Heima er bezt - 01.05.1962, Qupperneq 9
kaldri nótt og svelti e. t. v. um lengri tíma, í kofanum
á vesturbakkanum.
Að Grímsstöðum var komið eftir stutta stund, og
var þar við leiðangrinum tekið, sem bezt mátti íslenzk
gestrisni veita, bæði mönnum og málleysingjum, og
jafnframt með mikilli undrun og feginleik, því heima-
fólki þar var ekki kunugt annað en áin hefði rutt af
sér öllum ís, og væri alauð og öllum ófær, nema fugl-
inum fljúgandi, en hins vegar verið ugglaust um ferða-
menn, á þessum árstíma, og því ekki haft á slíku nein-
ar gætur.
Morguninn eftir var komið norðan dimmviðri af
hríð og stormi, með auknu frosti. Sátu bræðurnir á
Grímsstöðum þann dag í góðu yfirlæti, með allt sitt,
og fengu þar með góðan hvíldartíma fyrir sig og fjár-
hópinn sinn.
Næsta morgun var hríðinni létt, og leit út fyrir
hjart og batnandi veður. Var farið snemma í fjárhús-
ið og kindunum gefið svo sem þær máttu éta, því nú
lá fyrir langur rekstur yfir fjöll og heiðar til Þistil-
fjarðar. Harðahjarn var nú yfir allt og gangfæri því
hið ákjósanlegasta. Nýja snjóinn hafði rifið af hjarn-
breiðunni víðast hvar, svo hann var ekki farartálmi.
Frá Grímsstöðum var lagt, upp úr miðjum morgni, og
höfðu þá menn og skepnur nærzt svo sem tök voru á,
til undirbúnings þeim langa áfanga, sem nú var fram-
undan, milli byggðra bóla, austur af Hólsfjöllum um
Búrfellsheiði til Þistilfjarðar.
Var nú rekið allan daginn yfir hjarnauðnina, þar
sem varla nokkurs staðar örlaði fyrir þúfu eða stöku
strái, og loks síðla kvölds húsum náð að Bægistöðum,
heiðarbýli fram af Þistilfirði, og fannst þá rekstrar-
mönnum, með fögnuði, mikilsverðum áfanga vera náð.
Að Bægistöðum bjó þá Guðmundur Stefánsson með
fjölskyldu sína. Bóndi var ekki heima, hafði hann far-
ið um morguninn út í sveit, til sjávarbæja, að afla fanga,
því heimilið var alveg bjargarlaust, hvorki til matur
eða heytugga. Á heimilinu var aðeins húsmóðirin með
nokkur börn, og ein kýr í fjósi. Annan búpening hafði
bóndi áður flutt út á sjávarbæi, til bjargar. Þarna varð
því þreyttum ferðalöngum ekki annað í té látið en
húsaskjól, sem var með ánægju veitt. Rekstrarmenn
gáfu kindunum það síðasta af deiginu, sem þeir höfðu
með sér borið og neyttu sjálfir leifanna af nesti sínu,
ásamt börnunum á bænum, því þar var ekki annað
matar en lítill dropi úr kúnni, en von á bónda lieim
daginn eftir með hey handa kúnni og matbjörg.
Næsta morgun voru kindurnar reknar af stað mál-
þola, og stefnt austur og út til sjávar í Þistilfirði. Þeg-
ar nær dró sjónum og byggðinni þar, fór að kenna
jarðar og nálega snjólaust við sjóinn. Fengu þá kind-
urnar bithaga í ieiðinni. Farið var að Syðri-Brekkum
á Langanesi um kvöldið og var þar nóg hey til reiðu
með meiru.
Næsta dag var svo þessum rekstri lokið, er náð var
að Grund á Langanesi. Var það á sjötta degi frá því
þessi einstæða öræfaferð með fjárrekstur hófst, frá
Glaumbæ í Reykjadal, á einmánuði 1893, og þótti hafa
tekizt giftusamlega.
Það skal tekið fram, að hvorugur rekstrarmanna
hafði áður farið um þessar slóðir austan Jökulsár á
Fjöllum.
Eftir tveggja daga hvíld að Grund héldu bræðurnir
heimleiðis, en fóru nú meira með byggðinni eða venju-
legri ferðamanna leið milli sveita, þ. e. um Öxarfjarð-
arheiði og Reykjaheiði til dalanna í Suður-Þingevjar-
svslu.
Fimmtán stærstu
b
oroirnar
Mörgum leikur forvitni á að vita, hverjar séu stærstu
borgir jarðarinnar. En annað mál er að stundum reyn-
ist erfitt að fá óyggjandi svör við því. Fólkstala borg-
anna breytist ótt, og hlutföllin milli hinna stóru geta
raskazt á ótrúlega stuttum tíma. Hér fara á eftir tölur
um fólksfjölda 15 stærstu borganna, sem danska tíma-
ritið Vor viden segir að séu þær nýjustu, enda eru þær
flestar frá árinu 1960, en sumar þó frá árunum 1957—
1959. í fyrri dálknum eru tölur sjálfrar borgarinnar, en
í hinum síðari er fólksfjöldi útborganna talinn með, og
í raun og veru segja þær tölur mest um fólksfjöldann,
því að venjulega eru útborgirnar vaxnar svo saman við
meginborgina, að naumast verður á milli greint. At-
hyglisvert er að af þessum 15 borgum eru 5 í Banda-
ríkjum Norður-Ameríku.
New York (Bandaríkin)
Tokio (Japan)
London (England)
Los Angeles (Bandaríkin)
Paris (Frakkland)
Ghicago (Bandaríkin)
Kalkutta (Indland)
Aloskva (Rússland)
Bombay (Indland)
Buenos Aires (Argentina)
Peking (Kína)
Filadelfia (Bandaríkin)
Detroit (Bandaríkin)
Sao Paulo (Brasilia)
Vestur-Berlín (Þýzkalandi)
Austur-Berlín
7.781.984 14.759.429
8.302.565 13.587.766
3.225.000 10.242.652
2.479.015 6.792.696
2.850.189 6.436.296
3.550.404 6.220.913
4.040.000 5.909.000
5.032.000
4.941.000
3.767.887 4.603.035
4.010.000
2.005.512 4.342.897
1.670.144 3.762.360
3.674.373
2.211.349
1.085.000
St. Std.
Heima er bezt 153