Heima er bezt - 01.05.1962, Side 7
HÓLMSTEINN HELGASON:
Fjárrekstur um fjöll á einmánuði 1893
Inr eima er bezt hefur iii. a. birt nokkrar frásagn-
---1| ir um ferðalag og flutninga hérlendis á síðari
|| hluta næstliðinnar aldar og fram á þessa, sem
er að líða, úr minni hinna eldri manna, sem
nú fer óðum fækkandi, en voru oftast þátttakendur í
þeim viðburðum, sem frá er greint. Þetta eru þættir úr
sögu íslenzku þjóðarinnar, er sýna oftast þrek og
þrautseigju genginna kynslóða, sem börðust um og
bygg'ðu annað og erfiðara Island, en nú gefur að Iíta,
sem þá hafði verið slíkt um þúsund ár. Það verður því
að teljast allrar virðingar vert, að halda slíku til haga,
þótt e. t. Vi verði ekki af því fenginn mikill lærdómur,
fyrir nútímamenn, sem þreyta sitt skeið nú í gjör-
breyttu umhverfi, á tíma vélamenningar og tækni.
Eg hef því tilhneigingu til að bæta í þetta safn
H. e. b. einni frásiign, sem ég var þó ekki þátttakandi í,
en hef um milliliðalausar heimildir frá þátttakendum,
en þetta gerðist fyrir réttum 69 árum.
Foreldrar mínir, Arndís Sigvaldadóttir og Helgi Sig-
urður Pálsson, gengu í hjónaband vorið 1892, og flutt-
ust þá að Glaumbæ í Reykjadal, S.-Þing., frá Stóru-
völlum í Bárðardal, en þar höfðu þau verið vinnuhjú
tvö undanfarin ár og eitt ár að Lundarbrekku í sömu
sveit.
Að Glaumbæ fóru þau til Jónasar Jónassonar og
Rósu Pálsdóttur systur föður míns, sem þar bjuggu á
hálflendunni. Hann vár talinn vinnumaður þeirra og
hafði á kaupi sínu einhvern veginn 29 kindur og eitt
hross á fóðrum, en móðir mín var sjálfrar sín, sem
kallað var, þ. e. í eins konar húsmennsku, og mun hafa
a. m. k. að nokkru heyjað fyrir þessum búpeningi, því
að þeim störfum gekk hún um sumarið.
Foreldrar móður minnar bjuggu að Grund á Langa-
nesi, N.-Þing., og nú réðust málin þannig, að þau buðu
ungu hjónunum sæti á hluta af þeirri jörð, sem að vísu
var lítil, en hafði við að styðjast aðra jörð, mun stærri,
þegar hér var komið, sem lá til fjalla og var ekki leng-
ur í ábúð að öðru leyti. Þar var landrými allmikið og
slægjur í bithaga, en á þeim tíma byggðist búskapur
mest á engjaheyskap, svo sem kunnugt er. í dölum
Suður-Þingeyjarsýslu mun þá ekki hafa legið á lausu
hentugt jarðnæði, svo sá kostur var tekinn, að flytja
austur.
Faðir minn hafði mikinn áhuga fyrir sauðfjárrækt,
fóðrun og hirðingu sauðfjár og átti valdar kindur.
Hann vildi því ekki skiljast við sinn litla vísi að bú-
stofni, heldur reyna að koma honum með sér og byrja
með honum búskapinn austur þar, og byggja á honum
sína sauðfjárrækt í búskapnum í framtíðinni.
í öndverðum aprílmánuði 1893, hafði faðir minn
flutt móður mína upp að Kálfaströnd við Mývatn, til
Hólmfríðar Þorsteinsdóttur, sem þar bjó þá ekkja góðu
búi. Móðir mín og Hólmfríður voru systkinadætur, og
hafði hún farið til Hólmfríðar 15 ára gömul og verið
á vist með henni um sex ára skeið, áður en hún fluttist
með föður mínum í Bárðardalinn. Hólmfríður hafði
nú boðið henni að dveljast hjá sér, þar til hún flytti
austur og fæða þar frumburð sinn, sem til stóð um
vorið.
Um þessar mundir hafði faðir minn gert orð Jónasi
bróður sínum, sem þá var til heimilis að Ljótsstöðum í
Laxárdal, og hafði alizt þar upp, að ráðast til ferðar
með sér og reka kindur sínar, með sér, um fjöll og
öræfi austur á Langanes. Jónas var þá 18 ára gamall,
fæddur 29. okt. 1874, og er enn á lífi. Er hér stuðzt
við frásögn hans til fyllingar því, er ég minnist af
frásögn föður míns.
Jónas lét ekki á sér standa og mætti innan skamms
ferðbúinn til fangs við ævintýrið.
Um þessar mundir höfðu verið þíðviðri, hlákur, og
snjór sigið mjög á láglendi, svo autt var orðið í Reykja-
dal, það land sem hærra bar, holt og rindar, sem af
hafði fokið í vetrarstormum, en fannir stórar í lægð-
um og brekkum. Yar nú beðið þess að kólnaði í veðri
og frysti í snjóinn. Þess þurfti ekki lengi að bíða, því
brátt gekk til vestanáttar með kalsa og útlit benti til
norðanáttar. \'ar nú ekki lengur beðið. Faðir minn fór
út nokkru fvrir fótaferðartíma og gaf kindum sínum
vcl, til að luia þær undir ferðina, sem nú var ráðin og
að öllu undirbúin. Um venjulegan fótaferðartíma
höfðu kindurnar hýst gjöfina, og lögðu þá bræðurnir
af stað með hópinn, og var stefnt fram dalinn í átt til
Mývatnssveitar. Sæld var í kindunum, og sýndu það
einkum gemlingarnir, sem brugðu á leik fyrst í stað,
og voru þær því létt rækar fram dalinn, enda fannir
nokkuð á haldi. Rekstrarmennirnir fylgdu þeim þó
ekki fast eftir, því þeir vissu, að löng leið var fram-
undan, og nauðsyn á að fara svo hægt af stað, sem við
varð komið, til að forðast of mikla þreytu og harð-
sperrur í byrjun ferðar hjá kindunum, sem ekki voru
Heivia er bezt 151