Heima er bezt - 01.05.1962, Síða 4

Heima er bezt - 01.05.1962, Síða 4
GISLI JONSSON: \ sinni en aldrei dansaá Spjallað við Tómas Tómasson tæpt tíræðan G hvað ertu |)á orðinn gamall? — Ja, aldurinn er nú orðinn býsna hár, ég verð 100 ára í þessum mánuði. Eg er fædd- ur 24. maí 1862 á Tyrfingsstöðum í Skaga- firði, og voru foreldrar mínir Tómas Egilsson og Ást- fríður Jónsdóttir. Faðir minn var ættaður norðan úr Evjafirði, það er Hjálmstaða- eða Guðrúnarstaðaætt, en móðir mín var ættuð úr Skagafirði, Steingrímsætt. Tómas langafi minn bjó á Bægisá, giftur systur Daniel- sens gamla á Skipalóni, Helgu. Fyrstu æviárin var ég ýmist með afa eða á sífelldum húsmennskuhraknirtgi með foreldrum mínum bæði norðan og vestan heiðar, um hríð á Silfrastöðum hjá Rósu föðursystur rninni. Foreldrar-mínir voru sárafátækir. Réðust þau í það, þegar ég var 9 ára, að byggja sér kofa í Hraunslandi í Tómas Tómasson. Öxnadal og nefndu Valsnes. Voru þau þar aðeins stutt- an tíma, og fór Valsnes í eyði við brottför þeirra og hefur ekki verið byggt upp síðan. Þau voru síðan á ýmsum stöðum um Þelamörk og Öxnadal næstu árin. Svo dó faðir minn, þegar ég var á 12. árinu, og móðir mín 6 árum síðar. — Hvað varð þá unt þig? — Ég var hjá ýmsum í vinnumennsku, þar til 1885, að ég giftist Jóhönnu Sigurgeirsdóttur, af eyfirzkum og húnvetnskum ættum. Við vorum fyrst í hús- mennsku, en hófum svo búskap í Þverbrekku í Öxna- dal 1897. Þá var harðindakaflinn mesti að vísu afstað- inn. Milli 1880 og 1890 var alltaf óskaplegt harðæri, hungur og dauði. En um þessar mundir var ekki glæsi- legt að byrja búskap. — Hvenær manstu fyrst eftir þér? — Þá var ég á öðru árinu í Bakkaseli, stóð fyrir knjám afa míns og var að éta smér af diskinum hans. Sumarið eftir dó karl, þá var ég í Bási. Foreldrar mínir áttu jarpskjótta hryssu, stóra og fallega; var ég reiddur á henni að jarðarför afa míns á Bakka. Frá því ég var á þriðja árinu, man ég ýmislegt smávegis frá Bási. Þar var til heimilis ekkjumaður, frændi minn, og var að biðla til ekkju þar á staðnum. Hann átti ljómandi falleg- ar silfurdósir og forláta hníf, sem ég hafði gaman af að skoða. En ég var klaufi að tala á þessum árum, vildi t. d. aldrei segja já, heldur tarna. Setti nú frændi minn það upp, ef ég fengi að skoða dósirnar og hnífinn, að ég segði já, en það varð þá lá, frœndi. Upp frá þessu fór ég að læra að tala betur. Ég man, hvað mér þótti vænt um þennan frænda minn, hann var svo blíður og góður við mig. — Og fékk hann ekkjuna? — Já, já og bjó í Bási, þetta var Jónatan bróðir Jón- asar í Hrauni. — Hvenær komstu fyrst í kaupstað? — Ég var á 11. ári, þegar ég fyrst kom til Akureyr- ar. Þar var lítið að sjá, aðeins smákofar í stöku stað, en þá var verið að reisa Gránuhúsin. — Komstu í búð? — Ég kom í Jónassensverzlun inni á horninu, þar sem Höepfnersbryggjan er. Ég keypti mér húfu og svolítinn vasaklút. Það var allt og sumt. 148 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.