremstu ævisagna, sem ritaðar hafa verið
á íslenzku, og með meiri menningarblæ en of oft tíðkast, þegar
vér ritum um forystumenn vora eða aðra. Söguhetjan stendur
Iesandanum skýr fyrir hugarsjónum, og vér fylgjumst með Hann-
esi í blíðu og stríðu, og skynjum alls staðar manninn að baki at-
burðanna. Saga einstaklingsins og saga þjóðarinnar renna saman
í tveimur straumum, sem hvorugur ber hinn ofurliði. Megin-
atriðum eru gerð góð skil, en sagan ekki þyngd og þynnt með smá-
atriðum. Samtíðarmennirnir koma fram einnig með kostum sín-
um og göllum. Aðdragandi Heimastjórnarinnar er rakinn af
mikilli nákvæmni og þekkingu, en ekki tel ég dóma höfundar um
dr. Valtý sanngjarna. Þar hefur aðdáun hans á Hannesi villt
honum sýn, eða ef til vill hefur allt moldrykið frá deilum þeirra
ára varpað glýju í augu honum. Annars er erfitt að kveða upp
fullnaðardóm yfir bókinni fyrr en hún er öll, en víst er um það,
að seinni hlutans munu menn bíða með eftirvæntingu.
Bamabækur frá Menningarsjóði.
Menningarsjóður hefur nú í haust gefið út nokkrar barnabæk-
ur, sem hiklaust má telja meðal úrvalsbóka á því sviði. Veiga-
mestar eru þar Ævintýraleikir Ragnheiðar Jónsdóttur, en þetta
er annað bindi þeirra. Flytur það fjóra leiki samda upp úr göml-
um ævintýrum af miklum hagleik. Létt er yfir þeim öllum, og
eru þeir sérlega vel til þess fallnir að láta unglinga spreyta leik-
Iistarhæfileika sína á þeim. Nokkrar myndir eru í bókinni, en
ekki fæ ég séð að þær séu til bóta. Bergsteinn Kristjánsson segir
nokkrar dýrasögur í bókinni Æskan og dýrin. Þær eru af sönnum
atburðum en vel stílfærðar. Hafa sögurnar bæði nokkurt menn-
ingarsögulegt gildi um lifnaðarhætti, sem eru að týnast, en eink-
um eru þær þó vel fallnar til þess að glæða skilning unglinga á
lífi dýranna og kenna þeim að umgangast þau sem vini og lifandi
verur með skynjan og tilfinningu. — Þá er komin út 3. útgáfa af
ævintýrinu Kóngsdóttirin fagra eftir Bjarna M. Jónsson, ágætri
og gamalkunnri bamasögu, sem er jafnfersk og þegar hún kom
fyrst út fyrir um þrjátíu árum síðan. — Síðust þessara bóka en
ekki sízt er Ævintýrabók Júlíusar Havsteens sýslumanns. Á titil-
blaði segir, að hann hafi endursagt þessi ævintýri úr erlendum
málum. Ekki ber að rengja það, en hins vegar eru þau með svo
sterkum persónulegum blæ, að vel mætti kalla hann höfund þeirra.
Ævintýrin eru sögðu af hreinni frásagnarsnilld og þeirri frásagnar-
gleði, sem fátítt er. Og undarlega er þá farið hinum ungu les-
endum, ef þeir kunna ekki að meta það, sem þeim er svo gótt
gefið. En ævintýrin eru líka ánægjulestur fyrir fullorðna og eiga
í því sammerkt við hinar beztu barnabókmenntir. En lestur þeirra
hlýtur að vekja söknuð lesandans yfir því, að höfundi þeirra eða
endursegjanda skyldi ekki gefast meira tóm til ritstarfa um æv-
ina. St. Std.
34 Heima er bezt