Heima er bezt - 01.05.1962, Síða 5

Heima er bezt - 01.05.1962, Síða 5
Fimm attliðir. reyting fyrir austan, en svo þegar aflalaeysi varð, þá var búið með hann. Eg flutti þau frá Hrauni vestur að Syðstu-Grund í Skagafirði. Þetta var sama árið og Jón á Gautlöndum dó. — Lentirðu ekki stundum í eftirminnilegum svaðil- förum? — Ekki verulega, en þetta var sullsamt og sukksamt. Engin hlífðarföt af nokkru tagi, hundblautur og kald- ur, ef nokkur úrkoma var. En ég hafði'gaman af hest- um, og ég held ég megi segja, að ég væri góður hesta- maður, tamdi mikið og átti oft góða hesta. Bezti hest- urinn minn, ja þeir voru nú margir góðir, en líldega hefur sá bezti verið jarpskjóttur hestur, sem Magnús Kristjánsson fékk hjá mér. Friðrik lögfræðingur man eftir honum. Verst voru ferðalögin, þegar farið var gangandi og maður þurfti að bera þessi lifandi kynstur. Eitt vorið, þegar kornmatarlaust var orðið, var ég send- ur ásamt fleirum til Akureyrar, því þá fékkst þar hveiti í stórum sekkjum, um 130 pund. Þessu var svo skipt í tvennt, og ég lagði af stað með um 70 punda byrði. Ófærðin var skelfileg, lognfönn, svo að við sukkum í klof á skíðunum. Hvað eftir annað vorum við að því komnir að örmagnast, og oftar en einu sinni sofnuð- um við, þar sem þurrt var, eða við leituðum skjóls í beitarhúsum. Kuldinn vakti okkur brátt aftur. Ég var þrjú dægur í ferðinni nestislítill, en sums staðar á leið- inni fengum við góðgjörðir. Svo var að leggja af stað sem fyrst aftur og sækja afganginn. — Gekkstu nokkum tíma á skóla? — Nei, þess var enginn kostur í þá daga, ekki einu sinni farskólar, en ég lærði að lesa og draga til stafs. Faðir minn kenndi mér að lesa á ýmsar bækur. Og svo lærðum við auðvitað 8 kafla kverið undir ferminguna. Sr. Arnljótur fermdi mig. Þegar ég var vinnumaður í Hrauni, var það mitt starf að lesa sögur á vökunni. Þá voru kvöldvökurnar enn í góðu gildi með sögulestri og rímnakveðskap. Fólk hafði fátt annað sér til skemmtunar. — Það hefur lítið verið um böll í þá daga. — Já, en þau þekktust þó svo sem, og einu sinni á ævinni hef ég farið á ball. Það var í Staðartungu og ég þá á Steinsstöðum. Vinnumaðurinn, sem hélt ballið, vildi endilega, að ég færi. Við fengum okkur svo í staupinu nokkrir og vorum að spila inni í bæ. Ég hef aldrei stigið dansspor á ævi minni. Það átti reyndar að kenna mér að dansa, þegar ég var um tvítugt, en þær fengu mig aldrei til þess stúlkurnar. Þegar ég var vinnumaður í Hrauni, var ég oft á ferðalögum fyrir Jónas. Hann var hreppstjóri og þurfti að sjá um flutninga þurfamanna, hreppaflutningana. Já, þeir voru leiðinlegir flutningarnir á fólkinu. Mér blöskraði alveg einu sinni í sláttarbyrjun, þá var kom- ið með hjón og fimm ungbörn, og það átti að flytja þau alla leið austan af Eskifirði og vestur á Snæfellsnes, allt á hestum. Það var mikil meðferð á mönnunum. Þessi maður var allslaus, hafði haft einhvem sjávar- Jónas á Hrauni. Heima er bezt 149

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.