Heima er bezt - 01.05.1962, Side 10

Heima er bezt - 01.05.1962, Side 10
ÞORVALDUR SÆMUNDSSON, KENNARI: SUMAR Á SAURUM Leikmannsþankar um dvöl Jónasar Hallgrímssonar í Sórey 1843-1844. Síðari hluti Fátæktin var löngum fylgikona Jónasar Hallgríms- sonar. Hann fékk aldrei fastlaunað embætti, hvorki í Danmörku né á Islandi. Helzta fjárhagslega viðurkenn- ingin, sem hann fékk fyrir ritstörf sín, voru 200 ríkis- dalir, sem Rentukammerið greiddi honum árlega fyrir Íslandslýsinguna. En slík sultarlaun voru honum alls- endis ónóg til jress að geta lifað mannsæmandi lífi, eins og glögglega kemur fram í bréfum hans hér að framan. Jónas mun því, einkum síðustu árin sem hann lifði, hafa alvarlega verið að hugsa unt að sækja unt fast embætti hér heima á íslandi. Á jteim tímum höfðu stúdentar frá Bessastaðaskóla rétt til prestseaibætta á íslandi.1) Jónas mun jrrem sinnum hafa sótt um presta- kall, en fengið synjun dönsku stjórnarinnar í öll skipt- in. í bréfinu hér að frantan til Þórðar Jónassonar, dags. 26. sept., víkur Jónas að þessu máli, þar sem hann tal- ar um brauðin, sem hann sjái vera að losna, en hann telur sig þá ekki við því búinn að takast á hendur prestsembætti, fyrr en hann hafi lokið þeim ritstörfum, sem hann vann þá að í Sórey. Sennilega hafa fjárhagsörðugleikarnir knúið Jónas til þess að hugleiða í alvöru að gerast prestur á Islandi, fremur en köllun hafi knúið hann til þeirrar áttar. En eitt er víst. Hugur Jónasar Hallgrímssonar stóð löng- um til annars embættis, sem stóð menntun hans og hæfiieikum nær, og var honum hjartfólgið áhugamál. Hann ól lengi þá von í brjósti að hljóta fast embætti sem kennari í náttúrufræði við Lærða-skólann og korna þar upp náttúrugripasafni. Islendingum hefði líka orð- ið það ómetanlegt happ, hefði honum auðnazt að helga því starfi krafta sína, þekkingu og gáfur. Þá er og lík- legt, að hann hefði áfram sinnt rannsóknarstörfum sín- um um náttúru landsins og auðnazt að fullgera íslands- lvsinguna, sem óefað hefði orðið hið mesta stórvirki 1) Steingrímur Jónsson biskup skrifaði upp á burtfararvott- orð Jónasar úr Bessastaðaskóla, 1. júlí 1829, og veitti hann þá Jónasi sama dag prédikunarleyfi, „til að prédika og chatechis- era opinberlega fyrir söfnuðinn, innan þeirra sókna, hvar hann sér uppi heldur“, eins og biskup orðaði það. — Jónas flutti aðeins einu sinni ræðu fyrir kirkjusöfnuði. Það var við kvöldsöng í dómkirkjunni í Reykjavík á gamlárskvöld 1829. og snilldarverk í höndum hans. Jónas víkur að þessu áhugamáli sínu aftur og aftur í bréfum til vina sinna, einkum Jóns Sigurðssonar og Konráðs Gíslasonar, sem Jónas vildi að yrði einnig kennari við skólann. En Is- lands óhamingju varð allt að vopni á þeim árum. Þessi óskadraumur skáldsins átti, því miður, ekki eftir að rætast. Bæði var það, að seint gekk að reisa hús yfir skólann í Reykjavík1) og áhugi og skilningur stjórnar- valdanna mun hafa verið takmarkaður á nauðsyn þess að stofna þetta embætti, og svo féll Jónas skyndilega frá í maí 1845, áður en skólabyggingunni var lokið. En það er fróðlegt að grípa niður í nokkur bréf Jónasar og heyra hve áfjáður hann er að frétta eitthvað um framgang þessa hjartfólgna áhugamáls síns. í bréfi til Jóns Sigurðssonar, forseta, dags. í Sórey 5. okt. 1843, segir Jónas m. a.: ------Fréttist annars nokkuð að heiman, og ætli ís- lendingar séu dauðir eða lifandi. Sendu mér fréttaseðil með næsta pósti og segðu mér jafnframt, hvað þér verður ágengt fyrir mig, og hvernig fór með félags- lögin. Er nokkuð talað um skólabygginguna, og hvar á Al- þingi að fá sér hæli? eða verður það húsnæðislaust, svo alvara komi úr gamni og þeir megi tylla sér niður uppí holti?------- Hér á Jónas við það, þar sem hann talar um, hvar Alþingi eigi að fá sér hæli, að fyrirhugað var um þær mundir, að endurreisa alþingi, samanber konungsboð- skapinn frá 8. marz 1843 um endurreisn alþingis. Hið endurreista alþingi kom fyrst saman til fundar í Reykjavík 1845, en Fjölnismenn vildu, sem kunnugt er, að alþingi yrði háð á Þingvöllum við Oxará. í fleiri bréfum frá Sórey talar Jónas um brauðveit- ingar, skólann og alþingi, en bezt og ýtarlegast gerir hann þessu hugðarmáli sínu skil í bréfi til Konráðs Gíslasonar, dags. í Sórey í marz 1844. Þar segir hann m. a.: ------Bráðum verður sett gymnasium heima, segir þú, og ég muríi geta farið úr görmunuml; ertu að t) Skólinn var fluttur frá Bessastöðum til Reykjavíkur 1846. 154 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.