Heima er bezt - 01.05.1962, Síða 14
Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði.
Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði.
Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðurn.
Vörboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer
með fjaðrabliki háa vegaieysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!
Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu.
Þröstur minn góður! Það er stúlkan mín.
Vestmannaeyjum, í júní 1961.
Helztu heimildir:
Rit Jónasar Hallgrímssonar í útgáfu dr. Matthíasar Þórðar-
sonar, útg. Isafoldarprentsmiðja hf.
Bréf Jónasar Hallgrímssonar í útgáfu Tómasar Guðmunds-
sonar: Ritsafn Jónasar Hallgrímssonar, útg. Helgafells 1947.
Á einum stað í ritgerð þessari er stuðzt lítillega við formála
Tómasar Guðmundssonar.
Lýsingin á Jónasi í upphafi ritgerðarinnar er eftir Konráð
Gíslason.
EFTIRMÁLI VIÐ GREININA:
Starfi Jónasar Hallgrímssonar við Islandslvsinguna
var ekki haldið áfram eftir dauða hans. Starf það, er
Jónas hafði mestan hug á, kennslu í náttúrufræði við
Lærðaskólann í Reykjavík, hlaut Hannes Árnason,
haustið 1848. Gegndi hann því starfi lengi.
Um þá vini Jónasar, sem nefndir eru einkum í grein
þessari og hann skrifaðist á við, skal þetta tekið fram í
stuttu máli:
Konráði Gíslasyni var veitt kennaraembætti við
Lærðaskólann vorið 1846, en hann fór aldrei heim til
íslands. Hann varð lektor við Hafnarháskóla 1848, varð
síðar prófessor við sama skóla og gegndi því starfi til
1886. Hann dó 4. janúar 1891.
Steenstrup varð prófessor við Hafnarháskóla og
gegndi því embætti í nær 40 ár. Hann varð frægur
fyrir vísindalegar rannsóknir bæði í náttúrufræði og
steinaldar-fornfræði. Hann andaðist í hárri elli (84
ára) 20. júní 1897.
Fimntr Magnússon prófessor var mjög starfssamur
og afkastamikill vísindamaður og lengi í miklu áliti við
Hafnarháskóla. Hann var helzta hjálparhella Jónasar í
fjárhagsþrengingum hans og útvegaði honum ýmsa
styrki. Finnur dó á aðfangadag jóla 1847 (66 ára).
Brynjólfur Pétursson gegndi ýmsum mikilvægum
embættum í Höfn, var t. d. fulltrúi í fjármálastjórn-
inn, og forstöðumaður íslenzku stjórnardeildarinnar í
Höfn var hann frá 1848 til dauðadags. Hann dó 18.
október 1851.
Um ævi og störf Jóns Sigurðssonar forseta er öllum
íslendingum kunnugt. — Um Jóhann Briem, Þórð Jóns-
son og Pál Melsteð vísast til neðanmálsskýringa í grein
þessari.
Um alla þessa merkismenn hefur margt verið ritað
og vísast nánar til þess.
(Að mestu eftir grein dr. Matthíasar Þórðarsonar
urn ævi Jónasar Hallgrímssonar.)
BRÉFASKIPTI
Eygló Bogadóttir, Vestmannabraut 67, Vestmannaeyjum,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—17 ára.
Margeir Gunnarsson, Þvergötu 3, Isafirði, óskar eftir bréfa-
skiptum við stúlkur á aldrinum 35—38 ára. — Mynd fylgi.
Kristin R. Magnúsdóttir, Hafnarstræti 43, Flateyri, Önund-
arfirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrin-
um 18—20 ára. — Mynd fylgi.
Guðrún Guðjónsdóttir, Gvendarhúsi, Vestmannaeyjum,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—18 ára.
Ólafur Karlsson, Skarði, Breiðdal, S.-Múl., óskar eftir bréfa-
skiptum við stúlku á aldrinum 15—17 ára.
Kristbjörg Sigurðardóttir, Lækjamóti, Kinn, S.-Þing., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 10—12 ára. — Mynd
fylgi fyrsta bréfi.
Dagbjört Jónsdóttir, Hörgshlíð, Mjóafirði, N.-ís., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—20 ára.
Sigurveig Guðrún J. Buch, Einarsstöðum, Reykjahverfi, S.-
Þing., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrin-
um 14—16 ára. — Mynd fylgi.
Asdís S. Hermannsdpttir, Engjavegi 32, Isafirði, óskar eftir
bréfaskiptum við pilta á aldrinum 13—14 ára.
Halldóra Jónsdóttir, Fremstafelli, Kinn, S.-Þing., óskar
eftir bréfaskiptum við unglinga á aldrinum 14—15 ára. Mjög
æskilegt að mynd fylgi.
Rannveig Jónsdóttir, Fremstafelli, Kinn, S.-Þing., óskar
eftir bréfaskiptum við unglinga á aldrinum 12—13 ára. Æski-
legt að mynd fylgi.
Mjallhvit Ciuðrún Magnúsdóttir, Belgsholti, Melasveit,
Borgarfjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldr-
inum 15—16 ára. — Mynd má fylgja bréfi.
Haraldur Magnús Magnússon, Belgsholti, Melasveit Borg-
arfjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á
aldrinum 8—9 ára.
Sigurbórg Gísladóttir, Höfðabrekku, Mjóafirði, S.-Múl.
óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinunt
14—16 ára. Æskilegt að mynd fylgi.
Jóhanna Gísladóttir, Höfðabrekku, Mjóafirði, S.-Múl., ósk-
ar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 8—10 ára.
ar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 8—10
ára. Æskilegt að mynd fylgi.
Björg Guðmundsdóttir, Uxahrygg, Rangárvöllum, Rang.
óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum
16—22 ára. Mynd fylgi.
Anna Helga Kristinsdóttir, Hellu, Rang., óskar eftir bréfa-
skiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 17—21 árs. Mynd fylgi.
Sigrún Arndís Bdrðardóttir, Hvammi, Skaftártungu, Vest-
ur-Skaft. óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum
12-14 ára.
Aðalheiður Björnsdóttir, Eyri, Þórshöfn, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 16—18 ára. Mynd
fylgi.
158 Heima er bezt