Heima er bezt - 01.05.1962, Blaðsíða 6
— Nú skulum við víkja aftur að því, er þú hófst
búskap í Þverbrekku.
— Já, búið var náttúrlega ekki stórt, 28 ær með
kvígildinu, 2 kýr, önnur á leigu, og einn hestur. f Þver-
brekku bjó ég 3 ár, svo tvö ár í Bakkaseli, þá þrjú ár
á Egilsá í Skagafirði. Þá hætti ég búskap um hríð, er
konan mín missti heilsuna. Það var gott að búa á Egils-
á, framúrskarandi útbeit, tók eiginlega aldrei fyrir
jörð; ef skepnurnar voru í lagi, þá var óhætt að sleppa
í byrjun einmánaðar, hvernig sem viðraði. Þó blind-
hríð væri heima á Egilsá, þá var gott veður uppi í dal,
rann allt sundur í marþíðu og logn. Túnið var stórt,
mátti fá af því 100 hesta.
Árið 1909 fór ég í Bakkasel aftur og bjó þar til
1915, þá í Auðnir og átti þar heima til 1923. Hætti ég
þá búskap að fullu. Eitt ár var ég í Hrauni og svo á
Akureyri til 1928, en þá dó kona mín. Fór ég þá til
Elíasar sonar míns í Hraun og hef verið hjá honum
síðan. Við hjónin eignuðumst 5 börn. Eitt dó ungt, en
hin eru: Rósa, f. 1885, d. 1957, Egill, f. 1890, d. 1960,
Elías, f. 1894, og Aðalsteimi, f. 1900. Nú á ég um 90
afkomendur á lífi.
Ég var alla tíð fátækur, lengi á hrakningi og bjó við
sífelld bústaðaskipti. Peningar sáust varla, fvrr en
sauðasalan byrjaði til Englands. Þá urðu veruleg um-
skipti. Frægastur allra sauðakaupmanna hér norðan-
lands var Coghill gamli, hann hafði nóga peninga og
bölvaði þau lifandi skelfing, og þá dettur mér í hug
sagan af honum og Jónasi í Hrauni. Ég var þá vinnu-
maður í Hrauni, og við fórum með 40 sauði til Akur-
evrar að selja Coghill. Komum við þangað klukkan að
ganga sex að kvöldi, en þá var karl búinn að kaupa,
en hann var ætíð vanur að kaupa af Jónasi. Sauðirnir
voru í rétt niðri á Oddeyri, og karl skoðar þá. „Hvað
gefurðu fyrir sauðinn?“ segir Jónas. „17 kr. og 50
aura,“ segir Coghill. „Það er of lítið,“ segir Jónas, „og
rekið þið sauðina út, piltar, það er bezt að slátra þeim
strax hjá Möller, ég fæ meira fyrir þá þar.“ Svo við
rákum út sauðina, en þegar við vorum komnir upp á
mölina, kemur Coghill á eftir, kallar og segir: „18 krón-
ur þá.“ „Nei,“ segir Jónas, „18 og 50, ég vil fá fimmtíu
aura fvrir að reka þá í réttina aftur.“ „Jæja þá, 18 og
50, helvíta karlinn,“ segir Coghill og slær á bakið á
Jónasi, „það er bölvað helvíti að eiga við þig.“ Þetta
voru líka úrvals sauðir.
Jónas í Hrauni lét ekki hlut sinn, var efnamaður og
hafði hvers manns traust. Ekki þurfti annað cn skilaboð
frá honum til að fá úttekt í hvaða búð á Akureyri,
sem var.
— Hverju mundirðu helzt þakka, hvað þú hefur náð
háum aldri?
— Það veit ég varla. Kannske helzt harðréttinu, sem
ég bjó við í æsku. Það þurfti hörku og þol til að lifa
af í þá daga.
— Og hver finnst þér mestur munur á mannlífinu
þá og nú?
— Mestur held ég sé munurinn á viðurgerningi og
þroskaskilyrðum unga fólksins. Nú eiga allir svo gott,
en þá var alltaf þetta voðalega hungur, menn gátu
stundum ekki unnið fyrir hungri.
BREFASKIPTI
Kristin Björnsdóttir, Ingunnarstöðum, Brynjudal, Kjós,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 14
—17 ára.
Arni Jónsson, Bala, Þykkvabæ, Rang., óskar eftir bréfa-
skiptum við drengi, 10—13 ára, helzt í Árnessýslu. — Áhuga-
mál knattspyrna.
Jensína Ebba Jónsdóttir, Hóli, Önundarfirði, V.-ís., óskar
að komast x bréfasamband við pilta eða stúlkur á aldrinum
14—15 ára.
Sigriður Jónsdóttir, Hóli, Önundarfirði, V.-ís., óskar eftir
bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 13—14 ára,
Ásta Garðarsdóttir, Reykjavöllum, Reykjahverfi, S.-Þing.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15—
18 ára.
Sigríður Jóhannsdóttir, Víðiholti, Reykjahverfi, S.-Þing.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15
—18 ára.
Ólafur Magnússon, Belgsholti, Melasveit, Borg., óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 15—17 ára.
Helgi Bergþórsson, E.-Súlunesi, Melasveit, Borg., óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 15—17 ára.
Sigurður Ingi Guðmundsson, Katadal, Þverárhr., V.-Hún.,
óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 15—17 ára.
Ólafur Hansson, Laugabóli, Nauteyrarhr., N.-ís., óskar eft-
ir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 26—30 ára.
Eyþór Gunnþórsson, Steinskoti, Glæsibæjarhr., Eyjafjarðar-
sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrin-
um 11—14 ára.
Elín Birna Lárusdóttir, Grund, Reykjaskóla, óskar eftir
bréfaskiptum.
Lára Ingólfsdóltir, Grund, Reykjaskóla, Hrútafirði, óskar
eftir bréfaskiptum.
Sigríður Sigvaldadóttir, Grund, Reykjaskóla, Hrútafirði,
óskar eftir bréfaskiptum.
Björg Gisladóttir, Grund, Reykjaskóla, Hrútafirði, óskar
eftir bréfaskiptum.
Þórdís Guðmundsdóttir, Grund, Reykjaskóla, Hrútafirði,
óskar eftir bréfaskiptum.
Gerður Guðmundsdóttir, Múla, Álftafirði, pr. Djúpavog,
S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldr-
inum 10—12 ára.
Höskuldur Sœrnundsson, Hryggjum, Mýrdal, V.-Skaft., ósk-
ar eftir brófaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 10—12
ára.
Anna Steinlaug Ingólfsdóttir, Dal, Grenivík, S.-Þing., óskar
eftir bréfaskiptum við dreng eða stúlku á aldrinum 10—12 ára.
Óli Albertsson, Keldulandi, Skagahreppi, A.-Hún., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 17—20 ára.
Sigríður Einarsdóttir, Faxastíg 4, Vestmannaeyjum, óskar
eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—17 ára.
Guðrún Guðlaugsdóttir, Hásteinsvegi 20, Vestmannaeyjum,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—17 ára.
150 Heima er bezt